Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986. 47 . ________________________Útvaip - Sjónvarp Föstudagsmyndin: Staðgengill Picones Föstudagsmyndin er ítölsk að þessu sinni og gerist í borginni Napólí. Hún segir frá manni að nafni Picone sem sviptir sig lífi á hroðalegan hátt þegar honum er sagt upp í verksmiðjunni þar sem hann vinnur. Þegar ekkjan fær fréttir af atburðinum fer hún á stúfana að leita að líki manns síns. Hún þræðir líkhús borgarinnar en árangurslaust. Líkið erhorfið. Ekkjan felur þá manntetri nokkru að hafa uppi á líkinu en sá kemst á snoðir um ýmislegt dularfullt á slóð Picones. Hann fær sér meðal annars vinnu í verksmiðjunni þar sem Picone vann og kemst að því að Picone lifði tvö- fóldu lífi. Myndin er á léttari nótunum, full af ítalskri fyndni. Aðalhlutverk eru í höndum Giancarlo Giannini og Linu Sastri en leikstjóri er Nanni Loy. Giancarlo Giannini leikur aðalhlutverkið í föstudagsmyndinni sem gerist í Napólí á Italíu. Útvarp, rás 1, kl. 19.50: John Nettles leikur aöalhlutverkið í þáttunum um lögreglumanninn Bergerac. Spjall um nátt- úrufræði Á fóstudagskvöldum verður á næst- unni tíu mínútna spjall um náttúru- fræði ýmisleg en það er hópur áhugamanna um byggingu náttúru- fræðihúss sem sér urn þáttinn. Þeir hugsa sér að bjóða þjónustu sína og leiðbeina fólki sem áhuga hefur á að skoða náttúruna og langar til að mynda að una sér í faðmi hennar nú "m bplfnnn. Margt er að skoða og gagnlegt getur verið að fá góðar ábendingar um það sem fyrir skilningarvitin ber. Næsta föstudag mun Þorvaldur Öm Ámason sjá um spjallið við hlustendur og veit- ir þá ýmsar ábendingar og fróðleik. Vissuð þið til dæmis að mosinn dregur ekki næringu sína úr jarðvegi heldur lofti? Sjónvarp kl.20.55: Ævintýri Bergeracs Nú hafa sennilega margir gert upp hug sinn um það hvort þéir ætli að fylgjast með nýja sakamálaþættinum Bergerac. Margir em hriftiir af þessum þáttum enda em þeir ágætlega spenn- andi. Eina vandamálið er að bera rétt fram nafn þáttanna en það er nær ógemingur venjulegu fólki. Hvað gerist á Ermarsundseyjum í kvöld er ekki gott að segja en hver þáttur er sjálfstæð saga og þarf því ekki að sitja við tækið á hverju föstu- dagskvöldi til að vera með á nótunum. Bergerac rannsóknarlögga er harður í hom að taka enda mætir hann ósvífnum bófum í hveijum þætti. verftur fluttur í útvarpi á næstu föstudaqskvöldi Veðrið í dag verður hægviðri eða norðan- gola á landinu. Skúrir verða síðdegis á Suður- og Suðausturlandi en þurrt í öðrum landshlutum. Við norður- og austurströndina verður skýjað en létt- skýjað vestanlands og í innsveitum fyrir norðan og austan. Hiti verður allt að 14 stigum á Suðurlandi en 7-11 stig annars staðar. Akureyri skýjað 6 Egilsstaðir skýjað 4 Galtarviti skýjað 6 Hjarðames skýjað 3 Keflavíkurflugvöllur skýjað 7 Kirkjubæjarklaustur úrk. í gr. 7 Raufarhöfn alskýjað 5 Reykjavík skýjað 8 Sauðárkrókur alskýjað 5 Vestmannaeyjar úrk. í gr. 10 Útlönd kl. 6 í morgun: Bergen skúrir 12 Helsinki léttskýjað 18 Kaupmannahöfn skýjað 17 Osló skýjað 15 Stokkhólmur skýjað 17 Þórshöfn alskýjað 9 Útlönd kl. 18 í gær: Algarve heiðskírt 19 Amsterdam léttskýjað 15 Barcelona þokumóða 20 (CostaBrava) Berlín rigning á 19 síðustu klst. Chicago heiðskýrt 19 Frankfurt skýjað 16 Glasgow skýjað 11 London léttskýjað 11 Los Angeles þoka 15 Lúxemborg skýjað 13 Madrid hálfskýjað 16 Malaga heiðskírt 28 (Costa Del Sol) Mallorca þokumóða 23 (Ibiza) Montreal alskýjað 15 New York þokumóða 20 Nuuk skýjað 6 París skýjað 15 Vín skýjað 20 Winnipeg heiðskírt 14 Valencia mistur 24 (Benidorm) Gengið Gengisskráning nr. 143 - 1986 kl. 09.15 1. ógúst Eining kl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 40,710 40,830 41,220 Pund 60,678 60,857 60,676 Kan. dollar 29,499 29,586 29,719 Dönsk kr. 5,1654 5,1807 5,1347 Norsk kr. 5,5017 5,5179 5,4978 Sænsk kr. 5,8428 5,8601 5,8356 Fi. mark 8,1608 8,1848 8,1254 Fra. franki 5,9929 6,0106 5,9709 Belg. franki 0,9407 0,9434 0,9351 Sviss. franki 24,2929 24,3645 23,9373 Holl. gyllini 17,2866 17,3376 17,1265 Vþ. mark 19,4831 19,5406 19,3023 ít. líra 0,02836 0,02844 0,02812 Austurr. sch. 2,7699 2,7780 2,7434 Port. escudo 0,2779 0,2787 0,2776 Spá. peseti 0,3004 0,3013 0,3008 Japansktyen 0,26427 0,26504 0,26280 írskt pund 57,605 57,774 57,337 SDR 49,0750 49,2194 48,9973 ECU 41,1721 41,2934 40,9005 Símsvari vegna gengisskráningar 22190 MINNISBLAÐ Muna eftir að fá mer eintak af r JUrval -tf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.