Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986. 33 ' Boðið til búðar Eiríks rauða við Eiríks- vog í Öxney Vélbáturinn Margrét frá Stykkishólmi tekur fólk í ógleymanlega siglingu. Þegar ekið er um norðanvert Snæfells- nes, innanvert, sjást margar misjafh- lega stórar eyjar úti fyrir ströndinni. Það grípur marga sú löngun að kom- ast út í einhveija af þessum eyjum en helsti vandinn fyrir utan tímaskort, þegar ekið er með hraði eftir þjóðveg- unum, er hvemig á að komast. í Stykkishólmi hefur slík þjónusta verið á annað ár. Fréttaritari DV í Stykkishólmi fór á dögunum i afar eftirminnilega og skemmtilega eyjaferð með mb Margr- éti en hraðbáturinn er eign Bátaleig- unnar Margrétar í Stykkishólmi. Siglt var að fjölda eyja og gafst okk- ur tækifæri til að skoða til dæmis fuglabjarg svo nálægt að næstum var hægt að ná til bjargfuglanna. Einnig sá maður jarðsöguleg náttúrufyrir- bæri sem maður hefði aldrei látið sér detta í hug að væru til. í einni eyj- unni sáum við stuðlaberg sem hafði svignað um 90 gráður þannig að við sjávarflötinn var það lóðrétt en var orðið lárétt þegar það endaði. Það er alveg óbrotið. Þá sáum við ýmis nátt- úrufyrirbæri sem em algeng við sjávarsíðuna, t.d. sundurskomar eyjar eftir strauma, skessukatlá og fleira sem landkrabbar eiga erfitt með að ímynda sér. Alltaf er gaman að komast í land í einhverri eyju og upp á það var boðið. Farið var í land i Öxney við Eiríks- vog. Eiríksvogur er kjörið skipalægi frá náttúmnnar hendi. Þama er skjól vegna nærliggjahdi eyja þannig að ekki nær að myndast hafalda. Ferða- mannahópurinn, sem fréttaritari fór með, fór upp að tóftum í eynni og hlýddi þar á skemmtilegan fyrirlestur um Eirík rauða, fjölskyldu hans og í stuttu máli ástæðumar fyrir siglingu Eiríks sem leiddi til þess að Grænland fannst. Það var eins og maður upplifði söguna aftur. Með í þessari ferð var sómakonan Guðrún Jónasdóttir, sem kennir sig við Galtarey. Hún bauð okkur öllum í land í Galtarey og þar sáum við það skrautlegasta sumarhús sem við höfum séð fram að þessu. Veggir hússins vom þaktir skeljum lífvera sem og gróðri, bæði úr sjó og úr eyjunni. Þama þáðum við hinar höfðinglegustu veitingar. Ekki er hægt að skilja við þessa frá- sögn án þess að reyna að lýsa öllum þeim miklu straumum sem myndast milli eyjanna og hafa nálgast það að verða persónur í hugum þeirra sem um þá hafa farið. Þama skynjar mað- ur hve náttúran hefur verið og er sterkur þáttur í lífi þess fólks sem þama starfar og raunar allra sem starfa við slíkar aðstæður. Mér em sérstaklega minnisstæðir sraumar eins og sá sem farið er um þegar írska leið- in er farin. Þama var um 12 mílna ferð á sjónum, en það vildi til að bátur- inn gengur 30 mílur. Þessa leið fóm menn í kaupstað og létu strauminn bera sig og þá sættu menn að sjálf- sögðu sjávarföllum. Fleiri straumar vom á vegi okkar. Þar má nefna strauma eins og Hjalseying, Geiteying og Kolkisting. Allir vom rólegir í þess- um straumum því það var auðfúndið að skipstjórinn, Einar Bjamason, var búinn að fara þessar leiðir oft áður og gjörþekkti kringumstæður. Leiðsögumaður í ferðinni var Bára Jónsdóttir. Hún færði líf í eyjamar með frásögnum sínum og gaf ferðinni enn meira gildi með leiðsögn sinni. Róbert Jörgensen, Stykkishólmi. Sumarhúsið í Galtarey er glæsilegra en orð fá lýst. DV-mynd Róbert Jörgensen Séð yfir nokkrar Breiðafjarðareyjar. í Shellstöðinni á Egilsstöðum er boðið upp á fjölbreytta þjónustu. Shellstöðin á Egilsstöðum: Huggulegur áningarstaður Anna Ingólfedóttir, DV, Egilsstöðum. Nýlega vom stækkuð húsakynni Shellstöðvarinnar á Egilsstöðum. Er það viðbótarálma, gerð úr gleri og plexigleri. Rúmar þessi nýja viðbót 30 manns í sæti en innri salur rúmar 20 manns. Auk þess er hægt að snæða undir berum himni ef veður leyfir. 1 Shellstöðinni er á boðstólum fullkominn matseðill með hinum ýmsu fisk- og kjötréttum ásamt hin- um vinsælu Chick King kjúklinga- bitum, Tommahamborgurum og pítum. Mikil umferð hefur verið um Egilsstaði það sem af er sumri og margir hafa litið inn á Shellstöðinni enda fást þar allar helstu ferðavör- ur. Það er óhætt að segja að Shell- stöðin á Egilsstöðum sé einn betri áningarstaða á Austurlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.