Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Blaðsíða 32
44 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986. Sviðsljós Joan Collins á i mesta brasi meö eiginmann- inn Peter Holm. Hann er vitlaus af afbrýðisemi vegna George Hamilton sem leikur aðalhlut- verk á móti Joan í sjónvarps- myndaflokknum Monte Carlo. Peter stendur eins og refsiengill almaettisins yfir leikendunum þegar upptökur á ástarsenum standa yfir og fylgist með hverri hreyfingu. Joan og George eru aldavinir en samt er þessi gamli sjarmur að verða uppgefinn á vinnuaðstöðunni - viðstaddir segja hann hlaupa til hliðar eftir hverja töku og úða i sig gulrót- um og kamillutei til þess að róa taugarnar. „Akkuru hefurðu svona stóran munn, amma?“ Meðfylgjandi mynd gerir hvort tveggja í senn - minnir á háls- bólgu og kvef sem hefur verið að ganga hér á höfuðborgarsvæð- inu að undanförnu en vekur líka gamlar minningar um ógnvekjandi ævintýrasögur, sérstaklega ætlaðar litlum börnum. Rauðhetta er þar efst á blaði. Annars er þetta fjölbragðakappinn Sanan að kvelja og hæða andstæðing sinn fyrir keppni. Sanan starfar í Thailandi og sér- hæfir sig i baráttu við krókódíla sem hafa verið þjálfaðir í fjöl- bragðaglímu. Þess skal getið að ennþá hefur Sanan unnið allar sínar keppnir - krókagreyin falla yfirleitt á rangri tækni. Ölyginn sagði... Taukrílin seldust grimmt hjá hönnuðinum Svövu Guðmundsdóttur. Grjótið hennar Oddnýjarfrá Fáskrúðsfirði vakti mikla athygli vegfarenda. ■» Stefanía af Mónakó talaði í fyrsta skipti opinberlega um dauða móður sinnar í við- tali við franskan blaðamann fyrir skömmu. Hann er persónulegur vinur prinsessunnar og fékk hana til þess að tjá sig um slys- ið og baráttuna fyrir því að ná sér andlega eftir þetta mikla áfall. Meðal annars er hún á leið í dáleiðslumeðferð til þess að reyna að hætta að naga negl- urnar en það hefur verið mikið vandamál síðustu árin. Vsinn í Austurstræti Austurstræti - ys og læti - sagði spekingurinn. í þessari göngugötu höfuðborgarbúa er núna ennþá meiri ys og læti en áður, ekki síst þegar sólin skín. Undanfarna daga hefur veðrið einmitt leikið við vel- flesta landsmenn og fjöldi manna leggur leið sína um göngugötuna dag hvern. Þegar Sviðsljósið heimsótti göngugötuna einn góðviðrisdaginn- var létt yfir mönnum, enda sólskin og blíða. Alþingismenn, ferðaskrif- stofukóngar og skrifstofufólk var þarna, ekki síður en ferðamenn, verslunarfólk og listamenn. Við- skipti af ýmsu tagi með líflegra móti og hún Svava Guðmunds- dóttir seldi taukríli af krafti. „Ég hef gert þessar fígúrur í nokkra mánuði en ekki komið hingað áður,“ sagði Svava. „En salan gengur ágætlega hérna.“ Auðug af grjóti? Umkringd forvitnum áhorfend- um sat Oddný Guðmundsdóttir innan um steina úr holtum og hæð- um austanlands. Ferðamenn sýndu mikinn áhuga en landinn vildi líka vita hvaðan grjótið kæmi og hverr- ar tegundar það væri. „Þetta er líklega fyrsta steinasal- an á torginu sjálfu,“ segir Oddný. „Og túristarnir kaupa aðallega, spyrja um gerðimar og sumir vita jafnvel meira en maður sjálfur. Efnið er mestmegnis frá mínum heimaslóðum - Fáskrúðsfirði - en það er erfitt að safna þessu. Mikill burður og erfiðar göngur og ég verð örugglega ekki rík af þessu.“ Við Djúsbarinn var kvenmaður i sumarkjól að snæða miðdegisverð af góðri lyst. Reyndist vera einn eigenda staðarins Margrét Ponzi - og kom vart upp orði fyrir ánægju með máltíðina. Meðeigandinn, Olga Olgeirsdóttir, sagði þetta enga uppgerð, mikil sala væri í veitingunum, einkum þó ávax- taflippinu sem selst betur en heitar lummur. Og útibúið í Hlaðvarpan- um við Vesturgötuna blómstrar líka. Eftir hádegið fækkar yfirleitt að- eins á torginu en glæðist að mun þegar líður að kaffitímanum. Og um fjögur er líklega fjölmennast enda menn að byrja að streyma frá vinnu. Sú var líka raunin þennan dag, trúðurinn á torginu pakkaði saman og sama gerðu trúboðarnir sem höfðu alllengi boðað fagnaðar- erindið með fjölda áheyrenda. Til hliðar við allan ysinn sátu þeir rólyndustu i bakgarðinum á Hressó, hlustuðu á flugnasuð, fugl- atíst og fjarlægan kliðinn frá göngugötunni, skrifuðu bréf, ræddu saman lágróma mjög - sum- ir nýttu tímann til lestrar. Flestir fundu eitthvað við sitt hæfi á sama blettinum í borgarmiðju og skín- andi sólin hafði mýkjandi áhrif á mannsandann. Hreyfill býður sætaferðir til Keflavíkur Ef þú ert á leið til útlanda er þægilegt að fara fyrsta spölinn í Heyfilsbíl. Hringdu i okkur með góðum fyrirvara og greindu frá áætluðum flugtíma. Við vekjum þig með hressilegri símhringingu, óskir þú þess. 68 55 22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.