Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Blaðsíða 8
8 FÖSTXJDAGUR 1. ÁGÚST 1986. Uflönd Kínversk skólabörn skipuleggja Afríkuhjálp Yfir tíu þúsund skólaböm í Shanghai, fjölmennustu borg Kínverska alþýðulýðveldisins, tóku saman höndum og myn- duðu 15 kílómetra langa keðju skólabama í gær og vildu með uppátækinu minna á örbirgð sveltandi meðbræðra sinna á þurrkasvæðum Afríku að því er kínverska fréttastofan segir frá í morgun. Að sögn fréttastofúnnar em bömin meðlimir í hjálparsam- tökum ungra Kínverja er safhað hafa fé til þjálparstarfs á þurrka- svæðum Afríku. Kínverska fréttastofan sagði ennfremur að kínversk yfirvöld heíðu nýverið sent 50 tonn af skordýraeitri, að verðmæti yfir 20 milljóna íslenskra króna, til svæða í Afríku er orðið hafa illa úti af völdum mikillar engi- sprettuplágu er gengið hefur yfir álfúna undanfamar vikur, þeirri verstu í hálfa öld. Kortesalmi formaður þing- flokks Lands- byggðar- flokksins í Finnlandi Guðnm R Sgurðard., DV, Helsinld; Þingflokkur Flokks lands- byggðarinnar hefúr kosið þingmanninn Juhani Kortesalmi formann þingflokksins eftir að Veikko Vennamo, þingmaður flokksins og fyrrum formaður þingflokksins, sagði af sér. Kortesalme hefúr setið á finnska þjóðþinginu fyrir flokk sinn síðan árið 1970. Hann er talinn mjög flokks- hollur en standa þó nærri Veikko Vennamo í stjómmálum. Kortesalme situr í flokksstjóm með syni Veikko Vennamo, Pekka Vennamo, formanni flokksins. Stöðu varaformanns þing- flokksins skipar svo nýr maður sem sagt er að standi Pekka Vennamo nærri. Aðdragandi kosningar hins nýja formanns þingflokksins er sá að Pekka Vennamo lýsti því yfir fyrir nokkrum vikum að flokkurinn væri klofinn í tvær fylkingar er lytu hvor sínum for- ystumanninum. Önnur föður hans, Veikko Vennamo, og hin honum sjálfúm. Við þetta myndi hann, sem for- maður flokksins, ekki una og því væri komið að uppgjöri. Pekka Vennamo hefur ekki enn tjáð sig um hina nýju kosn- ingu og telja fréttaskýrendur að uppgjörinu innan Flokks lands- byggðarinnar verði ekki endan- lega lokið fyrr en á þingi flokksins er haldið verður á hausti komanda. Umsjón: Hannes Heimisson og Ólafur Amarson Carisson hlaut dýrmætan stuðning á elleftu stundu: Verkalýðshreyfingin styður Ingvar Carlsson Alvariegur klofningur á meðal sænskra jafhaðarmanna Gunnlaugur A. Jónssan, DV, Lundi; Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hlaut í gær dýrmætan stuðning tveggja manna við stefiiu sína gagnvart Suður-Afríku, þeirra Stig Malms, formanns launþegasam- takanna, og Pierre Schori, ráðuneyt- isstjóra í utanríkisráðuneytinu. Sakaður um svik við stefnu Palmes Carlsson hefur undanfama daga sætt sívaxandi gagnrýni fyrir að fara ekki að fordæmi Dana og Norð- manna og boða viðskiptabann á Suður-Afríku og hefur mörgum blöskrað gagnrýnin þar sem forsæt- isráðherrann hefur verið kallaður hugleysingi og sakaður um að svíkja stefnu Olofe Palme. Hefur gagnrýnin ekki síst komið frá flokksbræðrum Carlssons sem margir telja að sænskir jafnaðar- menn séu búnir að missa það for- ystuhlutverk er þeir hafa haft um árabil í gagnrýninni á stjóm Suður- Afríku. Fjöbniðlar höfðu boðað að Stig Malm, formaður sænsku launþega- samtakanna, sem jafriframt er einn af áhrifamestu mönnum Jafnaðr- mannaflokksins, myndi tala gegn stefnu stjómarinnar og það þýddi að Carlsson yrði að gefa eftir og breyta um stefnu. En þegar til kom gerði Malm þveröfugt við það sem búist hafði verið við og lýsti yfir stuðningi við Carlsson og ríkisstjóm hans. „Það rétta er að gera alveg eins og ríkisstjómin leggur til, það er að berjast af einurð fyrir viðskipta- banni á Suður-Afríku innan Samein- uðu þjóðanna," sagði Malm en hann bætti því við að ef það tækist ekki fljótt ættu Svíar að setja viðskipta- bann . Malm sagðist spá því að slíku við- skiptabanni yrði komið á fyrir áramót. „Langtímastarf jafnaðar- manna ber árangur“ Pierre Schori ráðuneytisstjóri skrifaði og grein í Aftonbladet í gær þar sem hann skýrði afetöðu ríkis- stjómarinnar og sagði að ekkert hefði breyst i stefnu hennar. „Lang- tímastarf jafnaðarmanna í þá vem Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Sviþjóðar, hefur sætt mikilli gagn- rýni eigin flokksmanna að undan- fömu fyrir stefnu rikisstjórnarinnar gagnvart Suður-Afríku. að brjóta kynþáttaaðskilnaðarstefiiu stjómar Suður-Afríku á bak aftur mun bera árangur innan skamms," skrifaði Schori er var hægri hönd Olofs Palme og raddir höfðu heyrst um að hann væri andsnúinn stefnu Carlssons. Stuðningur hans er því mjög mikil- vægur fyrir Carlsson er nú gengur í gegnum sína fyrstu eldskím eftir að hann tók við embætti. Það er engu að síður ljóst að alvar- legur klofningur er nú i sænska Jafnaðarmannaflokknum í þessu máli og flestar stofnanir flokksins, svo sem ungliðahreyfingin og kvennahreyfingin, hafa lýst yfir and- stöðu við stefnu stjómarinnar. 1 leiðurum margra sænskra dag- blaða í morgun er sú skoðun látin í ljós að stuðningur Malms hafi bjarg- að Carlsson frá alvarlegu áfalli og veitt honum frest til að sýna fram á árangur af stefiiu sinni. Carlsson hefúr ekki viljað ræða við fjölmiðla undanfama daga en stefiia hans er sú að það sé dýrmætt fyrir lítið ríki eins og Svíþjóð að virða alþjóða viðskiptasamninga (GATT) og þess vegna sé nauðsyn- legt að reyna fyrst til þrautar að ná árangri eftir öðrum leiðum áður en slíkir samningar em brotnir. Bandarikjaþing: Ágreiningur í öldungadeild um skipun William Rehnquist Halldór Valdimarsscm, DV, DaEas: Öldungadeild Bandaríkjaþings hef- ur að undanfömu yfirheyrt William Rehnquist hæstaréttardómara er Re- agan Bandaríkjaforseti hefúr útnefnt til embættis forseta hæstaréttar. Öldungadeild þingsins verður að leggja blessun sína yfir þá útnefningu áður en Rehnquist getur tekið við embætti. Rehnquist á sér marga andmælendur meðal þingmanna, einkum meðal demókrata. Telja þeir hann of íhalds- saman til að gegna embætti forseta hæstaréttar. Benda á að hann hafi alltaf túlkað ákvæði um réttindi minnihlutahópa, til dæmis réttindi kvenna og blökkumanná, mun þrengra en flestir aðrir bandarískir hæstaréttardómarar. Hafa þeir lagt fram vitnaframburð er bendir til þess að Rehnquist sé jafii- vel fylgjandi kynþáttamisrétti. Fylgismenn Rehnquist benda hins- vegar á 15 ára feril hans sem hæsta- réttardómara og segja að hann hafi sannað þar að hann fylgi stjómarskrá og lagaákvæðum í einu og öllu. Telja þeir andstæðinga dómarans vera að draga fram gamla og löngu dauða drauga frá þeim tímum er kyn- þáttamisréttið vai- talið sjálfeagður hlutur í Bandaríkjunum og jafnrétti kvenna ekki einu sinni orðinn draum- ur. Talið er víst að öldungadeildin muni samþykkja tilnefrúngu Rehnquist þeg- ar upp verður staðið. Til þessa dags hefur deildin hafnað um fimmtungi þeirra er forsetar Bandaríkjanna hafa tilnefnt hæsta- réttardómara. Uppreisnarmenn sverja Aquino hollustueiða. Lengst til vinstri á myndinni sjáum við Luther Custodio yfirhershöfðingja, er nefndur hefur verið meðal þeirra er stóðu á bak við morðið á stjórnarandstæðingnum Begnino Aqu- ino, á Manilaflugvelli í ágúst 1983. Aquino svamir hollustueiðar Uppreisnarmönnunum innan hers Fihppseyja, er tóku þátt í misheppn- uðu andófi gegn ríkisstjóm Corazon Aquino, forseta landsins, þann 6. til 8. júlí síðastliðinn, hefur nú verið veitt sakaruppgjöf og þeir teknir með pompi og prakt inn í þer landsins á ríýjan leik. Sakaruppgjöfin öðlaðist þó ekki fullt gildi fyrr en hermennimir og yfirmenn þeirra höfðu á formlegan hátt verið látnir sverja ríkisstjóm Aquino holl- ustueiða. Aðalforsprakka uppreisnarinnar, Arturo Tolentino, varaforsetaefni Markosar fyrrum forseta í kosningun- um síðastliðinn vetur, hefur hins vegar ekki verið veitt sakaruppgjöf og er þess nú beðið að réttað verði í máli hans. *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.