Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafirþú ábendingu eða vitneskju umfrétt- hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjalst,ohao dagblaö FOSTUDAGUR 1 AGUST 1986. Tjaldbúar tíman lega á ferðinni Búist er við geysilegum fjölda fólks til Eyja um helgina. Strax í gærkvöldi voru risnar veglegar tjaldbúðir og búist er við að þúsundir manna leggi leið sína þangað í dag. „Það er búið að vera bijálað að gera hjá okkur þó fjöldinn verði meiri í dag. Fólk var komið hér í biðröð í morgun og í gærkvöldi stóð fólk í biðröð eftir miða til miðnættis. Það eru flestir á leið til Vestmannaeyja og það er fólk á öllum aldri, margir ætla líka á Gaukinn og um 500 manns hafa bókað sig í Þórsmerkur- ferð,“ sagði Anna Margrét Bjama- dóttir hjá BSÍ. Mikill fjöldi var kominn til Vest- mannaeyja strax í gærkvöldi og veglegar tjaldbúðir risnar í morgun. Flugleiðir flugu tíu ferðir til Eyja í gærkvöldi og áætlað er að fara fjór- tán ferðir í dag með um 700 manns. Að sögn vegalögreglunnar var ekki hægt að merkja óvenjumikla umferð í gærkvöldi en strax í morg- un jókst straumurinn út úr bænum. Vegalögreglan hefur mikinn við- búnað um helgina. Sjö lögreglubílar verða víðsvegar um landið og auk- inn verður fjöldi þeirra sem verða á svæðinu frá Reykjavík til Hvolsvall- ar, auk þess sem þyrla aðstoðar við gæsluna. Jöfri umferð er á mótsstaði í Þjórs- árdal, Skeljavík og á bindindismótið í Galtalæk. Alls staðar voru tjald- búar komnir strax í gærkvöldi. -S.Konn. Tónabíó selt Tónabíó var selt í gær. Haukur 3röndal, fulltrúi stjómar Tónlistarfé- agsins, vildi í morgun ekki upplýsa íver væri kaupandi, sagði aðeins að )að væm nokkrir aðilar. Bjóst Hauk- ir við að þeir héldu áfram bíórekstri. Tónlistarfélagið heldur eftir efstu • <æð bíóhússins en selur sýningarsal- mn og byggingarrétt á fleiri sölum. Ástæður sölunnar sagði Haukur erfið- leika við myndakaup eftir að United Ártist dró verulega úr kvikmyndagerð 3VO og þá staðreynd að vart væri hægt að reka bíó með aðeins einum sal. -KMU DV kemur ekki út á morgun, laug- irdag. Næsta blað kemur út þriðju- iaginn eftir verslunarmannahelgi. Smáauglýsingadeild DV verður opin i dag, föstudag, til kl. 22. Deildin v'erður lokuð laugardag, sunnudag 3g mánudag. Á þriðjudag verður smáauglýsingadeild DV opin frá kl. 3 til 22. Góða helgi. Ávallt feti framar SÍMI 68-50-60. ÞRÖSTUR SÍÐUMÚLA10 LOKI Er ekki rétt að fara eins og hinir á þetta bindindismót í Eyjum? Veðrið á morgun: Hæg norðan- átt um land allt Á morgun verður hæg norðanátt á landinu. Vestanlands, í innsveitum og fyrir norðan verður léttskýjað, skúrir síðdegis sunnanlands og hætt við súld við norðausturströndina. Hiti verður á bilinu 6-12 stig og vindstig 2-4. Veðrið á sunnudag: Súld við norðaustur- ströndina Á sunnudag verður hæg norðanátt eða 2-4 vindstig um land allt. Vest- anlands og í innsveitum og fyrir norðan verður léttskýjað. Síðdegis verða skúrir sunnanlands og súld við norðausturströndina. Hiti verður á bilinu 6-12 stig. Veðrið á mánudag: Rigning nær til Austurlands Á mánudag nær regnsvæði senni- lega inn á Austurland með öllu ákveðnari norðanátt á landinu eða um það bil fimm vindstig. í öðrum landshlutum verður svipað veður áfram. Hiti verður á bilinu 6-12 stig. Mikill markaður í Noregi - segir Krislján Loftsson „Það getur verið að við seljum hval- kjöt til Noregs. Við höfúm gert það. Þar er mikill markaður fyrir það,“ sagði Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf, í samtali við DV. DV ræddi í gær við Asbjöm Raske, aðstoðarsjávarútvegsráðherra Nor- egs. Kom fram í máh hans að Norðmenn væru að íhuga að kaupa hvalkjöt af íslendingum. Taldi Raske allar líkur á að úr því yrði en ákvörð- unar um það væri að vænta mjög fljótlega. Sagði Raske að hvalakvóti Norð- manna væru 340 dýr. Þegar væru komnir á land um 300 en þar sem veið- in hefði gengið illa undanfarið hefði vérið ákveðið að hætta veiðunum þótt kvótinn væri ekki fylltur. Hann bætti því við að mikill markaður væri í Noregi fyrir hvalkjöt. Hvalur hf. liggur nú með tæp 2.000 tonn af hvalafúrðum í frystigeymslum Eftir helgina má vænta þess að dragi til einhverra tíðinda í hvalamálinu því á mánudag heldur Halldór Ásgrímsson ásamt fylgdarliði utan til viðræðna við Malcolm Baldridge, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna. Sagðist Halldór í morgun vona að fundahöldin fram- undan gengju vel en fyrsti fundurinn er á þriðjudag. - sjá nánar um hvalamálið á blað- síðu 4. -KÞ Stofnun hlutafélagsbanka: A Eriendur banki eigi P fjórðung hlutafjár Hugmyndir eru uppi um það, í sam- bandi við stofnun hlutafélagsbanka vegna slæmrar stöðu Útvegsbankans, að erlendur banki hafí með höndum fjórðung hlutafjárins. Þá hafa Iðnað- arbanki, Verslunarbanki og Lands- samband sparisjóða lýst sig reiðubúið að ræða stofnun hlutafélagsbanka. Þetta kom m.a. fram á þingflokks- fundi sjálfstæðismanna þar sem viðraðir voru valkostir í bankamálun- um. Einn heimildarmaður DV sagði að nú væri orðið nokkuð ljóst að sam- eining Útvegsbanka og Búnaðar- banka væri dauðadæmd vegna þess að sterk öfl innan þingflokkanna og þessara banka vilji ekki heyra það nefnt. -APH i i i i Í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.