Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986. 45* DV Sviðsljós Margrét Ponzi hafði ágæta lyst á veitingunum á Djúsbarnum. Að húsabaki ríkti friður og ró - garðskálagestir á Hressó. ✓ Viðleitni manna til þess að verða sér úti um líf og lit í tilveruna verður með ýmsum hætti og sama aðferðin hentar greinilega ekki öllum jafnvel. Þessi mynd er ekki tekin á Skagaströnd, ekki í Ameríku og ekki á Tálknafirði heldur í Melbourne í Ástralíu. Við vonum að kábojan- um hafi ekki leiðst neitt tiltakanlega þennan sunnudagseftirmiðdag og fengið gott kikk út úr bramboltinu. Ólyginn sagði... Loretta Swit, sem margir muna eftir úr MASH þáttunum, leikur nú á Broad- way. Hún er í aðalhlutverki Leyndardómsins um Edwin Drood - tekur við því af okkar góða gesti Cleo Laine. Og gefur Cleo ekkert eftir í hljóðunum. Warren Beatty þolir ekki grafískar kynlífssenur - einkum ef hann sjálfur er þar i aðalhlutverki. Flestar þeirra segir hann ekki eiga við nein rök að styðjast. Þessa dagana er Warren bókstaflega óður og er kominn á bólakaf í málaferli vegna bókar um hann sjálfan. Nafn bókarinnar ... Amerikan bjútí - hvað annað? Rod Stewart C er væntanlegur til Svíþjóðar innan skamms og hlakka Svíarnir mjög til að fá þennan fyrrum tengdason sinn i heim- sókn. Hann var giftur Britt Ekland og hefur sagt það oftar en einu sinni að hann sjái mikið eftir að hafa ekki reynt að halda sér á mottunni í því hjóna- bandi. „Britt var einfaldlega of góð fyrir mig, enda er hún stór- kostlegasta kona sem ég hef kynnst." Svo mörg voru þau orð og Sviarnir eru alsælir með hreinskilni stjörnunnar. Muhammed Ali Bráðin vannst á berserksbaríton Sextettinn á meöfylgjandi mynd þandi raddböndin hressilega á Grandanum sólardag einn i síðustu viku. Þeir félagar lögðu undir sig götuna um stund og hver einasta fuglaópera hefði mátt teljast fullsæmd af kröftugum tónflutningnum. Yrkisefnið og þungamiðja leiksins var karfi sem fallið hafði af vörubils- palli og sá sem siðan hélt hlutnum óskiptum er mávurinn sem sendir siðustu tónana beint á hræið. Hann var sá sterkasti að þessu slnni - og bráöin vannst á berserksbaríton. DV-mynd S neitaði að spenna á sig beltið í flugi milli New York og London. „Stálkarlar þurfa engin öryggis- belti," sagði boxarinn digur- barkalega viðflugfreyjuna. „Þeir þurfa þá væntanlega ekki flug- vél heldur," svaraði hún þurr- lega. Ekki orð meira og Ali sat jafntryggilega reyrðgr niður og aðrir farþegar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.