Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 8
8
DV. FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986.
Utlönd
Utlönd
Utlönd
Utlönd
Ný skattalög í
Bandaríkjunum
HaDdór Valdimaissan, DaUas
Öldungadeild bandaríska þings-
ins samþykkti síðastliðinn þriðju-
dag frumvarp til skattalaga sem
felur í sér verulegar umbætur á
allri skattheimtu í Bandaríkjun-
um. Frumvarpið gerir ráð fyrir að
grunnprósenta skatta verði lækk-
uð verulega frá því sem nú er,
lágmarkstekjur þær sem fólk þarf
að hafa til að verða skattbært
hækki allnokkuð en í staðinn verði
lokað fyrir meirhluta þeirra liða
sem frádráttarbærir hafa verið til
skatts til þessa.
Tilgangur þessa frumvarps er í
fyrsta lagi að einfalda alla skatt-
heimtu. I öðru lagi á frumvarpið
að auka jafnrétti í skattheimtu,
einkum að koma í veg fyrir að
hátekjufólk geti komist hjá eðli-
Iegum sköttum.
Fulltrúadeild þingsins sam-
þykkti fyrir nokkru svipað frum-
varp. I því er gert ráð fyrir nokkuð
hærri grunnprósentu skatta auk
þess að einstök atriði eru í ýmsu
frábrugðin. Þingdeildimar tvær
munu á næstunni taka frumvörpin
til sameiginlegrar athugunar og
reyna að komast að samkomulagi
um málamiðlunarfrumvarp sem
hægt væri að gera að nýjum
skattalögum.
Almenningur í Bandaríkjunum
hefur ekki bmgðist af verulegri
hrifningu við frumvörpum þessum.
Gætir mikillar tortryggni meðal
fólks sem ekki er vant því að
stjómmálamenn fjalli um skatta í
öðrum tilgangi en þeim að hækka
þá. Þingmenn reyna mikið þessa
dagana að kynna frumvörpin tvö
í þeirri von að sannfæra fólk um
að ekki verði um aukna skatt-
heimtu að ræða hjá öðrum en þeim
sem hingað til hafa ekki borið
sanngjamar byrðar í þeim efnum.
Kókaín varð
honum að bana
HaUdór Valdimarssan, Dallas:
Dauði ungrar körfuboltahetju, Len
Bias, síðastliðinn fimmtudag hefur
vakið mikla athygli í Bandaríkjunum,
einkum eftir að líkskoðun leiddi í Ijós
að Bias lést af völdum kókaíns.
Bias hefur undanfarin ár verið einn
af fremstu leikmönnum körfuboltaliðs
háskólans í Maryland. Hann var í síð-
ustu viku valinn verðandi leikmaður
atvinnumannaliðsins Boston Celtics
og var talinn eiga gullna framtíð hjá
þvi. Var Bias að halda upp á tilnefh-
ingu sína þegar hann tók kókaín og
lést af völdum þess. Líkskoðun leiddi
í ljós að Bias hafði ekki haft veikt
hjarta eins og talið var hugsanlegt í
fyrstu heldur hafði fíkniefnið eitt vald-
ið dauða hans.
Undanfama mánuði hefur staðið
herferð meðal bama og unglinga í
Bandaríkjunum í þeim tilgangi að
fræða þau um hættumar af neyslu
kókaíns. Vonast forystumenn þeirrar
baráttu til þess að dauði Bias verði til
þess að færa einhverjum heim sanninn
um þær hættur. Sýnt hefur verið fram
á að kókaín getur í mörgum tilvikum
valdið hjartaslagi, svo og banvænum
krampaflogum.
HJ Electrolux HJ Electrolux yj Electrolux
UPPÞVOTTAVÉL BW-200... .stgr. 30.820,-
stgr.
stgr.
FRYSTIKISTA TC-1500 ÍSSf5i*m 29.700,-
FRYSTISKÁPUR TF-730 A!iLRSf.50-NÚ. 28.440,-
FRYSTISKÁPUR TF-963 ASS£r16- NÚ. 33.612,-«
ELECTROLUX ELDAVÉLAR -10% útborgun
VIDEO
VHS-VIDEO 35.900,-
stgr. meö timer
VHS-VIDEO 42.900,-
stgr. með fjarstýringu
FERÐATÆKI
EITASJÓNVÖRP
14" litasjónvarp 25.900,-
stgr. með fjarstýringu
20" litasjónvarp 31.900,-
stgr. með fjarstýringu
VIDEOSPOLUP
VHS-SPÓLA E-180
3 tímar - kr. 595,-
Stereokassettuútvarp - kr. 4.900,-
Klukkuútvarp - kr. 1886,-
5.000 króna útborgun í sjónvarps- og video-
tækjum.
ÞLnn fvagur!
Burmaister & Wain
í Kaupmannahöfn
lokað
Hankur Lárus Hankssan, DV, Kanpmaruiahöfa
Stjórn Burmaister og Wain Diesel,
hinnar þekktu skipasmíðastöðvar í
Kaupmannahöfn, ákvað nýlega að
hætta rekstri stöðvarinnar. B&W er í
eigu þýska stórfyrirtækisins MAN,
sem á þrjár skipasmíðastöðvar í Dan-
mörku. Sér verksmiðjan í Kaup-
mannahöfn um smíðar varahluta í
dísilvélar skipa.
Ástæðan fyrir lokuninni er sögð vera
almennur samdráttur í skipasmíðaiðn-
aði um allan heim. Á fundi iðnaðaráð-
herra Evrópubandalagsríkjanna fyrir
skömmu urðu menn sammála um að
samdrátturinn væri hinn versti í sögu
skipasmíða.
Nils Wilhjelm, iðnaðarráðherra
Dana, segir að ekkert geti bjargað
verksmiðjunni úr þessu. Stuðningur
ríkisins geti ekkert hjálpað þar sem
„engir viðskiptavinir séu í búðinni",
eins og hann orðaði það.
Við lokunina munu um 1.100 manns
missa vinnuna. Talsmaðui' sambands
jámiðnaðarmanna í Danmörku segir
að dauðadómur yfir verksmiðjunni
hafi verið kveðinn upp við sölu henn-
ar til MAN árið 1979. Nú þurfi MAN
að draga saman seglin og þá sé lokað
í Danmörku þar sem ódýrara sé að
segja upp fólki þar en í Þýskalandi.
Telur hann að hagræða megi rekstrin-
um þannig að ekki þurfi að segja nema
500 manns upp auk þess sem smíði
varahluta sé hagkvæmari en annað
sem viðkemur skipasmiðum. Við
stöðvunina munu verkefhi verksmiðj-
unnar í Kaupmannahöfn flytjast til
Þýskalands til að halda i horfinu þar.
Verksmiðjan stendur við Kristjáns-
höfn í Kaupmannahöfn og hafa margir
áhuga á lóðinni sem kosta mun um
250 milljónir íslenskra króna. Verðið
mun þó líklega fjórfaldast ef ný
byggðaáætlun fyrir svæðið verður
samþykkt í borgarstjóm Kaupmanna-
hafhar en hún gerir ráð fyrir byggingu
íbúðarhúsnæðis á lóðinni.
Lífinu haldið í
verðandi móður
Dómari í San Francisco, úrskurðaði
í gær að lífinu skyldi haldið í kennslu-
konu, sem dáin er heiladauða, þar til
ófætt bam hennar er borið í þennan
heim.
Marie Odette Henderson, 34 ára
kennslukona í San Francisco, var
úskurðuð dáin heiladauða þann 7.
júní, eftir skurðaðgerð þar sem reynt
var að fjarlægja æxli við heila, og for-
eldrar hennar kröfðust þess að vélar
sem halda í henni lífinu yrðu teknar
úr sambandi.
Unnusti hennar, Derrick Poole, 31
árs, notfærði sér rétt sinn til að bera
málið undir dómstól, og krafðist þess
að læknar tækju ekki vélina úr sam-
bandi fyrr en bam þeirra væri fætt.
Hann náði samkomulagi við foreldra
hennar um að lífinu skyldi haldið i
henni þar til bamið fæddist. Hann
hefur verið úrskurðaður forráðamaður
þess.
Læknar sögðu að fóstrið væri kven-
kyns og Poole sagði fréttamönnum að
hann myndi skíra bamið Michelle
Odette. „Ég get bara þakkað Guði fyr-
ir að ég skyldi hafa nægilegt hugrekki
til að gera þetta,“ sagði hann brosandi
við fréttamenn.
MOSAEYÐING
Mosi í görðum hefur lengi verið vandamál hjá garðeig-
endum. Nú býðst yður ný þjónusta. Við úðum gras-
flötina með sérstöku mosaeyðandi efni (hættulausu)
og í framhaldi af því leiðbeinum við þér hvernig best
er að halda mosanum frá grasflötinni.
Pantanir í síma 25707 frá kl. 18 til 20.
Viö erum meö hagstœöu
veröin og úrvaliö líka!
Gabriel
HÖGGDEYTAB__
J
fl^Alternatorar
Startarar
ötal 0*fO4( og Mfhoyiandl varahlutli
ífj nnmnz
Kúplingsdiskar
og pressur
I sttirtakJa tólksbíla og jeppa:
Amoríska — Enska ""
Franska — ítalska
Sænska — Þýzka
Enntremur kúplingsdlska I
BENZ - MAN - SCANIA - VOLVO
Spennustillar
m
t-JI l » l
iinin
FIAT varahlutir
J Bremsuklossar
í úrvali
„Fljótandi
Bílabón
sérflokki
_ Auðveltí notkun
• Auövelt aö þrífa
• Margföld endlng
Bónoöu td. txottl oa oeröu
íamanburö vió oörar
böntegundir. Pú tekgr enoa
óbaattu þvl
vid endutgrelöum
ónotoöar eftlrstöövar ef Þú ert
, ekkl tylHlega ónœgö/ur meö
öronourlnn.
Betri
bíll
fyrir
lítinn pening
Varahlutir i
Jkveikjukerfiö
Elnnlg úrval kvelkjuloka.
hamra..High Energy"
hóspennukefla
og transistorkveikjuhluta
{ IVj | i amerlska
■I Ip^ bíla. fró 1976 og yngrl.
KERTAÞRÆÐIR
Köpo tem deytk truttondl ratbytglur.
Glöðarkerti
í úrvali fyrir
TOYOTA
ISUZU
DATSUN
MERCEDES BENZ
O.FL.
Oliusíur
Spissadísur
Fœöidœlur
Auk þess
meöal annars:
Stýrisendar
Splndilkúlur
Vatnsdœlur
Miöstöövar og mótorar
Ljós og perur
HÁBERG” HABERG P HABERG
SKEIFUNNI 5A. SIMI: 91-8 47 6
SKEIFUNNI 5A. SIMI: 91-847 E
SKEIFUNNI 5A. SiMI: 91-8 47 8