Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Síða 35
DV. FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986. 35 ► 16 400 1 ?m J Graf sýnir hækkun á erlendum | 1 langtímaskuldum íslendinga og sannar skelfilega þróun eftir að ttfríverslunarnvið- skiftahættir voru teknir upp sem viðmið í efna- hagsstjórnun,sífelld hækkun skulda krefst gjörbreyttrar stefnu í efna- hagsmál- um nú „Þjóðarsáttin" Eftir alla þá ótímabæru ánægju er varð um kjarasamningana síðustu er það mat ýmissa að þeir geti ekki kallast annað en „skynsamleg en skammsýn nauðvöm" og að hluta til alveg forkastanleg aðgerð, ætla ég að færa rök fyrir þessum lýsing- um. Kostir og gallar 1. Helsti kostur er sá að aOir aðil- ar skuldbinda sig til að ná verðbólgu niður eins og hægt er. 2. Kaflár um húsnæðismál hafa bætt vanda ýmissa og óbein yfirlýsing um að lífeyrissjóðakerfið verði samræmt og allir njóti sama réttar em af hinu góða. 3. Endurskoðun á tryggingamálum launþega er að mínu mati með stærstu kostum þessa samnings ef framkvæmd verður á skynsamlegan hátt og ætla ég gð vitna beint í ákvæði þeirra, þ.e. m gr. aðalsamn- ings. „1. Aukna tryggingavemd launþega, sem verða fyrir langvinn- um forföllum frá vinnu vegna slysa í og utan vinnutíma eða vegna vei- kinda. 3. Slysatryggingr: Athuga skal sér- staklega fjárhæðir tiygginga með tilliti til tjóns slasaðra og heildar- tryggingavemdar. 4. Skyldutryggingar atvinnurek- enda, svo tryggt verði að launþegar fái jafnan notið launaréttar í slysa- og sjúkdómaforföllum." Um nauðsyn tafarlausra aðgerða og umbóta ætla ég að taka sem dæmi hversu skelfilegt núverandi ástand er og tek sjómannastéttina sem við- mið þ.e. skyldutryggingar. Verðlags- forsendur 17. apríl 1986. Örorkubætur fyrir hvert stig. Frá 1 til 25% 12.046 kr. pr. stig, aUs 301.150 kr. Frá 25 til 50% 24.046 kr. pr. stig, alls 602.275 kr. Frá 50 til 100% 36.137 kr. pr. stig, aUs 1.806.850 kr. Samtals við 100% örorku em greidd- ar 2.710.275 kr. (Tek sem dæmi mann er hlýtur 70% örorku þá fær hann í bætur 1.626.165 kr.) Allar þessar tölur em birtar með fyrirvara en eru samkvæmt þeim bestu heimildum sem ég hef náð í, þessar bótaupphæðir em allt of lágar fyrir fjölskyldumenn í atvinnugrein þar sem árlegt meðaltal slysa er til- tölulega hátt. Dánarbætur Dánarbætur eru kr. 630.350 sem er fyrir neðan aUar hellur og skammarlegt fyrir þjóð sem byggir afkomu sína á störfum þessara manna, geta má þess að árlegt meðaltal dauðaslysa í þessri atvinnugrein er um 20 menn á ári. Að mínu mati þurfa dánarbætur að hækka minnst í 2 milljónir og örorkubætur um a.m.k. helming. Kjallarinn Bjarni Hannesson frá Undirfelli ijármálum þjóðarinnar gagnvart útl- öndum, bendi á meðfylgjandi línurit er sýnir óhugnanlega hækkun er- lendra langtímaskulda íslendinga eftir að „fríverslunarviðhorf' og stjómlítil eyðsla á erlendum gjald- eyri hófst, bendi á línu 1 til 2 sem er „gróf ‘ merking fyrir það sem kalla mætti „eðlilega" hækkun erlendra skulda, þ.e. lánsfé sem var notað til byggingar á orkuverum, hitaveitum og til kaupa á skipum. Við þessar efaahagslegu aðstæður em tollar af bifreiðum lækkaðir um ca 400 milljónir kr. þrátt fyrir fyrir- sjáanlegan haUa á ríkissjóði og þá staðreynd að við vorum orðnir með „bílríkustu" þjóðum heims án þess að framleiða eina einustu skrúfu í slík tæki eða neitt til við- halds eða reksturs og öll aukning á þessum „að hluta til óþarfa flota“ sé ávísun á enn aukna erlenda skuldasöíhun. Nær hefði verð að greiða niður dilkakjöt og mjólk með þessum 400 m. kr., það hefði leyst tvenns konar vanda, offramleiðslu og fjárhagsvanda minnst 1 þús. bænda og sparað láglaunafólki talsverðar fjárhæðir. „Ef einhver fyrirhyggja hefði verið gagn- vart framtíðinni, hefði fremur átt að hækka tolla á bílum og myndböndum...“ Ég hef aflað mér upplýsinga um kostnað við hóptryggingar í þessum áhættuflokki og er líklegt að trygg- ingaiðgjöld myndu hækka um 5-7. þús. á mann á ári ef upphæðir bóta væru færðar í þessi mörk. Hvemig lilutdeild aðila vinnu- markaðarins yrði við þessar bráð- nauðsynlegu tryggingaumbætur er verðugt verkefni við að fást í samn- ingum næsta vetur. Að öðru leyti er það mitt mat að næst þegar verð- ur samið verði miðað við krónutölu- hækkanir en ekki % sem eimmgis auka á launamisrétti. Skammsýnin Kemur þá að lánlausasta og „skelfilegasta" ákvæði í samningi þessum en það er niðurfelling á toll- um af bifreiðum þegar tillit er tekið til efnahagsástands og þróunar í Ef einhver fyrirhyggja hefði verið gagnvart framtíðinni hefði fremur átt að hækka tolla á bílum og mynd- böndum en framkvæma þessa fjar- stæðu. Að síðustu vil ég minna á að keðja verður aldrei sterkari en veik- asti hlekkur hennar og afstaða Islendinga gagnvart erlendum tengslum í stjómmálum, verslun og menningu, er veikasti þáttur þjóð- lífsins og óbreytt viðhorf gagnvart þessum vanda veldur einungis því að við verðum ósjálfbjarga, fátæk „nýlenduþjóð" í hinu vestræna hag- kerfi. Að síðustu vona ég að fyrir höndum sé ekki „keimlíkur“ þjóðlífsþróunarvandi og var hjá okkur frá 1240 til 1262 en til þess liggja allt of margar vísbendingar að minu mati. Bjarni Hannesson HANDKNATTLEIKS- ÞJÁLFARÍ Annarrar deildar félag í nágrenni Reykjavíkur óskar eftir þjálfara næsta vetur. Nafn og símanúmer skilist inn á auglýsingadeild DV í lokuðu umslagi merkt „T- 3575". PANTANIR SÍMI13010 DB Sr--* KREDIDKORTAÞJONUS TA HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29. ÚTB0Ð - REYKLÚGUR Hagkaup hf„ Lækjargötu 4, Reykjavík, óskar eftir til- boði í 12 reyklúgur, hver um 2 fermetrar að stærð, fyrir verslanamiðstöð í Kringlumýri í Reykjavík (Kringl- una). Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., Ármúla 4, Reykjavík. Tilboðum skal skila til Hagkaups hf„ Lækjargötu 4, Reykjavík, fyrir kl. 11.00 mánudaginn 7. júlí 1986 en þá verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóð- endum sem þess óska. Hagkaup hf., Lækjargötu 4, Reykjavík. Laus staða Við Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla Islands er laust til umsóknar starf sérkennara (2/3 stöðu) sem ætlað er að starfa með forstöðumanni lesvers. Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans, sími 91 -84566, og hjá skólastjóra í síma 91-31781. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um náms- feril og störf, sendist menntamálaráðuneytinu)*tíverfis- götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 23. júlí nk. 23. júní 1 986, Menntamálaráðuneytið f Fyrstir med fréttirnar m /Á W m m alla vikuna Úrval vid allra hœfi w < Q FAST Á BLAÐSÖLO^ D Q

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.