Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986. Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Svik í skattamálum Skattgreiðendur hafa verið sviknir. Tekjuskatturinn reynist í ár langt umfram það, sem reiknað hafði verið með. Hið sama gildir um útsvörin. Skattbyrði vex mjög. Þessu veldur einkum, að sú skattvísitala, sem var ákveð- in síðastliðinn vetur, gerir ráð fyrir minni hækkun tekna á síðasta ári en raun varð á. Ríkissjóður fær fyr- ir vikið miklu meiri tekjur í sköttunum og hefur verið talið að þar muni 650 milljónum króna. Skattarnir verða hærri en búizt var við, vegna þess að tekjur manna urðu meiri en ráð var fyrir gert og vegna of lágrar skattvísitölu, sem notuð er við útreikn- ing skatta. Skattbyrðin vegna tekjuskattsins vex þvert ofan í loforð ríkisstjórnarinnar. Það var eitt helzta lof- orð sjálfstæðimanna fyrir síðustu kosningar að afnema í áföngum tekjuskatt á almennar launatekjur. Nokkur skref höfðu verið stigin í þá átt en nú er snúið við. Tekjuskatturinn vex þvert ofan í fyrirheit stjórnvalda við síðustu kjarasamninga. Þá voru nokkrir skattar lækkaðir, einkum tollar á bifreiðum sem frægt er. Ríkis- stjórnin gaf fyrirheit um, að ekki kæmi til skattahækk- ana. Þetta er svikið. Fjármálaráðherra hefur vitað lengi, að skattbyrðin mundi aukast. Það kom fram í áætlun Þjóðhagsstofnun- ar í apríl í vor. Þá var athugað með úrtaki, hvað tekjur hefðu yfirleitt hækkað samkvæmt skattframtali. Þá þegar gat fjármálaráherra séð, að það þýddi hækkun skatta, yrði skattvísitalan höfð óbreytt frá fyrri ákvörð- un. En ekkert var gert. Ráðherra tók feginn við þessum glaðningi í ríkishítina. Hann tók að ákveða, hvernig ofteknir skattar yrðu notaðir. Gunnar G. Schram, þingmaður Sjáfstæðisflokks, lýsti því yfir í DV í fyrradag, að hina ofteknu skatta ætti að endurgreiða. Ekki ætti að leggja á almenning hærri tekjuskatt en fjárlög gerðu ráð fyrir. Þess vegna ætti að lækka tekjuskattinn fram að áramótum um þær 650 milljónir, sem menn væru nú ofkrafðir um á skattseðlum sínum. Þetta hefði fj ármálaráðherra og ríkisstjórn getað ákveðið strax í apríl en gerði ekki. Tillaga Gunnars hefði getað hlotið samþykki á þingflokksfundi sjálfstæð- ismanna, sem stóð á Sauðárkróki í gær og fyrradag. En Gunnar G. Schram var þar kaffærður. Sjálfstæðis- menn sýndu engan lit á að vilja standa við loforð sín. Tækifærin hafa verið mörg til að skila skattgreiðend- um þessari ofsköttun. En ráðamenn vilja ekkert slíkt gera. Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra segir sem svo, að menn fái þetta endurgreitt með launahækkunum og niðurgreiðslum á landbúnaðarvörum. Vissulega hafa sumir hópar fengið hækkun launa umfram febrúarsamninga. Til dæmis gildir það um suma opinbera starfsmenn. Verð á dilkakjöti hefur verið lækkað með niðurgreiðslum. Ætlunin er að auka niður- greiðslur á búvörum. En ekkert af þessu skilar hinum almenna skattgreiðenda því, sem oftekið hefur verið. Hinn almenni launamaður græðir ekki á því, þótt hluti opinberra starfsmanna hafi fengið kauphækkun. Hinn almenni maður etur ekki nóg af dilkakjöti til að hafa •upp á móti ofteknum sköttunum. Halli er á fjárlögum. Landsfeðurnir hirða gróðann af skattahækkuninni, þótt það þýði margföld svik gef- inna loforða. Tekjuskatturinn hefur því verið keyrður upp að nýju, svo bölvaður sem hann er. Haukur Helgason. Rjóma- skreyting á myglað brauð í Morgunblaðinu 17. júní setur Jón Baldvin Hannibalsson loksins fi*am pólitík á þann hátt að nú er ljóst að hann er kominn að niðurstöðu. Já, maður segir niðurstöðu eftir allt það sem hann sagði í fundarherferð sinni á sl. ári. Því hvað var Jón Baldvin að segja þá? Hver á ísland? Þessi spuming glumdi í útvarpi sem upphrópun fúnda Jóns Bald- vins. Tilgangur þessarar spumingar var tvíþættur: annars vegar að höfða til þess að hann Jón Baldvin væri að reyna að rétta hlut þeirra sem ekki telja sig njóta gæða þessa lands og hins vegar að halda því fram að orsakir vandans væru misskipting auðsins í þessu landi. Það mun nokkuð rétt, en þeir sem vom til- greindir sem annars vegar þeir sem nutu arðs og þeir sem vom arðrænd- ir em ekki aðilamir sem valda þessari misskiptingu. Hann var nefnilega að segja að þeir sem nýttu náttúmauðlindir landsins, fyrirtæki og þjónustufyrirtæki því tengd, hefðu arðinn, en þeir sem ynnu við þessa sömu framleiðslu væm arð- rændir. Þetta er hins vegar gamla sósíalistalumman og á ekki við nú- tíma rök að styðjast. Arðræningjarnir Arðræningjamir em hins vegar allt aðrir menn. Það em menn sem ekki einu sinni njóta arðsins eins og ekta bófar, heldur spilla honum út í ekki neitt. Ef hann Hjörleifur hefði tekið sig til fyrsta klukkutím- ann sem hann var ráðherra og hent einum Skoda í sjóinn þá hefði hann gert þjóðinni stórgreiða. Þá hefðu menn séð ruglið og hann hefði farið frá. En hann henti átta þúsund Skodum á sínum ráðherraferli þegar eyðslufjárfestingar em reiknaðar í Skodum, en það lætur nærri að vera einn Skoda á klukkutímann sem Hjörleifur var ráðherra við vinnu. Það hefði verið miklu betra fyrir þjóðina ef Hjörleifúr hefði keypt einn Skoda á kjaft fyrir Dagsbrún og Iðju. Það er í þessu sem arðránið felst en einnig í fleim. Arðránið felst í því að menn sem mæta á morgnana til að afla fjár á sínum vinnustað fá ekki að afla fjár með eðlilegum hætti, semsé með vinnustaðasamn- ingum þar sem menn semja um hve miklum arði fjármagnið skuli skila og hve mikið skuli koma í launa- umslagið. En við þær aðstæður koma menn sér saman um að vera með sem minnsta fjárfestingu og kostnað sem eyðist og reyna að afla fjár í staðinn. Við þær aðstæður nýtist hugvit og atorka allra sem standa í fjáröfluninni og þeir taka meira heim. Þetta eru staðreyndir frá Japan árið 1986 en ekki sósíalist- alummur Jóns Baldvins síðan fyrir aldamót. Frjálst verð á gjaldeyri Frjálst verð á gjaldeyri hefði þýtt að aldrei hefði verið um neinn Sig- túnshóp að ræða. Og lesandinn kann að hvá. En þetta er svo. Málið er þannig vaxið að barátta núverandi ríkisstjómar gegn verðbólgu var ekki barátta gegn verðbólgu. Enn munu menn hvá. Það sem verið var að gera var að redda óreiðumönnum í fjármálum frá álitshnekki. Þríhvá menn? Og verður nú að skýra út. Til er fyrirtæki sem heitir Lands- virkjun. Þetta fyrirtæki skuldaði mest allra skuldara þegar dollar hækkaði og vextir af dollar einnig. KjaUaiiim Þorsteinn Hákonarson i landsnefnd Bandalags jafnaðarmanna naupptöku sem sést af uppboðsaug- lýsingum. Það er semsé stefna núverandi ríkisstjómar að þeir sem settu nöfn sín á bréf eða vom svo vitlausir að reyna að vinna sig út úr vandanum skuli borga alla óreið- una. Þetta mgl kemur fram í því að hjón verða að skilja af efnhagsá- stæðum og húsbóndinn fær sér kryppling og skítug föt þegar von er á uppboðsmönnum og þykist vera róni sem er að ásækja heimilið. Þá kemur félagskerfið til hjálpar, en ef fólk reynir að verða eðlilegt fólk, þá er gengið að því. Jón Baldvin er kominn að niðurstöðu Og það er ljóst að hann þegir um þetta mál, steinheldur kjafti. I því felst svarið við spumingunni hver á ísland. Fimmtánmenningamir í yFimmtánmenningamir í Reykjavík eiga Island.“ Landsvirkjun fór í reynd á hausinn við þetta, en það var til haukur í homi. Með því að hækka verð Landsvirkjunar um 166% og með því að festa gengið gat Landsvirkjun staðið í skilum. Á móti kom að aðrir gátu ekki staðið í skilum. Vanskilamenn En hverjir lentu í vanskilum til þess að Landsvirkjun gæti staðið í skilum? í fyrsta lagi útflutningsat- vinnuvegir. Þeir urðu að framleiða gjaldeyri og fá minna verð fyrir hann en það kostaði að framleiða hann. Munurinn var brúaður með erlend- um lánum. Þar fór fram eignaupptaka hjá fyrirtækjum til að borga pólitíska óreiðufjárfestingu. I öðm lagi þá vom laun lækkuð um 30% í tvíþættum tilgangi, til að stöðva ekki útflutningsatvinnuvegi og til að almenningur keppti ekki við Landsvirkjun um kaup á gjald- eyri. í þriðja lagi eyddist innlent spsudfé vegna laimamissis. Það þýddi að bankamir fóm að versla með er- lent lánsfé og tapa. Það var rétt við með hækkun á vöxtum af svokölluð- um lánskjaravísitölubréfum til að bankamir lentu ekki í frekari van- skilum við Seðlabankann og hús- byggingarsjóð hans. En svipað gilti um iífeyrissjóði. Þessum vanskilum var svo velt yfir á húsbyggjendur og alla þá sem vom í fjárfestingarfasa. Það er orsök myndunar þess hóps sem kallaður er Sigtúnshópurinn. Því er það sagt að ef verð á gjald- eyri hefði verið frjálst, þá hefðu stjómvöld aldrei átt möguleika á að klóra yfir skömmina og aldrei þorað að fjárfesta eins og óábyrgir aðilar. Því er það sagt að ekki var verið að eiga við verðbólgu, heldur verið að redda óreiðuskömm. Framhaldið Framhaldið er svo það að háu vextimir em hafðir áfram á vanskil- um, taxtar lögmanna em fáránlegir miðað við vinnu, enda ætti að lö- gleiða útboð á slíkri rukkun. Þessir vextir og taxtar hafa hækkað mikið í hlutfalli við laun eftir að launþegar gátu ekki sótt tapið með vísitöluixit- um. Þar fer fram áframhald eig- Reykjavík eiga ísland. Og Jón hefur svarið hollustueið við samtryggingu fjórflokksins. Það kemur fram í grein hans í Morgunblaðinu þriðjudaginn 17. júní og form þessa eiðs er ljóst. Það er sama gamla myglaða brauðið með nýrri ijómaskreytingu. Það er áframhald miðstýringar launasamn- inga með nýyrðinu atvinnuvega- samband. Það er áframhald uppboðsmála enda minnist Jón ekki á svoleiðis smáatriði. Það þýðir sömu gengisstefnu og vald til að ráða gengi sem þýðir í reynd að ekki er hugsað um raunverulega valddreif- ingu. Og enn er verið að segja að það eigi að hækka lægstu launin, og þar sem ekki er sagt hvemig þá verður að líta á þetta sem fastan lið eins og venjulega og hreina og klára lygi. Það að taka bónus og gera að taxta er ekki lausn á láglaunum. Jón talar ekki um afriám pólitískrar mið- stýringar á fjármagninu. Hann segir „uppstokkun bankakerfisins" án skýringa. Öflugar stjómsýslueining- ar úti á landi; ekki er sagt að þær verði kosnar. Það er kannske um að ræða útibú úr ráðuneytum til að láta menn á staðnum stjóma lýðnum á sama hátt. Raunveruleikinn Það sem Jón Baldvin er að gera er að biðla til fjölmargra þjóðfélags- hópa um stuðning án þess að lofa neinu. Það er því ljóst að hann stefnir að ríkisstjómarsetu með frjálsar hendur til að semja einn af þessum venjulegu stjómarsáttmál- um sem aldrei sjást fyrir kosningar. Fólkinu í landinu stafar hins vegar mikil hætta af nýju fjárfestingaræv- intýri fimmtánmenninganna, og stafar mikil hætta af ríkisstjóm sem gefúr fólki ekki færi á að vinna fyrir sér. Og það fer ekki milli mála að það eru mennimir sem Jón Baldvin ætlar ekki að hrófla við. Hins vegar er það ljóst af stefnu okkar í BJ þar sem við ætlum að fá frjálst fiskverð, fijálst verð á gjaldeyri, fijálst verð á landbúnaðarafurðum, frelsi til út- flutnings og vinnustaðasamninga að Jón Baldvin kemur ekki í staðinn fyrir það. Þorsteinn Hákonarson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.