Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1986, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986. Stjómmál Ákvörðun tekin í málefnum Útvegsbankans fyrir áramót? Jan G. Haukssan, DV, Sauðárkróki; „Það er einhugur um að veita ráð- herrum ákveðið umboð til þess að endurskipuleggja bankakerfið,“ sagði Ólafur G. Einarsson eftir ftindinn í gær og átti þá við viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra. „Við viljum kynna samstarfsflokki okkar leiðir í því máli og það gerum við þegar á morgun," sagði Ólafur sem vildi ekki tjá sig frek- ar um kerfísbreytingamar. En samkvæmt heimildum DV hefur það verið rætt mikið á þingflokksfundin- um að mynda einn stóran einkabanka með þátttöku Útvegsbankans, Iðnað- arbankans, Verslunarbankans og sparisjóðanna. Einnig hefur verið rætt um að allir hinir bankamir kaupi upp eignir Útvegsbankans. Gæti ákvörð- unar í þessu efni verið að vænta fljótlega og þá jafnvel fyrir áramót. Það þykir frekar ólíklegt að Útvegs- bankinn og Búnaðarbankinn verði sameinaðir enda virðist lítill áhugi vera fyrir því hjá sjálfstæðismönnum að settur Verði á stofh nýr ríkisbanki. Talið er að tap Útvegsbankans vegna Hafskipsmálsins sé í kringum 400-500 milljónir króna. „Það hefur margoft komið fram hjá fjármálaráð- herra að Útvegsbankanum verður ekki bjargað með því að leggja fram fé úr ríkissjóði," sagði Ólafúr G. Ein- arsson. Styrkir þetta trú manna á því að settur verði á stofh stór einkabanki. Stað- greiðslukerfi skatta í byrj- un ársins 1988? Jón G. Hauksson, DV, Sauöáriaóki; Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra tilkynnti á þingflokksfhndinum að hann ætlaði að láta skoða rækilega möguleika á því að taka upp stað- greiðslukerfi skatta og virðisauka- skatt í ársbyijun 1988. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um þessa kerfisbreytingu en margt að undanfomu ýtir undir það að þessi brevting verði tekin til rækilegrar at- hugunar." Peningamajkaöur VEXTIR (%) hæst Innlán óverötryggó Sparisjóðsbækur óbundnar 8-9 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 8.5-10 Ab.Lb.Vb 6 mán. uppsögn 9.5-12.5 Ab.Vb 12 mán.uppsögn 11-14 Ab Sparnaður - Lánsréttur Sparað í 3-5 mán. 8-13 Ab Sp. i6mán. ogm. 9-13 Ab Ávisanareikningar 9-7 Ab Hlaupareikningar 9-4 Lb.Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1 Allir 6 mán. uppsögn 2.5-35 Lb Innlán með sérkjörum 8-16 Innlán gengistryggó Bandarikjadalur 8-7 Ab Sterlingspund 9-10.5 Ab Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab Danskar krónur 8-7.5 Ab.Sb Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 15.25 Allir Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kgeog19.5 Almenn skuldabréf(2) 15.5 Allir Viðskiptaskuldabréf (1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 7-9 Utlán verðtryggð Skuldabréf Að2.5árum 4 Allir Til lengri tíma 5 Allir Utlán til framleiðslu isl. krónur 15 SDR 8 Bandarikjadalur 8.25 Sterlingspund 11.75 Vestur-þýsk mörk 6 Spariskirteiní 3ja ára 7 4ra ára 8.5 6ára 9 Með vaxtmiðum(4 ár) 8.16 Gengistryggð(5 ár) 8.5 Almenn verðbréf 12-16 Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjnðslán 5 Dráttarvextir 27 VlSITÖLUR Lánskjaravisitala 1463 stig Byggingavisitala 272.77 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 5%1. júli HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnverðs: Eimskip 200 kr. Flugleiðir 140 kr. Iðnaóarbankinn 98 kr. Verslunarbankinn 97 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, af þríðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá flestum bönkum og stærri sparisjóðum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb=Búnaðar- bankinn, Ib = Iðnaðarbankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb=Útvegsbankinn, Vb = Verslunar- bankinn, Sp = Sparisjóðimir. Nánari upplýsingar um pengamark- aðinn birtast í DV á fimmtudögum. Fundurinn f gær var bæöi langur og strangur og þvi var „pásan“ kærkomin f góða veörinu á Sauðárkróki. Þorsteinn fáorður um fjárlögin Jcm G. Hankssan, DV, Sauöárkróki: „Ég gef ekkert upp um einstök efrús- atriði fjárlaganna fyrr en ég legg þau fram í þinginu," sagði Þorsteinn Páls- son íjármálaráðherra eftir þingflokks- fund sjálfstæðismanna. - Hvað verður fjárlagagatið stórt? „Það kemur í ljós þegar búið verður að hnýta síðasta hnútinn, því er ekki lokið en það verður unnið eftir þeim meginforsendum sem ég lagði fram í vor og það er að hallinn verður fjár- magnaður með lántökum innanlands. Það kom fram bæði í máli Þorsteins Pálssonar og Ólafe G. Einarssonar að þingflokkur Sjálfetæðisflokksins telur einfaldlega ekki hægt að lækka skatt- ana og Olafur ítrekaði að alls ekki væri verið að tala um happdrætti- svinning upp á 800 milljónir króna vegna tekjuauka ríkissjóðs vegna mis- gengisins. Það kæmi veruleg útgjalda- aukning á móti vegna launa og niðurgreiðslna á verðlagi. Þorsteinn var spurður að því hvort pólitískar forsendur hafi verið fyrir þvi í apríl að lækka skattvísitöluna þegar það var hægt? „Nei, það hefði ekki breytt neinu, það voru sömu pólitísku for- sendur þá og eru núna. Ég tel að þá misvísun sem nú hefur komið fram vegna skattvísitölunnar sé ekki hægt að leiðrétta nema með staðgreiðslu- kerfi skatta." Kosningar Jón G. Haukssan, DV, Sandáikróki; Þegar Ólafur G. Einarsson, formað- ur þingflokks Sjálfetæðisflokksins, var inntur eftir því hvenær kosningar yrðu svaraði hann: „Ég hef sagt það áður og ítreka ennþá að þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins tekur ekki einn ákvörðun um kosningar. En við teljum það rétt að báðir flokkar ræði það sín á milli hvort flýta eigi kosningum eða ekki.“ Samkvæmt heimildum DV er ekki talinn mikill vilji fyrir því hjá þing- mönnum Sjálfetæðisflokksins að kosið verði fyrr en næsta vor. Hér sjást þingmenn Sjálfstæðisflokksins við upphaf fundarins í gær. DV-myndir JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.