Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986.
Atvinnumál
Norðmenn íhuga að kaupa
hvalkjöt af íslendingum
Norðmenn íhuga nú að kaupa
hvalkjöt af íslendingum. Er það mál
á borðinu hjá Bjame Mörke Eigen,
sjávarútvegsráðherra Noregs.
..Þetta er til umræðu, en mér vit-
anlega hefur engin ákvörðun verið
tekin um það ennþá,“ sagði Asbjöm
Raske. aðstoðarmaður Eigen, í sam-
tali við DV. „Eftir því sem ég best
veit er þó mjög líklegt að af þessu
verði en ákvörðun mun verða tekin
fljótlega." bætti hann við.
Þegar hvalveiðibann Alþjóða
hvalveiðiráðsins var til umfjöllunar
á fundi þess á sínum tíma mótmæltu
Norðmenn banninu. Þeir hafa því
stundað sínar veiðar í sumar eins
og ekkert sé. Revndar Iýkur hvalver-
tíð þeirra í dag. 1. ágúst.
..Okkar kvóti em 340 hvalir. Við
höfum þegar veitt rúmlega 300 þeirra
þannig að eftir em milli 30 og 40,“
sagði Raske. „Hins vegar hafa veið-
amar ekki gengið sem best að
undanfömu og þess vegna ætlum við
að hætta núna."
Raske sagði að nánast allra hval-
afurðanna væri neytt innanlands.
Örlítið væri flutt til Japans. Það
hefði þó ekki verið gert í ár.
Er svo mikill markaður í Noregi
fyrir hvalkjöt að þið þurfið meira?
..Já. það er áhugi fyrir þessu hér í
Noregi."
- Hvað segið þið um deilu íslend-
inga og Bandaríkjamanna?
„Ég vil ekki tjá mig um það.“
Munuð þið styðja íslendinga i
þessari deilu?
„Við styðjum Islendinga í því að
vilja veiða hvalinn. Okkur finnst
hvalveiðar sjálfsagður hlutur. Hins
vegar getum við ekki blandað okkur
í milliríkjamál á borð við þetta,“
sagði Asbjöm Raske. -KÞ
Hvalamálið:
Beinaskýrslan
klúðraði engu
- segir sjávamtvegsráðherra
„Ég fæ ekki séð hvaða klúður
menn em að tala um í sambandi við
svokallaða beinaskýrslu. Hér er ein-
ungis um að ræða upplýsingar um
nýtingu hvalsins í heild sinni og mér
fannst sjálfsagt að láta þessar upp-
lýsingar Bandaríkjamönnum í té,“
sagði Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra.
Skýrsla þessi er á einni blaðsíðu.
Rannsóknimar, sem hún byggir á,
vom gerðar í vor og byggjast á „6
dæmigerðum hvölum", eins og segir
þar. Fjallar hún um nýtingu hvalsins
eins og hann er skilgreindur í stofh-
samningi Alþjóða hvalveiðiráðsins,
það er að segja sá hvalur sem kom-
inn er að skipshlið. Halldór sagði
að rannsókn á borð við þessa hefði
aldrei verið gerð áður.
Hann sagði að í skýrslunni væri
hvalnum skipt í 33 þætti eftir nýt-
ingu hans sem afitur væri skipt í þrjá
meginþætti. í fyrsta flokki em afurð-
ir, til dæmis annars flokks kjöt og
fleira. Telur það 27,3% af heildamýt-
ingunni. Megnið af því er flutt til
Japans. I öðrum flokki em bestu
bitar hvalsins, rengi og fleira. Telur
það 25,3%. Af því er milli 10 og 20%
neytt innanlands. Hitt fer til Japans.
í þriðja flokki em hausar og bein
sem mjöl er framleitt úr. Telur það
31,4% og fer ekkert af því til Jap-
ans. Áfgangurinn, 16%, nýtist ekki.
Þar er um að ræða vökvatap og
aðra lýmun.
„Þetta er nú öll skýrslan sem á að
hafa klúðrað máhnu. Þetta er alveg
dæmalaust mgl. Þessi skýrsla byggir
einfaldlega á fyrmefhdum rann-
sóknum og ég sé ekki hvemig hún
getur hafa haft þær afleiðingar sem
talað er um,“ sagði Halldór Ás-
grímsson.
-KÞ
„Úrsögn ekki rædd
sérstaklega“
- segir Guðmundur Eiríksson þjóðréttarfræðingur
„Hugmyndin um að segja okkur
úr Alþjóða hvalveiðiráðinu hefur
verið rædd í mörg ár en hún hefur
ekki komið neitt sérstaklega upp í
kjölfar atburða síðustu daga. Ef að-
ildinni yrði sagt upp fyrir 1. janúar
gengi hún í gildi 30. júní á næsta
ári. Uppsögn myndi auðvitað breyta
stöðu okkar þannig að við værum
ekki bundin af ákvæðum ráðsins og
værum þar með ekki að bijóta í bága
við samþykkt um núllkvóta til 1990,“
sagði Guðmundur Eiríksson þjóð-
réttarfræðingur aðspurður hvort
úrsögn okkar úr Alþjóða hvalveiði-
ráðinu væri hugsanlegur möguleiki
sem svar við hótunum Bandaríkja-
manna.
Guðmundur var í sendinefhdinni
sem fór til Washinghon til viðræðna
við bandaríska aðila fyrr í þessum
mánuði og stendur nú yfir undir-
búningur að áframhaldandi viðræð-
um sem hefjast 4. ágúst næstkom-
andi. „Það er ýmislegt í gangi hjá
okkur og við erum að búa okkur
undir að hefja viðræður að nýju.
Meira get ég ekki sagt í bili,“ sagði
Guðmundur.
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra tók í sama streng í viðtali
við DV og kvaðst ekki sjá að úrsögn
úr Alþjóða hvalveiðiráðinu breytti
nokkru um stöðu mála eins og hún
er nú.
-S.Konn.
2000 tonn af hval-
afurðum til í landinu
Tæp 2000 tonn af hvalafurðum
hggja nú í frystigeymslum Hvals hf.
Eru það allar afurðir hvalvertíðar-
innar á þessu ári en lítið sem ekkert
var til frá í fyrra.
Afurðimar skiptast svo að um 1450
tonn eru til af fiystum afurðum, svo
sem kjöti, rengi og spiki, um 250
tonn af lýsi og um 200 tonn af mjöli.
-KÞ
Ferðamenn hafa gjarnan lagf leið sina i hvalstöðina í Hvalfirði til að líta það merkilega fyrirbæri augum
sem sumum þykir hvalskurður vera. Skyldi það vera liðin tíð á íslandi?
Birting skjalanna:
Hefur engin áhrif
á viðræðumar
- segir aðstoðarmaður bandaríska viðskiptaráðherrans
„Ég hef ekki trú á því að það hafi
nein áhrif á viðræðumar hér í næstu
viku þótt íslenski forsætisráðherr-
ann hafi birt þessi skjöl. Þau voru
ekki merkt sem trúnaðarmál," sagði
Dean Swanson, aðstoðarmaður
Malcolm Baldridge, viðskiptaráð-
herra Bandaríkjanna, í samtali við
DV.
Síðdegis í gær bárust Halldóri Ás-
grímssyni skilaboð þess efnis frá
Baldridge að þeir héldu fund um
hvalamálið í næstu viku. Fer Hall-
dór utan á mánudag til þeirra
viðræðna.
- Það hefúr verið fúllyrt í Reuters-
skeytum að þið væruð „reiðir og
slegnir" yfir birtingu þessara skjala.
Eruð þið það?
„Ég veit nú eiginlega ekki hvemig
á að svara þessu. Ég var ekki einn
þeirra embættismanna sem Reuters
vitnaði í. Ef ég hefði verið spurður
hefði ég sýnt meira jafnaðargeð, eins
og mér sýnist menn sýna hér í kring-
um mig.“
- Hefðuð þið sjálfir birt skjöl af
þessu tagi?
„Nei, ekki held ég það.“
- Eru menn bjartsýnir þama í
Washington fyrir viðræðumar?
„Já, ég vona þeir séu það.“
Munuð þið fara þess á leit við
Halldór Ásgrímsson að hann stöðvi
hvalveiðar alveg?
„Ég svara engu um það, enda held
ég að best sé að láta viðræðumar
ganga sinn gang,“ sagði Dean Swan-
son. -KÞ
„Höfmngadrápið er slæml
en hvalveiðamar veiri“
segir Leslie Scheele, talsmaður Greenpeace
„Á þessu ári hafa Bandaríkjamenn
veitt tæplega 17 þúsund höfrunga
sem koma inn í netum túnfiskbát-
anna sem aðallega eru að veiðum á
Karabíska hafinu. Á nokkrum árum
hefur Greenpeace fengið því fram-
gengt að höfrungadrápið hefúr
dregist saman frá því að vera um 300
þúsund dýr á ári og í það að vera
20.500 dýra kvóti á ári. Ég tel víst
að þeir verði búnir með kvótann fyr-
ir árslok og þá munum við í Green-
peace beita okkur fyrir því að
túnfiskverksmiðjunum verði lokað
og veiðar stöðvaðar. Ef það mun
þýða málsókn þá munum við hik-
laust ganga svo langt,“ sagði Leslie
Scheele, talsmaður Greenpeace og
forsvarsmaður baráttunnar gegn
höfrungadrápi Bandaríkjamanna.
„Ástæða þess að við leggjum svo
mikla áherslu á að hvalveiðar við
ísland verði stöðvaðar er að sam-
kvæmt skilgreiningu og samþykkt-
um Alþjóða hvalveiðiráðsins er
hvalurinn í útrýmingarhættu en
höfrungar ekki. Það gerir ekki
minna úr höfrungadrápinu, það er
slæmt, en hvalveiðamar eru verri
og því algjört forgangsverkefrii. Ef
ekkert annað dugir en efnahags-
þvinganir til að stöðva hvalveiðar
við Island þá erum við þeim mjög
fylgjandi og munum leggja mikla
áherslu á að þeim verði framfylgt,"
sagði Scheele. -S.Konn.