Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1986, Síða 39
DV. FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1986.
39
Rokkhljomsveitin The Smiths kemur frá Manchester í Englandi. Þad nýjasta frá henni fá hlustendur rásar 2 að heyra í dag.
Utvarp
Sjónvari
Veörið
1 dag verður sunnangola og víða
súld eða rigning um vestanvert landið
en á Norðaustur- og Austurlandi verð-
ur hæg breytileg átt og skýjað með
köflum. Sunnan- og vestanlands verð-
ur 8-12 stiga hiti en 12-18 stiga hiti
norðaustanlands.
Veðrið
ísland kl. 6 í morgun:
Akureyri alskýjað 11
EgHsstaðir mistur 9
Galtarviti rigning 8
Hjarðarnes súld 9
Keflavíkurflugvöllur þoka 9
Kirkjubæjarklaustur alskvjað 10
Raufarböfn alskýjað 10
Reykjavík þokumóða 9
Sauðárkrókur rign/súld 9
Vestmannaeyjar alskýjað 8
Utlönd kl. 6 í morgun:
Bergen
Helsinki
Ka upmannahöfn
Osló
Stokkhólmur
Þórshöfn
þoka 12
heiðskírt 22
heiðskírt 20
þokumóða 15
léttskýjað 21
skýjað 11
Úfvarpið, rás 2, kl. 16.00:
Drottningin er dauð
Nýræktin er þáttur á rásinni þar sem
kynnt er splunkunýtt rokk hverju
sinni, bandarískt, enskt, íslenskt eða
bara úr öllum áttum. Umsjónarmenn
eru þeir Skúli Helgason og Snorri Már
Skúlason.
glæný plata The Smiths kynnt í Nýræktinni
í þættinum í dag ætla þeir að snúa
nýrri skííu bresku hljómsveitarinnar
The Smiths, sem ber nafhið The Queen
Is Dead og kemur á íslenskan plötu-
markað í þessari viku. „The Smiths
er geysivinsæl í heimalandi sínu og
hefur verið það síðastliðin 2-3 ár. Plat-
an, sem sveitin gaf út í fyrra, var kosin
sú besta í Englandi það árið. Hún hét
Meat Is Murder, þ.e. Kjöt er morð, en
hljómsveitarmeðlimir eru allir græn-
metisætur og hafa andúð á öllu kjöti
eins og plötunafnið gefur til kynna.
Þeir eiga eitt lag á rásarlistanum, Big
Mouth Strikes Again. Ég býst við að
þessi nýja plata þeirra fái góðar við-
tökur hér á landi, hún hefur a.m.k.
slegið í gegn í Englandi. -BTH
Útvarpið, rás 1, kl. 22.20:
Framtíð laxeldis
á íslandi
- efni Fimmtudagsumræðunnar
I Fimmtudagsumræðunni í kvöld er
fjallað um fiskeldi hér á landi og þá
fyrst og framst laxeldi. Gissur Sigurðs-
son stýrir umræðunni.
Laxeldi er ekki lengur hugmyndin
ein því um 200 tonn af eldislaxi verða
flutt út í ár og sennilega um 600 tonn
á næsta ári. Úm 60 fiskeldisfyrirtæki
eru nú skráð í landinu og u.þ.b. 30
stöðvar hafa tekið til starfa. Á þessum
tímamótum er ætlunin að staldra að-
eins við og skoða stöðu þessa atvinnu-
vegar.
Eins og kunnugt er náðu Norðmenn
forskoti í laxeldi og nú eru að koma
í ljós ýmis atriði sem gleymdust á
meðan gróðavonin rak menn áfram
með ótrúlegum árangri á fyrstu árum
laxeldisins. Þar má t.d. nefna mengun
af laxeldi, smithættu, sem leitt hefur
til óeðlilegrar lyfjagjafar, að ógleymd-
um umhverfisþættinum, en laxeldis-
mannvirki þykja víða lýti á norskum
fjörðum.
Þá verður reynt að gera sér grein
fyrir þróun markaða í framtíðinni,
hver orkuþörfin er og hversu margt
starfsfólk þarf til að sinna störfum við
laxeldi hér, svo eitthvað sé nefnt.
-BTH
breytingar og nýjungar urðu á þættinum með nýrri sumardagskrá.
í Fimmtudagsumræðunni verður rætt um fiskeldi, einkum laxeldi, hér á landi
og m.a. gerður samanburður á atvinnuveginum hér og í Noregi.
Útvarpið, rás 2, á morgun kl. 9.00:
Nýjungar í
Morgunþáttunum
Á rás 2 hafa ýmsar breytingar orðið
undanfarið, nýir þættir byrja og aðrir
hætta með sumardagskránni. í sumar
verður Morgunþátturinn á rásinni
með nýju sniði.
Þættimir byrja nú klukkan níu í
stað tíu áður og umsjónarmenn eru
orðnir fimm: Ásgeir Tómasson, Gunn-
laugur Helgason, Kolbrún Halldórs-
dóttir, Kristján Siguijónsson og Páll
Þorsteinsson. Af fóstum liðum í Morg-
unþáttunum má nefha stjömuspá,
afmælisdagbók og almanak dagsins.
Matarhomið er daglega klukkan 10.30
og svo endurflutt klukkustund seinna.
Bamadagbókin er á dagskrá fjóruni
sinnum í viku, kl. 10.05- 10.20 og er
rétt að benda á að á mánudögum eftir
að barnaefhi lýkur er umsjónarmaður
þess, Guðríður Haraldsdóttir, með
símatíma kl. 10.50.
Getraunir Morgunþáttar em með
nýju sniði og mottó Morgunþáttar-
manna er: Getraun á dag kemur*
skapinu í lag. Mörg viðtöl em tekin í;
Morgunþáttunum og allt fer firam í'
beinni útsendingu.
-BTH
Útlönd kl. 18 í gær:
Algarve léttskýjað 22
Amsterdam léttskýjað 21
Aþena skýjað 25
Barcelona léttskýjað 24
(Costa Brava)
Berlín léttskýjað 24
Chicagó alskýjað 21
Fenevjar léttskýjað 27
(Rimini/Lignano)
Frankfurt léttskýjað 25
Glasgow skýjað 18
London léttskýjað 24
Los Angeles mistur 19
Lúxemborg léttskýjað 23
Madrid léttskýjað 31
Malaga heiðskírt 27
(Costa Del Sol)
Mallorca léttskýjað 29
(Ibiza)
Montreal hálfskýjað 14
New York skýjað 22
Nuuk rigning 5
Paris heiðskírt 25
Róm léttskýjað 24
Vín léttskýjað 21
Winnipeg skýjað 27
Valencía heiðskírt 27
Gengið
Gengisskráning nr. 116 - 25. júni
1986 kl. 09.15
Eining kl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi
Dollar 41.400 41,520 41,380
Pund 62,668 62,589 62,770
Kan. dollar 29,800 29,887 29,991
Dönsk kr. 5,0208 5,0353 4.9196
Norsk kr. 5,4628 5,4787 5,3863
Sænsk kr. 5,7664 5,7831 5,7111
Fi.mark 8,0271 8,0504 7.9022
Fra. franki 5,8396 5,8565 5,7133
Belg. franki 0,9109 0.9135 0,8912
Sviss. franki 22,7098 22.7756 22,0083
Holl. gyllini 16,5329 16,5808 16,1735
V-þýskt mark 18,6151 18,6691 18,1930
ít. lira 0,02716 0,02724 0,02655
Austurr. sch. 2,6483 2,6560 2,5887
Port. escudo 0,2742 0,2750 0,2731
Spá. peseti 0,2909 0,2917 0.2861
Japanskt yen 0,24905 0.24977 0.24522
Írskt pund 56,229 56,392 55,321
SDR (sérstök
dráttar-
réttindi) 48,3852 48.5256 47,7133
ECU-Evrópu m 39,9945 40,104
Simsvari vegna gengisskráningar 22190.
MINNISBLAÐ
Muna eftir
að fá mer
eintak af
r
Tímarlt fyrir alla V
Urval