Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Blaðsíða 37
DV. FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986. 37 Ólyginn sagði . . . Michael Caine leikarinn góðkunni og James Bond kandidatinn, þurfti fyrir skömmu að fara á slysavarð- stofuna eftir að hafa lent í smáumferðaróhappi. Óhapp- ið varð þegar bíll leikarans rann á blautum malarvegi og lenti utan í öðrum bíl. Caine tók öllu eins og hetja enda meiðsli hans smávægileg. Hann verður þó að hætta að kippa sér upp við smáárekstur ef hann ætlar að leika súper spæjarann sem er vanur að eyðileggja að minnsta kosti nokkratugi bíla í hverri mynd. Tibrá í vinsælasta laginu: We built this city on rock OnO roll. Þjóðráð íslendinga? Cher þykir sérkennileg í meira lagi. Hún segist ekki þola fólk sem horfir ekki í augu hennar þeg- ar það talar við hana. Hún hefur nú gripið til sinna ráða í því skyni að fá fólk til að horfast í augu við sig. Hún mætir nú í öll samkvæmi með mismunandi lit á augunum með hjálp sérstakra kontaktl- insa. Berserkir og banastuð á balli með Tíbrá á Hellissandi „Ég ætla að kynna þessa plötu út um allt land. I bæjum, þorpum, jafnvel á afskekktustu sveitabýl- um. Ég hef góða trú á að landsmenn kunni að meta alíslenskt þjóðráð." Sveinn Hauksson er Húsvíkingur og sendi fyrir stuttu frá sér hljóm- plötu. Þetta er önnur plata Sveins. „Fyrsta platan mín hét Dropi í hafi. Nafnið var dæmigert fyrir velgengni hennar. En ég hef lært mikið síðari hún kom út. Þessi plata, Alíslenskt þjóðráð, er mun betri að mínu mati. Þess vegna legg ég nú óhikað upp til að kynna hana um landið.“ Kynningarstarfsemin er um- fangsmikil. Sveinn ætlar sér allt sumarið í verkið. Tónlistin hefur blundað lengi með honum. „Trúin flytur fjöll. Þegar ég var strákur sagði ég við kunningja minn: Ein- hvern tímann ætla ég að gefa út plötu. Ég hef nú gefið út tvær. Eins var um vin minn. Hann sagðist um fermingu ætla að eignast togara. Þessi maður á Hólmadrang í dag.“ Jóakim Ðanaprins ætlar heldur betur að leggja land undir fót í sumar eins og eldri bróðir hans. Jóakim mun halda til Ástralíu og ætlar sér að læra um landbúnaðarmál. Vonast hann til þess að geta komið heim til Danmerkur með nýjar og ferskar hug- myndir sem bætt geta land- búnað Dana. Jóakim, sem er nýorðinn 17 ára, mun dveljast í hálft ár hinum megin á hnett- inum. Segist prinsinn ekki óttast heimþrá og segir tíma til kominn að hann fái að reyna sig sjálfur og standa á eigin fótum. „Afsakaðu, herra lögreglumaður. Það er verið að rífa eyrað af mannin- um þarna.“ Tíðindamaður DV var í hlutverki slefberans og tilkynnti lög- reglumönnum sem voru þrælupp- teknir við að pikka upp Skóda fyrir lykillausan eiganda. Svar: „Við skiptum okkur ekki af þessu, þeir hafa gaman af þessu, strákarnir." Já, það var banastuð á ballinu sem DV fór á á Hellissandi. „Maður fer alveg í klessu þegdr maður kemst í návigi við sveitavarginn," sagði pungsveittur piltur úr höfuðstaðnum sem DV hitti á dansgólfinu. „Maður á ekkert í Ölsara og Sandara á svona ralli." Tíbrármenn höfðu sjálfsagt séð þetta allt áður, enda búnir að vera í bransanum í tuttugu ár. „We built this city on rock ’n’ roll“ höfðu þeir eftir hippum frá Friskó, hristu sig á sviðinu og létu ófriðlega. Banastuð. Og eftir ballið slagur, sumir heim i rútu, en ekki eins margir og búist var við. „Maður lokar bara öðru auganu og keyrir heim, þeir eru upp- teknir við annað, þessir kallar," sagði einn, hikstaði og brældi í burt á tólf gata tryllitækinu. - ás. Sviðsíjóa Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.