Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Page 9
DV. FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986. 9 Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Contraskæruliðar: Reaganvinnur stórsigur í þinginu Fulltrúadeild Bandaríkjaþings sam- þykkti í gærkvöldi að veita 100 millj- ónum dollara í aðstoð til contraskæru- liða, sem berjast gegn stjóm sandinista í Nicaragua. Þetta er talinn einn stærsti sigur hjá Reagan frá upphafi. 224 greiddu atkvæði með en 209 á móti. Þetta er mikil stefnubreyting hjá þinginu, sem árið 1984 skóp þá stefiiu að hætta algerlega aðstoð við skæru- liðana. Þótt vissulega eigi eftir að greiða aftur atkvæði um þetta mál þá er víst að það er þessi atkvæðagreiðsla sem hefur snúið málunum Reagan í hag. Þessi samþykkt hefur í för með sér að skæruliðamir fá 30 milljónir doll- ara í almenna efhahagsaðstoð og 70 milljónir dollara í hemaðaraðstoð. Fulltrúadeildin, sem lýtur meiri- hluta demókrata, hafnaði svipaðri tillögu í mars síðastliðnum með 222- 210, en öldungadeildin, sem er undir meirihluta repúblikana samþykkti hana með 53-47. Úrslit atkvæðagreiðslunnar í gær- kvöldi vom á huldu allt fram á síðustu stundu, og varð sigur Reagans stærri en nokkum hafði órað fyrir. Til að leggja sitt af mörkum mætti repúblikaninn, George O’Brien, sem er helsjúkur af krabbameini, og greiddi atkvæði. Reagan hafði lagt næstum allt í söl- umar til að fá tillögur þessar sam- þykktar. Hann hefur gert aðstoðina við contraskæmliðana að stórum þætti í utanríkisstefnu sinni á seinna kjörtímabili sínu. Maigir þingmenn sögðust hafa greitt atkvæði með tillögunum vegna þess að Reagan væri búinn að bæta inn í „pakkann" 300 milljón dollara aðstoð til handa lýðræðisríkjum í Suð- ur-Ameríku. Reagan frestaði um einn dag fríi á búgarði sínum í Kalifomíu, til að beij- ast fyrir tillögum sínum, og flutti meðal annars sjónvarpsávarp af því tilefni og fundi með þingmönnum. Fyrr í gærdag hafði forseti fulltrúa- deildarinnar, Thomas O’Neil viður- kennt að stuðningur við tillögur Reagans hefði aukist. Reagan hafði lagt áherslu á að að- stoðin væri nauðsynleg til að koma í veg fyrir að sandinistar næðu að tryggja kommúnistaathvarf á megin- landinu. I umræðunum um málið í þinginu í gær sögðu margir þingmenn demó- krata að stefna Reagans í málefnum Suður-Ameríku væri óljós. Það hefði sýnt sig að aðstoð við skæmliða hefði ekki breytt neinu í Nicaragua, og Bandaríkjastjóm ætti að reyna að miðla málum fremur en hella olíu á eldinn. Þeir sögðu einnig að mikill gmnur léki á því að skæruliðarnir væm við- riðnir eiturlyfjasmygl, og að þeir hefðu misnotað 27 milljóna aðstoð á síðasta ári. Þeir vom samt margir demókratam- ir sem studdu tillögur Reagans um almenna efnahagsaðstoð, en vildu bíða með hemaðaraðstoðina þar til aftur verða greidd atkvæði um málið í okt- óber. Repúblikanar mótmæltu þeirri bið harðlega. „Það er engin stefna að tefja af ásettu ráði, það er lömun,“ sagði Ro- bert Michel. Dick Cheney sagði að svo lengi sem contraskæmliðamir væm enn til staðar hefðu Bandaríkin og önnur ríki á svæðinu um eitthvað að velja, og að sandinistar mættu aldrei fá frið til að tryggja í sessi kommúnistastjóm sína. Tip O’Neal, forseti fulltrúadeildarinn- ar, sem barist hefur gegn aðstoð til contraskæruliðanna, beið mikinn ósigur í atkvæðagreiðslunni í gær, er margir af hans eigin flokksmönnum fylktu sér bak við Reagan. Reagan vann einn stærsta sigur á stjórnmálaferli sínum í gærkvöldi er fulltrúa- deild Bandarikjaþings samþykkti tillögur hans um 100 milljón dollara stuðning við contraskæruiiða. Yfírmaður ísraelsku leyniþjónustunnar náðaður: Peres sætir mikilli gagmýni Shimon Peres, forsætisráðherra Israels, sætti í gær harkalegri gagn- lýni vegna náðunar yfirmanns leyniþjónustu Israels sem sagði af sér eftir að hann var sakaður um að hafa fyrirskipað morð á tveimur palestínskum skæmliðum. Öskureiðir þingmenn og lögfræð- ingar mótmæltu náðunarúrskurði Chaim Herzog, forseta landsins, yfir Avraham Shalom, yfirmanni Shin Bet, og þremur aðstoðarmönnum hans. Þeir sögðu að þetta væri gert til að hylma yfir með ráðherrum, sem tengdust málinu, sem snýst um dráp á palestínskum skæmliðum sem vom handteknir eftir að þeir höfðu rænt áætlunarbifreið á Gaza svæð- inu. Shalom tilkynnti afsögn sína í gær eftir að hann og aðstoðarmenn hans vom náðaðir fyrirfram og ákveðið að rannsaka ekki mál þeirra. Ríkis- útvarpið sagði að búið væri að ráða eftirmann hans en af öryggisástæð- um var ekki greint frá nafni hans. Moshe Shahal, orkumálaráðherra úr flokki Peresar, mótmælti náðun- inni og tjáði fréttamönnum að hann myndi beita sér fyrir því að ríkis- stjómin myndi rannsaka hvort hér væri um að ræða yfirhylmingu með háttsettum mönnum. Herzog kom fram í sjónvarpi í gær og varði ákvörðun sína. Hann sagði að rannsókn hefði neytt Shalom og aðstoðarmenn hans til að ljóstra upp fyrri gjörðum leyni- þjónustunnar. „Ég gerði þetta til að reyna að koma ró á hlutina og forðast að skaða leyniþjónustuna," sagði hann. LÖgmenn sögðu að þeir myndu halda fund um málið og athuga hvort hægt væri að fara með málið fyrir hæstarétt til að fá úrskurði for- setans breytt. Ezer Weizman, ráðherra fyrir sam- skiptum við araba, gekk á fund Herzog og mótmælti ákvörðun hans. Ákvörðun Herzog virðist treysta í sessi Yitzhak Shamir utanríkisráð- herra sem var forsætisráðherra þegar atburðimir gerðust. Hann verður ekki yfirheyrður vegna þessa máls. Shamir á að taka við embætti for- sætisráðherra í október samkvæmt samningi milli stjómarflokkanna um að skipta með sér því embætti á kjörtímabilinu. Hann var á móti rannsókn málsins og neitaði að gefa upp það sem hann vissi um dauða skæruliðanna. Þrátt fyrir að fjölmiðlar blási þetta mál mikið út í ísrael virðist sem al- menningi sé nokk sama hvað kemur fyrir skæmliða, sem ráðast á og myrða saklaust fólk, ef aðeins er tryggt að þeir fái makleg málagj öld. Shimon Peres sætir nú mikilli gagnryni vegna þeirrar ákvörðunar að náða Shalom, yfirmann ísraelsku leyniþjónustunnar. Telja margir að verið sé að hylma yfir með háttsettum mönnum í ísraelsku leyniþjónustunni. -— 2ja manna bómullartjöld með nælonhimni, kr. 4.748,- og 3ja manna á kr. 5.872,- Póstsendum. Seglagerðin Ægir simi 13320 og 14093. æ gir Eyjaslóð 7, Reykjavik - Pósthólf 659 sími 13320 og 14093 Kápusalan auglýsir: Denimjakkar og -frakkar. Ennfremur sumar- og heilsársfrakkar, kápur og jakkar. Mörg snið, mikið litaval. Eitthvað fyrir alla. Kápusalan, Borgartúni 22,Reykjavík, sími 91-23509. Kápusalan, Hafnarstræti 88, Akureyri, sími 96-25250. ÆU/I/IENIA þvottavél GK 340 Minnsta, duglegasta, spar- neytnasta og sjálfvirkasta þvottavél i heimi. 14 pró- grömm, sérstaklega ætluð nú- tíma taui. Aðeins 65 mínútur með suðuþvotti forþvotti' og fimm skolanir. Nýrri aðferð við undirbúning þeytivindu sem gerir mögulegt að þeyti- vinda allt tau. Mál: 45 x 39 x 65 cm, þyngd 36 kg. Rafbraut iSuðurlandsbraut 6, 105 Reykjavík. Simar: 681440 og 681447.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.