Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986. 11 Mertning Krislján Kristjánsson: Dagskrá kvöldsins Eigin útgáfa 1986,34 Ijóð, 46 bls. Bók þessi skiptist í þrjá bálka og er hver prýddur einni mynd eftir Aðalstein Svan, en kápan þeirri fjórðu. Höfundur hefur þá skáldlegu að- ferð að sýna aðeins skynjanleg atriði, lesandinn verður að lesa í málið, svo sem sjálfsmorðið í ljóðinu „Skammlíf', þar sem engin tilfinning birtist nema tómleikinn: ..bijóstið hefst og hnígur gárar vatnið sem kólnar hægt og hægt og einhverstaðar þama undir slær hjartað og flýtir fyrir þeirri stundu þegar líkaminn tæmist eflaust hefur hann fundið daufa hráa lyktina meðan vatnið litaðist bleikt. Þetta finnst mér takast einkar vel í ljóðinu „Orð kvöldsins". Þar er píslarsaga Jesú notuð til að höfða til lesenda, svo sem oft áður, hún er táknmynd af einsemdarkvöl sem er almenn. En betur að gætt, var það ekki Jesú einn sem kvaldist, heldur einnig nafhlaus ræningi, sem ekki þótti neinnar verulegrar frásögu verður, og hlaut loks miklu hrak- legri útreið en Jesú, og það fyrir fáránlega litlar sakir. Slíkur maður er verðug ímynd lesenda almennt, það var skáldlega séð. Lesandi er settur í hlutverk ræningjans með Bókmermtir Örn Ólafsson ávarpinu Þú, og því hve hversdags- lega ljóðið fer af stað, bæði aðstæður og orðalag., ORÐ KVÖLDSINS Ef þú finnur til í útréttum höndunum skaltu athuga hvort annar maður er ekki við hlið þér svo nálægt þú gætir næstum því snert hann og ef þú heyrir hann hvísla (elí elí og svo framvegis) áður en myrkrið skellur á skalt þú minnast þess að ógætileg orð og hranaleg geta haft helvítisvist í för með sér... Þetta er önnur bók Kristjáns, og þykja mér verulegar framfarir hafa orðið frá hinni fyrri, Svartlist, þann- ig, að nú er stokkið hærra frá ’nversdagslegu yfirborði hlutanna, með samhæfðu átaki - Mest er þó um nokkuð beina frá- sögn, samstillta, án óvæntra mynda eða líkinga sem stingi í stúf við heildina. Það er helst í „þrjú“ í bálk- inum „Úr leikhúsi sársaukans", að mótsagnakenndar tímaákvarðanir koma hver ofaní aðra. Þar lýsir kona því hvemig maður hennar nálgast hana á ýmsan hátt, og með tímarugl- inginum verður kannski enn átak- anlegra en ella myndi, að jafnvel breytileikinn er órofa þjakandi til- breytingarleysi. Þegar líkingar em, þá em þær helst af því tagi að ein ríki í heilu ljóði, og er fyrsta ljóð bókarinnar gott dæmi. Titill þess tekur upp slit- ið orðalag, og tekur mark á því. Þetta er aðferð sem ýmis skáld hafa iðkað nú undanfarin ár, þaxmig gera þau lesendum nærtækt það sem þau em að miðla þeim. Hér lýtur allt að tafli í þvi orðalagi sem ber uppi ljóð- ið, en það orðalag sem er jafiiframt algengt í daglegu máli, um að vera í klípu. Ég ætla að feitletra þetta orðalag, og sjá hvort það skilar sér gegnum prentun: UM LÍFIÐ AÐ TEFLA morgun hvem sest ég við borðið skoða á köflóttum dúknum hendur mínar og daginn í gær sem fór í bið og morgun hvem stígur hann grár inn um gluggann tyllir sér handan borðsins setur klukkuna af stað ég horfi á nývaknaðar hendur mínar og hika uns ljóst er - þær em óvaldaðar í uppnámi á svörtu og hvítu reitunum og fyrr en varir er ég fallinn á tíma.. Þetta er vandlega gert, eins og bókin öll. Hún sýnir á ýmsan hátt ugg og einsemd þess sem einn glímir við taflið fyrir tilvem sinni. Og þetta ljóð er líka dæmigert fyrir bókina alla í því hvaða mynd hún dregur upp af andstæðinginum í þessu tafli. Við skulum eftirláta lesendum að finna hann. Kristján Kristjánsson Dagskrá kvöldsins VEGAGERÐIN Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð Norðausturvegar um Hof í Vopnafirði. (Lengd 6,9 km, fylling og burðarlag 98.000 m3). Verki skal lokið 1. september 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 5. ágúst nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 18. ágúst 1986. V egamálastj óri Timmaaga hálendisferð Brottför alla miðvikudaga 1. DAGUR: Ekið Sprengisand og gist í Nýjadal. 2. DAGUR: Ekið áfram norður, Bárðardal, Goðafoss til Mývatns og gist þar. 3. DAGUR: Mývatns- og Kröflusvæði skoðuð, ekið síðdegis til Ak- ureyrar og gist þar. 4. DAGUR: Ekið til Hveravalla og gist þar. 5. DAGUR: Frá Hveravöllum til Kerlingarfjalla, Gullfoss, Geysis, Laugavatns, Þingvalla og til Reykjavíkur. INNIFALIÐ: Fullt fæði, leiðsögn og gisting í tjaldi. Einnig er hægt að gista í skálum og á hótelum. Snæland Grímsson hf. Ferðaskrifstofa, Símar 14480 og 75300 Uppl. hjá BSÍ í Umferðamiðstöðinni s. 22300 Kvöld- og helgarsími: 75300 og 83351 S§ 1 IHll 99*4414 í Hveradölum Farið ekki svöng yfir heiðina. • Við bjóðum upp á ódýran og góðan mat alla helgina. • Heitt og kalt hlaðborð. Gufubað - heitir pottar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.