Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986. 15 Flýttu þér hægt Á hverju ári slasast fjöldi fólks í umferðarslysum hér á landi. Margir látast og aðrir verða örkumla allt sitt líf. Þetta er sorgleg staðreynd. Sérstaklega ef haft er í huga að ef meiri aðgát hefði verið viðhöfð hefðu mörg þessara slysa aldrei orðið. Af hverju slasast svo margir í umferðinni hér á landi? Við þessari spumingu er ekki til einstakt svar. Þó má leiða líkur að því að orsökin sé fyrst og fremst vanhæfni ökumanna til þess að stjóma ökutæki sínu. Afar fá slys verða vegna bilunar ökutækis. Því miður er of oft um að ræða óvar- kámi, kæruleysi eða glannaskap. Langflest umferðarslys má rekja til of mikils ökuhraða miðað við hæfni ökumanns og aðstæður. Það sem af er þessu ári hafa 17 manns látist í umferðarslysum hér á landi, um það bil 350 manns hafa slasast og sumir lífshættulega, samkvæmt skýrslu lögreglu og Umferðarráðs. Hvers vegna aka menn of hratt? Langflestir ökumenn, sem teknir em fyrir of hraðan akstur, svara spumingunni á þann veg að þeir hafi verið að flýta sér. Aðrir hafa vanið sig á þennan ósið hvort sem þeir þurfa að flýta sér eða ekki. Oft em þetta menn sem haldnir em streitu sem brýst út í því að stíga of fast á bensíngjöfina. Tímasparnaður og akstur Hvað spörum við raunvemlega mikinn tíma á því að aka hratt? Hér em nokkur dæmi. Ef þú eykur hraðann úr 60 km í 70 km sparar þú 86 sekúndur. Ef þú eykur hraðann úr 70 km í 80 km sparar þú 64 sekúndur. Ef þú eykur hraðann úr 80 km í 90 km sparar þú 50 sekúndur. Ef þú eykur hraðann úr 90 km í 100 km sparar þú 40 sekúndur. Ef þú eykur hraðann úr 100 km í 110 km sparar þú 33 sekúndur. Er þetta ekki íhugunarefni? Hvaða máli skipta þessar mínútur þig? Hvað getur þú gert á þessum tíma? Ef til vill ert þú einn þeirra sem seg- ir að tími sé peningar. Athugaðu þá þetta dæmi: - I stórborg einni í Ev- rópu var gerð eftirfarandi athugun. - Bíl var ekið 7,5 km leið 16 sinnum til þess að komast að raun um hve mikinn tíma væri hægt að spara með því að þvinga sér leið gegnum um- ferðina. Vegaiengdin var ekin með tvennum hætti. í öðru tilfellinu fylgdi bíllinn umferðarstraumnum og ók á þeim hraða sem nauðsynleg- KjaUaiinn Margrét Sæmundsdóttir forskólaiulltrúi Umferðarráðs hratt og unnt var og ók fram úr þegar þess var kostur. Það kom í ljós að um það bil 90 sekúndur spöruðust með síðari að- ferðinni á þessari 7,5 km leið. En bensíneyðslan jókst úr 0,951 á hverja 10 km miðað við venjulegan akstur í 1,34 1 eða um 40%. Notkun hemla jókst um 35% og framúrakstur um 1055%. Þessar tölur tala sínu máli. Önnur hlið málsins er sú sem ekki er hægt að mæla í prósentum: Með glannalegum akstri lagði ökumað- urinn sjálfan sig og aðra í margfalt meiri hættu en annars hefði verið. Er lífið ekki meira virði en níutíu sekúndur? Frændur okkar Svíar eiga við sömu vandamál að stríða. í blaðinu Transport Trender segir frá því að slysum af völdum of mikils hraða hafi fjölgað svo mikið í Svíþjóð að fyrir að ökumenn verði sviptir öku- leyfi á staðnum ef um gróft brot er að ræða. í tillögunum er gert ráð fyrir að aki menn á 30-40 km meiri hraða en leyfilegt er verði þeir um- svifalaust sviptir ökuleyfi. Ef til vill ættum við að fara að dæmi Svía í þessu efni. Fjársektir virðast ekki duga. Eða munar menn kannski ekki um 2500 kr. sem er sú upphæð sem menn verða að greiða ef þeir aka 31-40 km umfram það sem leyfi- legt er. Umferðarslys koma okkur öllum við. Hvers vegna? Vegna þess m.a. að slys geta vald- ið dauða eða ævilöngum örkumlum, þjáningu og sorg. Vegna tjóns á verðmætum, . hækkana trygginga, aukins sjúkrakostnaðar og annars fjárhagslegs tjóns. Er þetta ekki næg ástæða? Umferðarlögin eiga að vemda alla vegfarendur, hvort heldur þeir em gangandi, akandi eða hjólandi. En þau duga samt ekki til. Hver einasti vegfarandi er ábyrgur eigin gerða. Gagnkvæm tillitssemi og virðing fyrir lífi og eignum okkar og ann- arra ætti að vera kjörorð hvers ökumanns. Margrét Sæmundsdóttir. „Langflest umferðarslys má rekja til of mikils ökuhraða.. ur var til að halda jöfnum hraða. í hinu tilfellinu ók bílstjórinn eins sænska ríkisstjómin hefur lagt fram tillögur í þinginu þar sem gert er ráð Hin nýja jafnaðarstefna íslenzkt stjómmálalíf sýnir nú merki óskaplegrar þreytu. Eftir 15 ára baráttu við óðaverðbólgu, efna- hagslegt kaos, gárfestingasukk og bráðabirgðaráðstafanir er þjóðin orðin þreytt á stjómmálum. Núver- andi ríkisstjóm hefur tekizt að halda niðri verðbólgu með fjármagnstil- færingum frá launafólki til atvinnu- rekenda, en að öðm leyti er efnahagskerfið óbreytt. Stjómin vakti vonir sem bmgðust. Að auki hellast yfir okkur nær daglega fréttir af pólitískri óreiðu í stjórnkerfi og ríkisbönkum. Við er- um þreytt og vonlaus; viljum ekki heyra meira um skítuga pólitík. Flokkakerfið er gengið sér til húð- ar. Um það em allir sammála. Stjómkerfið er ónýtt. Um það em líka flestir sammála. Verkalýðs- hreyfingin er ekki hreyfing. Það finna umbjóðendur hennar bezt. Stjómmál em ekki lengur fyrir fólk, heldur gegn því. Ný hreyfing Eðlilegt er að við þessar aðstæður hugsi menn sig vandlega um hvaða lausnir séu hugsanlegar. Hvers kon- ar mannlíf viljum við? Hvaða að- ferðir notum við? Hvaða tæki em bezt - hvaða stjómmálaflokkar og hreyfingar? Margt bendir til að nú sé betri gmndvöllur en oft áður fyrir bylt- ingu f íslenzkum stjómmálum. Víða kraumar undir; flokkar riðlast og nýir birtast. Ungt fólk gerir uppreisn og kennir sig við lýðræði. Talað er um nýja breiðfylkingu „félags- hyggjufólks". Hver hamast í kapp við annan að láta sig dreyma um breiða samstöðu þeirra sem óánægð- ir em. Þessir draumar em marklausir og málflutningurinn hjal eitt, því hvergi ber á þeirri róttækni sem nauðsynleg er slíkri fjöldahreyfingu. Félagshyggjan Það sem áður hét kratismi eða velferðarsósíalismi heitir nú félags- hyggja. Nafnið var búið til sem andsvar við uppreisn frjálshyggju sem kenndi krötum hvers konar hugmyndaharðlífi þeir hafa þjáðst af frá stríðslokum. Félagshyggja er smart orð - hljómar vel - og þykir líklegt til að flykkja andstæðingum frjálshyggju undir einn fána. Þetta er fjarstæða. Þeir sem bjuggu til nýtt orð gleymdu nýju innihaldi. Ekkert bendir til að ímyndunaraflið sé ffjórra hjá þeim sem nú skreyta sig þessu nafni en hinum sem áður vom kallaðir kratar. Þeir virðast eiga það eitt sameiginlegt að vera á móti Sjálfstæðisflokknum og ffjáls- hyggju. (Hverjum datt annars í hug að bendla stærsta ríkisafskipta- flokkinn við frjálshyggju?) Undir- tónninn er enn aldargamall og ónýtur sósíalismi sem er frjólsu nú- tímaþjóðfélagi hættulegur. Málflutningur er í stéttabaráttu- stíl. Þjóðinni er skipt í tvo hópa, ríka og fátæka. Það er tortryggilegt að eiga peninga; þeir em ömgglega illa fengnir. Það er á sama hátt gott og göfugt að lifa við eymd og niðurlæg- ingu. Þeir sem njóta umbunar vegna hugmynda sinna og ffamtaks em arðræningjar. Þeir kaupa og selja; þeir em braskarar. Svona töluðu Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjamason fyrir fimmtíu árum. Svona tala félagshyggjumenn nú- tímans, m.a.s. hinn nýfrelsaði formaður Alþýðuflokksins. Þetta er gamall sósíalismi. Enn er litið á ríkisvaldið sem tæki til breytinga. Markmiðið er að ná tökum á ríkisvaldinu og nota það til góðverka. Ef réttir menn komast á réttan stað til að stjóma stóm og smáu vænkast hagur þjóðarinnar allrar (nema auðvitað hinna ríku sem em hvort eð er vondir menn). Marxisminn lyktar langar leiðir. Félagshyggjumenn spyrja sig ekki hvort ríkisvaldið sé til þessara hluta fallið. Reynslan ætti þó að kenna þeim að ákvarðanir og tilskipanir opinberra embættismanna geta aldr- ei komið á stað þekkingar og reynslu þeirra sem við vandamálin fást af eigin raun, einstaklinganna. Góð marxísk analýsa ætti líka að sýna þeim að hinir raunverulegu arðræningjar í þessu landi em stjómmálamenn. Þjóðin skapar verðmæti sem þeir síðan sóa í pólit- ískar fjirfestmgar og minnisvarða sem engum arði skila. Félagshyggja miðstýringar og eymdar mun ekki leggja gmnn að fijálsu íslenzku nútímaþjóðfélagi. Hugmyndaflugið vantar; stöðnunin KjaUaiinn Karl Th. Birgisson starfsmaður Bandalags jafnaðarmanna blasir við. Boðið er upp á eina til- raun enn, en engar skipulags- eða hugarfarsbreytingar. Óbreytt kerfi, annað fólk. Félagshyggjan svo- nefrida er álíka sjarmerandi og ffjálshyggjan uppnefhda. Ný jafnaðarstefna Ný stjómmálahreyfing og hug- myndafræði hennar hljóta að taka mið af breyttum háttum og nýjum siðum. Takmark hennar hlýtur að vera að koma íslandi inn í tuttug- ustu öldina áður en henni lýkur og leggja grunn að fijálsu og skapandi þjóðfélagi nýrrar aldar. Það er bjart- sýn pólitík sem lítur til ffamtíðar en ekki fortíðar. Slík hugmyndaffæði byggir fyrst og fremst á ákveðnu hugarfari. Hún byggir á viðhorfi til náungans og ber virðingu fyrir honum sem einstakl- ingi. Verkefni hennar er að láta fólk í ffiði, en skapa því aðstæður til að lifa mannsæmandi lífi. Hún gerir fólki kleift að vera það sem það vill vera, en segir því ekki hvemig það á að vera. Ný hugmyndafræði bygg- ir á einstaklingshyggju, enda er það útgangspunktur hennar að fólk sé gott að upplagi. Ný jafiiaðarstefna leggur áherzlu á lýðræði, valddreifingu og mögu- leika á þátttöku. Markmiðum lýðræðis verður einungis náð með því að auka möguleika fólks til að hafa áhrif á og taka þátt í lausn þeirra mála sem snerta líf þess og nánasta umhverfi, samfélagið í heild og stjóm þess. Þetta þýðir beint lýð- ræði og skilvirkt stjómkerfi. Svo er litið á að draumsýn jafnað- arstefhunnar sé ekki veraldlegur jöfnuður manna, heldur þjóðfélag þar sem enginn er fær um að undir- oka annan - þjóðfélag þar sem einstaklingurinn er sjálfstæður og ftjáls, laus við undirokun og kúgun. Þess vegna ber ekki að beijast gegn ójöfnuði sem slíkum, heldur völdum eins yfir öðrum. Það getur ekki talizt rangt að græða peninga í heiðarlegum við- skiptum frjálsra manna. Það er hins vegar siðlaust að neita fólki um umbun af störfum þess. Þess vegna á að vemda viðskiptafrelsi, einn af löngu horfnum homsteinum al- þjóðahyggju sósíalismans. Hins vegar á að koma í veg fyrir að með fjármagni öðlist menn völd yfir lífi annarra. Þetta verður m.a. gert með smáum einingum i atvinnulífi og vinnustaðalýðræði. Fijálst upplýsingastreymi er for- senda lýðræðis og upplýstrar ákvarðanatöku. Með nýrri tækni eykst bæði þörf fyrir upplýsingar og möguleikar til skjótrar, milliliða- lausrar dreifingar. Hlutverk ríkis- valdsins er að koma í veg fyrir misbeitingu þekkingar, en aldrei að koma í veg fyrir miðlun hennar. Menning er eitthvað sem fólk ger- ir, en ekki eitthvað sem fólk er látið gera. Sá hversdagsfasismi sem stjómar íslenzku menningarlífi er óþolandi. Ríkisvaldið á að gefa fólki kost á að velja úr því bezta og því versta í íslenzkri og útlenzkri menn- ingu, en það á aldrei að velja fyrir það. Á þessum almenna grunni hljóta hugmyndir stjómmálahreyfingar framtíðarinnar að byggjast. Mörkin em óskýr, svigrúmið er mikið og stundum byggist afstaðan fremur á tilfinningu en úthugsuðu hug- myndakerfi. En svoleiðis á það líka að vera. Það getur ekki verið hlut- verk stjómmálahreyfingar að hafa svör á takteinum við öllum möguleg- um og ómögulegum vandamálum mannlífeins. Stjómmálaflokkar eiga ekki að vera pakkatilboð. Við verð- um að komast upp úr þvi feni forsjár- hyggjunnar að stjómmálamenn séu sífellt að taka ákvarðanir sem ein- staklingurinn á sjálfur að taka. Hlutverk Bandalagsins Á þessum nótum hefur Bandalag jafnaðarmanna byggt málflutning sinn sl. þrjú ár. Við viljum byrja á byrjuninni, halda þjóðfund um nýja stjórnarskrá. Við viljum aðskilnað valdþáttanna og beint kjör forsætis- ráðherra í samræmi við hugmyndir okkar um beint lýðræði. Við viljum fylkjaskipulag, frjálst fiskverð, frjálsa gjaldeyrisverzlun, sölu ríkis- banka, frjálst fjámiálakerfi og auðhringalöggjöf, svo dæmi séu nefnd. Þetta em róttækar leiðir að sígild- um markmiðum. Bandalag jafnaðar- manna er einungis tæki til að koma þeim í framkvæmd og á aldrei að verða meira en það. Við verðum allt- af að hafa þrek til að kasta fyrir borð gömlum tækjum þegar önnur betri bjóðast. Ný félagshyggjuhreyf- ing er hins vegar ekki slíkt tæki. Bandalag jafnaðarmanna er eini boðberi nýrra, róttækra hugmynda í íslenzkum stjómmálum. Það var stofriað til höfúðs miðstýringu, flokksræði og forsjárhyggju. At- burðir síðustu missera sanna að sem slíkt á það meira erindi inn í íslenzk stjómmál nú en nokkru sinni fyrr. Allar spár um dauða þess em Ó6k- hyggja kerfisins, sem finnst sér ógnað af hinni nýju jafnaðarstefnu frelsis og upplýsingar sem vinnur fyrir fólk en ekki gegn því. Karl Th. Birgisson. „Margt bendir til að nú sé betri grund- völlur en oft áður fyrir byltingu í íslensk- um stjórnmálum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.