Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986. Fréttir Hvað segja skattakóngamir? Það hefur ekki farið fram hjá nein- um að skattamir hafa verið opin- beraðir. DV sló á þráðinn til þeirra sem oft eru nefndir skattakóngar. Það get- ur verið vafasamur heiður að fá þennan titil. Þessir kóngar bera sig þó vel og skatturinn virðist ekki hafa komið neinum þeirra á óvart. Kristmann Karísson, Vestmannaeyjum: „Engin vandkvæði að greiða þettau „Það verða engin vandkvæði að greiða þetta. Þetta er í samræmi við það sem ég bjóst við,“ sagði Kristmann Karlsson, heildsali í Vestmannaeyjum. Hann er í öðru sæti einstaklinga sem bera hæstu gjöldin og á að greiða 1,4 milljónir króna. Hann flytur inn sælgæti og er einnig umboðsmaður fyrir íslensku sælgætis- fyrirtækin í Eyjum. „Það er yfirdrifið að gera héma hjá mér. Þessi skattur kemur mér ekki á óvart því ég hef verið ofarlega undan- farin ár,“ sagði Kristmann, sem greinilega var kominn í þjóðhátíðar- skap. -APH ísleifur Halldórsson, Suðuriandi: „Þetta er alveg rétt útreiknað‘T „Það er ekkert óeðlilegt við þetta og alveg rétt útreiknað," sagði Isleifur Halldórsson, héraðslæknir á Hvol- svelli. Hann erhæsti skattgreiðandinn á Suðurlandi og á að greiða 1,6 millj- ónir króna í opinber gjöld. • „Skýringin á þessu er sú að ég hef haft með höndum lyfsöluna hér síð- ustu 20 árin. Frá síðustu áramótum var gerð breyting á þessari tilhögun og lyfsalan er ekki lengur í höndum héraðslæknis," sagði ísleifúr. -APH Oddur C. Hiorarensen, Norðuriandi eystra: „Kemur mér ekki á óvart“ „Það var búið að reikna þetta allt fyrir mig fyrirfram svo þetta kemur mér ekki á óvart,“ sagði Oddur C. Thorarensen, lyfsali á Ákureyri, sem er gert að greiða rúmar tvær milljónir króna í gjöld. Oddur sagði að inni í þessum gjöld- um væri starfeemi apóteksins og einnig tekjur af leigu á húsnæði undir heilsugæslustöðina. „Ég hef oft áður verið í efetu sætum á þessum lista og mun greiða þetta með glöðu geði,“ sagði Oddur. -APH Guðleifur Svanbevgsson, Norðurlandi vestra: „Bregður við stórar tölur“ bakarí sitt í fyrra. Hann var spurður hvort hann gæti greitt þessar tæpu 1,2 milljónir króna sem honum er gert að greiða í gjöld. „Ég reikna nú með því að það gangi. Þeir hjá KEA gera nokkuð gott við mig hér og ég get ekki kvartað yfir því,“ sagði Guðleifur. -APH „Þessi skattur kemur til vegna þess að ég seldi fyrirtæki mitt á síðasta ári og er að greiða skatt vegna söluhagn- aðar. Þetta kemur mér ekki svo mikið á óvart en því er ekki að leyna að manni bregður við stórar tölur,“ sagði Guðleifur Svanbergsson, kaupfélags- stjóri KEA á Siglufirði. Guðleifru- er bakarameistari og seldi Soffanías Cecilsson, Vesturiandi: „Borga með glöðu geði“ „Ég er búinn að vera hæsti skatt- greiðandinn frá því að ég man eftir mér í þessari sveit," sagði Soffanías Cecilsson, fiskframleiðandi á Grund- arfirði, sem á að greiða tæpar 2,4 milljónir króna í gjöld. Hann sagði að þessi upphæð kæmi aðallega af eignaskatti og aðstöðu- gjaldinu. Hins vegar hefði skattskýrsl- an hans borist skattyfirvöldum of seint þannig að tekjuskatturinn væri áætl- aður of lágur. „Þetta á því eftir að hækka nokkuð. Reyndar sækist ég ekki sérstaklega eftir leiðréttingu en ég veit að þetta verður leiðrétt. Ég er ekki ósáttur við þetta og mun borga þessi gjöld með glöðu geði,“ sagði Soffanías. -APH Jón Friðgeir Einarsson, Vestfjörðum: „Hef lengi verið hæstur“ „Þetta kemur mér nú ekki mikið á óvart. Ég hef lengi verið meðal þeirra hæstu hér um slóðir," sagði Jón Frið- geir Einarsson, byggingarmeistari í Bolungarvík, sem er hæsti skattgreið- andi á Vestfjörðum og á að greiða í gjöld rúmlega 1,4 milljónir. Hann rek- ur m.a. byggingarfyrirtæki og bygg- ingarvöruverslun og er einnig sonur Einars Guðfinnssonar, sem oft var nefndur faðir Bolungarvíkur. Jón sagði að reyndar hefði verið samdráttur í byggingarframkvæmdum undanfarin ár. Nú væru horfúmar hins vegar mjög góðar. „Það þýðir ekkert að vera að barma sér yfir þessu. Það er nóg að gera og mig vantar menn í vinnu,“ sagði Jón Friðgeir. -APH Svartur stór og sterkur ÞJÓÐÞRIFARÁÐ FRÁ PLASTPRENT SVÖRTU - STÓRU sorpsekkirnir frá Plastprent nýtast þér á marga vegu, á heimilinu, í garöinum, sumarbústaðnum, ferðalaginu. Svörtu plastpokarnir frá Plastprent eru sannkallað þjóðþrifaráð þegar taka þarf til hendinni og sópa út úr hornunum. Fást í öllum matvöruverslunum, byggingavöru- verslunum og á bensínstöðvum um allt land. Einfalt og þægilegt statíf fyrir þá sem nota mikið af þeim STÓRA frá Plastprent. Brautryöjandi á sviöi pökkunar Plastprent hf. Höföabakka 9, sími 685600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.