Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986.
5
Tölvumynd af fyrirhuguðum vegi í Ljósavafnsskarði i Suður-Þingeyjarsýslu. Nýi vegurinn verður á kafla lagður út í vatnið sem er hægra megin. Núverandi vegur er i hlíðinni til vinstri.
Tölvumyndir bylting
í hönnun nýrra vega
„Tölvunotkun hefur valdið byltingu
í veghönnun vegna aukinna afkasta.
Fullvrða má að sami aðili anni nú tí-
faldri vinnu miðað við það sem var
áður en tölvunotkun hófst hjá Vega-
gerðinni. Tölvuteiknarinn á hér
drjúgan hlut að máli.“
Þetta segir Markús Karl Torfason,
tæknifræðingur hjá Vegagerðinni, í
grein i tímariti stofnunarinnar, Vega-
málum.
Tölvuteiknarinn, sem Markiís Karl
nefnir, virðist leikmanni vera sann-
kallað galdratæki. Meðfylgjandi
teikning, sem er af óbyggðum kafla á
Norðurlandsvegi í Ljósavatnsskarði,
er verk tölvuteiknarans. Teikningin
sýnir veginn og landslag í kring frá
sjónarhorni bílstjóra á austurleið.
Tölvan er mötuð á tölulegum upp-
lýsingum um veginn, eins og hann
hefur verið hannaður, og um hæðar-
línui- í landslagi. Síðan er hægt að
biðja tölvuna um að teikna veginn frá
ólíkustu sjónarhomum, til dæmis eins
og hann kemur til með að líta út séð-
Magakveisa í Viðey
„Þetta var ekkert til að tala um, en
það voru sjö böm á aldrinum ellefu
til tólf ára sem vom flutt á sjúkrahús
vegna vægrar magakveisu. Svona
magakveisur koma alltaf upp á mótum
sem þessum og stafa einfaldlega af
breyttu mataræði, nú og svo em alltaf
einhverjir sem fá heimþrá þegar líða
fer á kvöldin og langar heim til
mömmu sinnar,“ sagði Ágúst Þor-
steinsson skátaforingi um magakveisu
sem hijáð hefúr þegna lýðveldisins í
Viðey.
„Við fáum sendan mat frá Mjólkurs-
amsölunni en eldum sjálf á kvöldin.
Þessi tiltekni flokkur var að sjóða sér
sósu og þau hafa einfaldlega ekki
hrært hana nógu vel út. Af 1000 manna
fjölskyldu er þetta ekki stór hluti,"
sagði Ágúst. Sjúklingamir eyddu nótt-
inni á sjúkrahúsi en snem aftur til
Viðeyjar að morgni. Landsmótinu í
Viðey lýkur næstkomandi sunnudag.
-S.Konn.
ur frá vatninu, úr fjallshlíðinni eða
úr flugvél í 200 metra hæð. Og rétt
eins og ljósmyndarar geta ljósmyndað
veginn með mismunandi aðdráttarl-
insum getur tölvan „séð“ veginn með
mismunandi brennivíddum.
Markús Karl Torfason nefndi sem
dæmi imi gagnsemi tölvumynda að
einfalt væri að sjá hönnunargalla.
Tölvumynd af fyrirhuguðum vegi í
Ljósavatnsskarði sýndi til dæmis að
lægð í einni beygju væri of djúp. Þá
væri auðvelt fyrir aðila eins og Nátt-
úmvemdarráð að átta sig á hvemig
nýr vegur færi í landslagi, eins og í
Ljósavatnsskarði, þar sem ætlunin
væri að leggja veginn að hluta til út
í vatnið.
..Framtíðin er svo auðvitað sú að
hægt verði að „keyra“ vegina á skján-
um á meðan á hönnun stendur yfir,“
segir Markús.
-KMU
Alþýðuflokkurinn:
Krefst endurskoðunar
skattvísitölunnar
Alþýðuflokkurinn krefst þess að
skattvásitalan verði endurskoðuð
þannig að skattbyrði aukist ekki
milli ára. Þetta kemur fram í sam-
þvkkt þingflokksins frá þvi í gær.
í samþykktinni segir að tekju-
skattur hafi orðið 800 milljónum
króna hærri en fjárlög gerðu ráð
fyrir. Fjármálaráðherra hafið látið
að því liggja að þetta hefði komið
óvænt í ljós. Það sé ekki rétt því
ríkisstjómin hafi vitað hvert stefndi
í apríl og hafði þá ráðrúm til að
breyta vísitölunni.
Einnig telur þingflokkurinn að
þessi hækkun brjóti í bága við sam-
þykkt Alþingis um lækkun tekju-
skatts í áfóngum. Þetta brjóti líka í
bága við kjarasamningana frá þvi í
vor þar sem samið var imi hóflegar
launahækkanir gegn fyrirheitum um
skattalækkanfr.
„Þingflokkurinn lýsir furðu á við-
brögðum fjánnálaráðherra, sem fyrst
lætur sem þessi skattlagning hafi
komið mjög á óvart, en segir þjóð-
inni síðan að búið sé að verja henni
til launahækkana nokkurra starfs-
stétta og niðurgreiðslna á lamba-
kjöti." segir orðrétt í samþykkt
þingflokks Alþvðuflokksins.
-APH
Ferðablaðið LAND - Ómissandi ferðafélaqil
lunið að taka eintakið ykkar af LANDI með í ferða-
lagið, þessa mestu ferðahelgi ársins.
Ferðablaðið Land geymir fróðleik um allar sveitir og byggðalög
landsins, ítarlega úttekt á allri ferðamannaþjónustu utan höfuðborg-
arsvæðisins og yfir 70 áhugaverðar greinar um ísland og íslendinga.
Póstþjónustan og einkaaðilar dreifðu blaðinu inn á hvert heim-
ili á liðnu vori. Fyrir þá sem ekki hafa ennþá fengið eintak, liggur blað-
ið frammi hjá Markaðsútqáfunni, Ármúla 19, sími 687868 og á
Umferðarmiðstöðinni, BSI. Þeir sem þess óska geta fengið blaðið
sent.
Aö gefnu tiiefni vill Markaðsútgáfan koma á framfæri leiðréttingum á tveimur símanúmerum sem misprentuðust
í Landi.
Símanúmer Sumarhótelsins á Flúðum í Hrunamannahreppi er 99-6630.
Símanúmer Hótel Snæfells á Seyðisfirði er 97-2460.
GÓÐA FERD!
MARKAÐSUTGÁFAN HF-
Ármúla 19
■■■
Sími 687868
■■■■■■■■■