Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986. Frettir______________________________________________r Hvalamálið: Tel ekki að íslendingar hafi verið niðurlægðir - segir sjávarútvegsráðherra. Hvalveiðar hefjast aftur 17. ágúst „Ég lít ekki svo á að við höfum látið undan. Við höldum áfram veið- unum en hins vegar var ákveðið að fallast á að aðeins verði fluttur út tæpur helmingur af kjötinu og einn- ig tæpur helmingur annarra hluta hvalanna og það sem eftir er nýtt innanlands. Þetta var ákveðið af okkar hálfú til að forðast árekstra og ég hef fengið svar frá Baldridge um það að hann muni falla frá ákæru í þessu máli,“ sagði Halldór Ás- grímsson, á blaðamannafundi í gær, þar sem hann greindi frá viðræðum við Bandaríkjamenn vegna hvala- málsins og ákvörðun ríkisstjómar- innar. Ennþá ágreiningur „Það er þó ljóst að ennþá er ágreiningur um málið. Það liggur engin túlkun fyrir á orðalagi sam- þykktar Alþjóðahvalveiðráðsins, hvað lýtur að neyslunni eða „local consumption“ eins og það er kallað þar. Það hefur ekki orðið samkomu- lag um það,“ sagði Halldór. - Má ekki líta svo á að þið hafið látið í minni pokann í þessari deilu? „Við féllumst ekki á það að stöðva veiðamar. Við fóllumst ekki á þeirra túlkun hvað varðar neysluna og þeir vita það. Hins vegar var ákveðið að taka þessa afstöðu, hvað neysluna varðar, til að forðast árekstra svo ekki væri hægt að ásaka okkur um að við færum ekki eftir samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins. Ég skrifa því ekki undir það að við höfum lát- ið undan.“ Athugum samninginn við Hval hf. - Hefur þessi samþykkt einhveijar breytingar í fór með sér varðandi samninginn við Hval hf.? „Nei, að minnsta kosti ekki á þess- ari stundu. Annars eigum við eftir að fara ofan í fjárhagsstöðuna. Við höfum einfaldlega ekki hafi; tíma til þess og gerum okkur þvi ekki grein fyrir því ennþá. Við munum hins vegar reyna að ljúka þvi dæmi eins fljótt og kostur er.“ - Hefur forráðamönnum Hvals hf. verið tilkynnt um þessa samþykkt? „Já, það hefur verið gert.“ - Hefur verið talað um það við þá að samningurinn verði endurskoð- aður? „Nei, það hefur ekki verið rætt, enda getum við ekki farið í það strax.“ Ekki óeðlilegt að ríkið hlaupi undir bagga - Verður ekki um mikið fjárhags- legt tjón að ræða? „Það er alveg ljóst að við fáum ekki eins miklar tekjur af þessu og reiknað var með í upphafi. Hins veg- ar eigum við eftir að meta það.“ - Hver kemur til með að bera það tjón? „Hér erum við fyrst og fremst að sækjast eftir niðurstöðum úr þessum rannsóknum og það er þar sem mesta áherslan liggur." - Verður ríkið látið hlaupa þama undir bagga? „Ég vona að ekki komi til þess, en um það hefur engin ákvörðun verið tekin. Hins vegar er ekki óeðlilegt að ríkið leggi eitthvað til þessara rannsókna eins og annarra rann- sókna.“ Engin vandræði að selja af- urðirnar innanlands - Hafa verið gerðar áætlanir um það með hvaða hætti afúrðimar verða nýttar hér innanlands? „Við erum að skoða það mál og það em þegar uppi ýmsar áætlanir þar að lútandi. En þetta tekur allt tíma. Við munum kalla ýmsa ráð- gjafa á okkar fúnd varðandi það mál. Ég held að það verði ekki vand- kvæðum bundið að selja þessi 51% af hvalafurðunum, en líklega þarf „Þetta hvalamal hefur nú tekið tí- mana tvo,“ gæti sjávarútvegsráð- herra verið að segja á þessari mynd, sem tekin var af honum fyrir utan stjómarráðið í gær. DV-mynd KAE að breyta nýtingunni á ýmsan hátt. En það er alveg ljóst að eitthvað verður brætt, annað notað í mjöl, enn annað í dýrafóður og svo fram- vegis. Þetta á allt eftir að koma í ljós.“ -Var samstaða um málið innan rík- isstjómarinnar? „Já, þar var samstaða." - Hvað með utanríkismálanefhd? Fékkstu þar samhljóða samþykki? „Þar urðu einhverjar minniháttar orðalagsbreytingar, en menn skildu það vel að þetta mál þurfti að vinna mjög hratt.“ Samskipti íslands og Japans ekki rædd - Hafa Bandaríkjamenn rætt um sölu hvalafurðanna til Japans? Hafa þeir líst einhverjum skoðunum á því? „Samskipti íslands og Japans hafa ekki verið rædd á þessum fundum og Bandaríkjamenn hafa ekki farið fram á að ræða það.“ - Óttist þið aðgerðir náttúrufrið- unarsamtaka í kjölfar þessarar samþykktar? „Það er ómögulegt að segja til um það. Hins vegar munum við fylgjast grannt með þeim. Okkur hefur bo- rist hvert skeytið á fætur öðru frá þessu fólki um að við stundum hér dulbúnar hvalveiðar í hagnaðar- skyni. Við verðum bara að sjá til.“ Enginn vafi að þetta mál hefur áhrif á samskipti íslands og Bandaríkjanna. - Hefúr þetta mál og framvinda þess einhver áhrif á samskipti land- anna tveggja? - „Það er enginn vafi að þetta hefur áhrif á samskipti landanna tveggja. Ég býst við að íslendingar, sumir hverjir, sjái nú að ekki er hægt að treysta á neina þjóð. Menn verða að vera á verði. Hins vegar hafa samskipti mín við Bandaríkja- mennina verið vinsamleg, þannig. Þeir hafa ítrekað við okkur að þeir telja sér skylt, vegna mikils þrýst- ings í Bandaríkjunum um þessi mál, að taka þessa afstöðu. Og það er greinlegt að þessir hópar, og þar á ég við náttúrufriðunarsamtökin, hafa mikil ítök í stjómmálamönnum þar vestra." - Kom aldrei til tals að þrýsta á með því að nota herstöðina í Kefla- vík? „Ekki af minni hálfu. Ég tel ekki rétt að blanda slíku saman. En það er auðvitað ljóst að sýni þjóð óvin- semd á einu sviði er ekki ólíklegt að það hafi áhrif á önnur." - En er hægt að treysta þeim á vamarsviðinu ef ekki er hægt að treysta þeim á viðskiptasviðinu? „Þetta hefur auðvitað áhrif hvað á annað, þótt því sé ekki beinlínis blandað saman.“ Fór ekki í fússi frá Washing- ton. - En hvers vegna fórstu í svo mik- illi skyndingu frá Washington? „Nú, þetta lá allt ljóst fyrir strax eftir fyrsta fundinn. Ég sá því ekki ástæðu til að vera þama fram á fimmtudag, eins og til stóð í upp- hafi. Ég vildi þvi komast heim sem fyrst og ljúka málinu. Það var ekki eftir neinu að bíða, auk þess sem það hefði skaðað málið að hafa það leng- ur til umfjöllunar. Það var ekki um það að ræða að við hefðum farið burtu í fússi eins og einhveijir létu liggja að.“ - Þessi samþykkt, á hún einungis við um yfirstandandi vertíð? „Ég á von á því að hún standi á meðan rannsóknaráætlunin er í gildi. Annars er ekkert tryggt í þessu máli. Það getur alveg eins verið að samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins verði breytt þó ég eigi ekki von á því.“ - Hvenær hefjast svo veiðamar að nýju? „Þær hefjast 17.ágúst.“ Ég er óánægður - Ert þú sáttur við þessa niður- stöðu? „Ég leyni því ekki að ég er óá- nægður með þetta. Ég hefði kosið að rannsóknaráætlunin væri fram- kvæmd eins og til stóð í upphafi. Nú hefur verið ákveðið að gera það ekki og út frá stöðunni tel ég þetta skynsamlega niðurstöðu." - Þér finnst þá ekki að íslendingar hafi verið niðurlægðir með þessu? „Nei, ég tel árangri náð með því að tryggja framtíð rannsóknaráætl- unarinnar," sagði Halldór Ásgríms- son. -KÞ Ríkisstjómarsamþykktin: Rúmlega helmings afurðanna neytt innanlands - til að tryggja áframhaldandi hvalveiðar Eftirfarandi er rískisstjómarsam- þykktin um hvalveiðar í vísindaskyni, sama samþykkt og send var Malcolm Baldridge, viðskiptaráðherra Banda- ríkjanna: í framhaldi af ákvörðun Alþjóða- hvalveiðiráðsins um hlé á hvalveiðum í atvinnuskjmi á árunum 1986-1990 ákváðu Alþingi og ríkisstjóm Islands að framfylgja þeirri samþykkt. Jafh- framt var ákveðið að stórauka rann- sóknir, þannig að sem bestar vísindalegar upplýsingar lægju fyrir, þegar tekin yrði ákvörðun um það, hvort hvalveiðar í atvinnuskyni hæf- ust að nýju eftir 1990. í samræmi við þessa stefriu gerði Hafrannsókna- stofhun ítarlega áætlun um hvalrann- sóknir á þessu tímabili og hefur áætluninni þegar verið hrundið í fram- kvæmd. Ríkisstjóm íslands telur lífsnauðsyn að ávallt séu fyrir hendi sem bestar upplýsingar um lífríkið innan fiskveiðilögsögu landsins. Rannsóknaráætlunin er mjög þýðing- armikill þáttur í þeirri viðleitni Islend- inga að nýta auðlindir hafeins með sem skynsamlegustum hætti. Ríkis- stjómin vill því ítreka að áfram verður unnið í samræmi við rannsóknaráætl- unina sem gerð er á grundvelli stofn- samnings Alþjóðahvalveiðiráðsins og að teknu tilliti til ályktunar ráðsins um hvalveiðar í vísindaskyni frá júní sl. Vísindaáætlunin hefúr að mati ríkis- stjómarinnar verið framkvæmd í einu og öllu í samræmi við samþykktir Al- þjóðahvalveiðiráðsins og framan- greinda ályktun. Þar kemur m.a. fram að kjötið ásamt öðrum afurðum ætti fyrst og fremst að nota innanlands. Orðalag þetta hefur verið túlkað af íslendingum á þann hátt, að með því sé hvatt til innanlandsneyslu en á engan hátt sé útflutningur útilokaður eða takmarkaður verulega, sérstak- lega þar sem í ályktuninni er einnig vitnað til stofrisamnings Alþjóðahval- veiðiráðsins, þar sem aðildarríkin taka á sig þær skyldur að nýta afurðimar eftir því sem aðstæður leyfa. Orðalag ályktunarinnar var m.a. ákveðið til að koma í veg fyrir mikinn ágreining innan Alþjóðahvalveiðiráðsins og því ljóst að ágreiningur gæti orðið um túlkun. Bandarísk stjómvöld túlka orðalag- ið þannig, að ekki megi flytja út nema innan við helming af því kjöti, sem til fellur við rannsóknaveiðamar annars vegar og hins vegar ekki nema innan við hehning af öðru sem til nýtingar kemur. Ljóst er að þjóðimar geta ekki komið sér saman um túlkun á orða- lagi þessu. í samræmi við túlkun sína telur viðskiptaráðuneyti Bandaríkj- anna sér skylt að gefa út tilkynningu til forseta um að íslendingar hafi ekki farið í einu og öllu eftir ályktuninni. Til þess að tryggja að því verði ekki haldið fram að ályktun Alþjóðahval- veiðiráðsins sé ekki fullnægt og til að koma í veg fyrir frekari árekstra í máli þessu hefúr verið ákveðið að að- eins verði fluttur út tæpur helmingur af kjötinu og einnig tæpur helmingur annarra hluta hvalanna og það sem eftir er nýtt innanlands, enda mun það tryggja framgang nauðsynlegra rann- sókna og veiði á 80 langreyðum og 40 sandreyðum í því skyni. Reykjavík, 6.ágúst 1986. Frá blaöamannafundi sjávarútvegsráöherra í gær, þar sem hann geröi grein fyrír hvalamálinu. Frá vinstrí: Kjartan Júliusson deildarstjóri, Ólafur Egilsson, utanrfkisráðuneytlnu, Halldór Ásgrimsson, Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrann- sóknastofmmar, og Jóhann Siguriónsson liffræöingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.