Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986. 13 Neytendur Appelsínugóðgæti 'A appelsína, 'A banani, 4 blá vínber, 8 smarties pillur, þeyttur rjómi. Skiptið appelsínunni í tvennt og skafið innan úr hvorum helmingi fyrir sig. Skerið appelsínukjötið í litla bita, skerið bananann í þunnar sneiðar og berin í tvennt. Blandið ávöxtunum saman og látáð í appelsínuhelmingana og skreytið með þeyttum rjóma og mislitum smartiestöflum. Villur í verðkönnun á kjöti Smávægileg mistök urðu í verð- könnun á kjöti sem birt var í miðviku- dagsblaðinu. Þar var Kjöti og fiski eignað lægsta verðið á framhryggjar- sneiðum, sem var 299 kr., en það var hins vegar Kjörbúðin Laugarás sem átti það verð. Þessar sneiðar kosta 389 kr. í Kjöti og fiski. Þá varð prentvilla í verði á hrygg í heilu hjá matvöruversluninni Gríms- bæ. í könnuninni stóð að hryggurinn kostaði 376 kr., en rétt verð er hins vegar 276 kr. Við biðjumst velvirðingar. -A.BJ. Kransæðastffla fyrir fertugt í nýjasta hefti Heilbrigðismála, sem Krabbameinsfélag íslands, gefur út rákumst við á athyglisverða klausu um könnun sem gerð hefur verið á þeim sem fengu bráða kransæðasíflu hér á landi á árunum 1980 til 1984 og voru fertugir eða yngri. Könnun þessa gerðu læknamir Axel Finnur Sigurðs- son, Gestur Þorgeirsson og Guðmund- ur Þorgeirsson. Könnunin náði til 36 karla og 2 kvenna. Alls létust níu. Af þeim 29 sjúklingum, sem lögðust inn á sjúkrahús, reyktu allir nema einn. Einnig kom fram að kransæðastífla væri geyislegt áfall fyrir unga menn og þeir virtust ekki átta sig á því hve reykingar væm ríkur áhættuþáttur hjartasjúkdóma. -Ró.G. ALLT FYRIR ÚTIGRILUÐ Á MARKAÐSVERÐI * Opið til kl. 20 kvöld Munið barnagæsluna á annarri hæð. Opið kl. 14-20. Matvörumarkaður 1. hæð - Rafdeild 2. hæð Húsgagnadeild 2. og 3. hæð - Gjafa- og búsáhaldadeild 2. hæð - Ritfangadeild 2. hæð - Munið JL-grillið Sérverslanir í JL-portinu VfSA JIS KOHT Jli A A A A A A Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 i liii na___________________________ MUItrÍUUUUijtfl Klkln Sími 10600 Sumaigóðgæti á langri helgi KTii Tnr í TiInnn ],., 11r, r\rr 11 'i rtr r-:.—'N Pl.rcA anl.A rtrr fío.lmíriA lriomnl. Nú fer í hönd löng helgi og þá er gott að eiga hugmyndir að sumarlegu góðgæti á takteinum. Við rákumst á þessar í norsku blaði. Appelsínusalat 2 appelsínur, 1/2 tsk. kanell, 1 tsk. sykur, súkkulaði til skrauts. Flysjið appelsínumar og skerið í þunnar sneiðar. Raðið þeim á fat og stráið sykrinum yfir (einnig má nota gervisætuefrii, eða sleppa því alveg) og kanelnum. Látið bíða smástund í kæliskápnum. Skreytið með súkku- laðibitum. Flysjið eplið og fiarlægið kjamahú- sið, án þess að taka eplið í sundur. Látið hunangið, smjörið og kanelinn í gatið sem myndast. Bakið eplið í ofrii, ca 275 gráðu heitum í 10 mín. Látið það kólna áður en möndlunum er stungið í það á víð og dreif. Gott er að hafa annaðhvort mjúkan ís eða þeyttan rjóma með þessum eplum. Ferskjudrykkur 1 vel þroskuð ferskja eða apríkósa, sódavatn, 2 vínber. Flysjið ferskjuna og látið hana í belgvítt glas og hellið sódavatninu vfir. Látið bíða nokkrar mínútur í kæliskáp. Skreytið með vínberjum. Broddgöltur 1 epli, 10 möndlur, 1 tsk. hunang, 'á tsk. kanell, 1 tsk. smjör. Þeyttur rjómi með berjum 1 dl þeyttur rjómi, 1 'A msk. jarðar- berjasulta, 1 kramarhús. Þeytið rjómann stífan og hrærið sultunni varlega saman við. Látið í kramar- húsið. Súkkulaðibanani 1 banani, 5 súkkulaðibitar (úr suðusúkkulaðipakka), 'A dl rjómi, 'A tsk. van- illusykur. Skerið ofan í banana eins og sýnt er á myndinni. Látið hýðið vera á sínum stað. Ýtið súkkulaðibitunum í sárið. Látið bananann í 275 gráða heitan ofii í ca 10 mín. eða þar til súkkulaðið er bráðnað niður í bananann. Berið fram með þeyttum rjóma eða mjúkum ís. Bananaís Vi banani, brætt suðusúkkulaði, kökuskraut, kókosmjöl. Stingið pinna í endann á bananan- um, látið vera í fiysti í ca 2 klst. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði, dýfið banananum í. Stráið kökuskrauti og kókosmjöli yfir og látið aftur í frysti í ca 10 mín. -A.BJ. Allt í helgarmatinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.