Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986. 17 DV Lesendur „lögreglan gengur einum of langt“ 1207-8110 hringdi: Ég var farþegi í leigubíl fyrir stuttu og keyrði leigubíl- stjórinn hægt og varlega allan tímann og fór hann aldrei yfir 50 kílómetra hraða á klukkustund. Á leið okkar keyrði fram úr okkur bíll á ofsahraða og fórum við að tala um að þessi bíll yrði nú örugglega tek- inn því við vissum að lögreglan var í nágrenninu með hraðamælingar. Jú, jú, bíllinn var tekinn, sem ekki var undarlegt því að hann hefur ábyggi- lega farið langt yfir hraðamörkin. Það skrýtna í þessu máli er að þegar leigu- bíllinn kemur að lögreglunni er hann stoppaður, og eins og ég sagði var aldr- ei farið yfir 50 kílómetra. Lögreglan hélt því fram að bíllinn hefði verið á 63 kílómetra hraða, sem bæði ég og leigubílstjórinn vitum að ekki er satt. Hvað í ósköpunum er hægt að gera þegar svona nokkuð kemur fyrir og orð okkar standa gegn orðum lögregl- unnar? Ég get ekki séð að í þessu sé nokkurt réttlæti. .Hvernig stendur á því að lögreglan getur stoppað mann sem ekur á 50 kilómetra hraða á klukkustund?' Of mikill hraði úti á malarvegum veldur grjótkasti sem getur valdið skemmdum á bílum og slysum á fólki. „G og L bílar þurfa að hægja á sér“ Utanbæjarmaður hringdi. í sumar hef ég verið þónokkuð mikið úti á þjóðvegunum og hefur mér al- veg blöskrað hve ekið er hratt og á það sérstaklega við um G og L bíla. Þessir bflar eru yfirleitt á 80-90 kílómetra hraða á klukkustund og finnst mér það alltof mikið. Það sem mér finnst fúrðulegast í þessu máli er að þeir bílar sem eru með tengi- vagna aka engu síður hratt og oft og einatt eru þeir ekki með hlífar sem vama því að grjót þeytist til allra átta. Ég vona að ökumenn bæti sig því þetta er allt of mikið tillitsleysi og vil ég sérstaklega benda á að G og L bílar þurfa að hægja á sér. „Yndislegt að vera ferðalangur á íslandi" J.V. skrifar: Ég var að hlusta á útvarpið og heyrði þar viðtal við þingeysk hjón sem reka gistiþjón- ustu á sumrin og varð þá hugsað til þess þegar við aldraða fólkið á Sel- fossi urðum sams konar þjónustu aðnjótandi í byrjun síðasta mánaðar. Við vorum að koma úr ferðalagi norðan af Ströndum og gistum svo á bæ einum í Króksfirði. Þar eru þrjú íbúðarhús, eitt nýtt, þar sem fjölskyldan býr, og tvö eldri sem leigð eru út sem svefnstaðir fyrir ferðafólk. Við vorum rúmlega þrjátíu í hópn- um og útkeyrð eftir daginn með galtóman belginn. En þama fengum við sannkallaðan hátíðarmat og vel útilátinn. Okkur var tekið af hlýju og alúð og fengum við meira að segja að horfa á sjónvarpið inni hjá fjöl- skyldunni um kvöldið. Morgimverð og kaffi á brúsana okkar fengum við síðan daginn eftir. Ef bændaþjónustan er vfða þessu lík, þá hlýtur að vera yndislegt að vera ferðalangur á íslandi. „Fiéttaflutn- ingur af skom- um skammti" Jóakim Eliasson hringdi: Ég er Almenningur veit lítið um þessi mjög óánægður með hvað fjölmiðlar mál og vita fáir við hverju má bú- yfirhöfuð hafa lítið beitt sér í að ast. Það þarf að upplýsa almenning, skýra frá þróun mála í sambandi við við viljum vita hvemig málin standa. nýja fjölmiðla sem em á leiðinni og Ég vona sannarlega að orð mín verði á ég þá sérstaklega við sjónvarpsrás- tekin til greina. ina sem koma á í haust. Hver kannast við málið? Anna K. Guðmundsdóttir skrif- ar: Um mánaðamótin apríl/maí varð ég fyrir því óláni að senda tvær filmur i framköllun til Framköllunar á stund- inni í Austurstræti en fékk síðan bara aðra senda til baka. Eftir að hafa haft samband við þau nokkrum sinnum var mér sagt að sennilega væri filman mín fundin. Kona hringdi og sagðist hafa fengið myndir eftir tveimur filmum sendar en sagðist aðeins eiga aðra fil- muna. Þau gleymdu að fá nafii eða heimilisfang konunnar en báðu hana að senda þetta til baka. Það virðist hins vegar hafa farist fyrir því ekki em myndimar komnar enn. Ef einhver les þetta, sem kannast við málið, þá vinsamlegast hafið sam- band við framköllunina svo hægt verði að komast til botns í málinu. Það er nefnilega dálítið sárt að tapa myndum. l mmm I AiCAHLUTIR OPIÐ A MORGUN LAUGARDAG KL. 9-2 VARAHLUTAVERSLUNIN 0 3 7 2 7 3 SMÁ AUGLÝSING í DV GETUR LEYST VANDANN. Smáauglýsingadeild EUROCAPD — sími 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.