Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986. Utlönd Ulf Adelson, fráfarandi formaður sænska íhatdsflokksins, komst að þeirri niðurstöðu að visasti vegur til velgengni sem formaður i ihaldsflokknum væri að ganga i gráu, grínast ekki og alls ekki hafa gaman af ishokkí. Má ekki vera skemmtilegur í sænskum stjómmálum - segir Ulf Adelson Gunnlaugur A Jónsscm, DV, Lundi; „í sænskum stjómmálum má maður ekki vera skemmtilegur.“ Sú er niðurstaða Ulf Adelsons, frá- farandi formanns íhaldsflokksins sænska. Adelson sagði í síðustu ræðu sinni sem formaður flokksins að ráðið til að heppnast sem formaður væri að klæða sig í grátt, grínast ekki og alls ekki hafa gaman af íshokkí. Adelson hefur ofl verið gagn- rýndur fyrir að vera of mikill sprellikarl er talaði áður en hann hugsaði og tæki fjölskyldu sína og íshokkí fram yfir starfið sem flokksformaður. Adelson gaf og ótvfrætt í skyn að þau Carl Bildt og Inger Troed- son, er börðust um formannssætið í íhaldsflokknum, ættu ekki á hættu að verða talin of skemmti- leg. Bæði þykja þau nefhilega heldur þurr á manninn. Japanir auka vamarniáttinn Japöask stjómvöld ákváðu í gær að auka fjárveitingar til vamar- mála til að mæta vaxandi hemað- arstyrk Sovétríkjanna í Austur- löndum. í greinargerð sem ríkisstjóm Japana sendi frá sér vegna þessa máls segir að á undanfömum tíu árum hafi Sovétríkin komið þriðj- ungi allra kjamaflauga sinna fyrir í Asíu. Einnig heföi tíu nýjum her- fylkjum verið komið fyrir austan við Baikalvatn þannig að nú eru um 370 þúsund sovéskir hermenn staddir á því svæði. Þá hafa 360 nýjar herþotur verið sendar austur til Síberíu þar sem fyrir em 2.390 sprengjuflugvélar. I Kyrrahafe- flota Sovétríkjanna eru 840 skip, þar af 111 kafbátar og tvö stór flug- móðurskip. Ekki er með öllu ljóst hvemig Japanar hyggjast mæta þessum styrk en sterk staða gjaldmiðils þeirra gerir þeim kleift að kaupa vopn á alþjóðamarkaði ódýru verði Umsjón Erling Aspelund og Hannes Heimisson Blaðamenn, marxistar og bandaríska utannkis- ráðuneytið ábyrgt - segir Jesse Helms um undirróðursherferð gegn Chile Bandaríski öldungadeildarþing- maðurinn Jesse Helms, sem þekktur er fyrir íhaldssemi og hatur á komm- únistum, sakaði í gærkvöldi blaða- menn, marxista og bandaríska utanríkisráðuneytið um þátttöku í umfangsmikilli herferð falsaðra upp- lýsinga er miðaði að því að grafa undan stjómvöldum í Chile. „Ég hef þungar áhyggjur af þeirri herferð falsaðra upplýsinga er nú stendur yfir og beinist gegn alþýðu Chile er nú æskir einskis annars en að fá að halda áfram þeirri lýðræðis- Bandaríski öldungadeildarþing- maðurinn Jesse Helms. þróun er yfir stendur í landinu," sagði Helms í þingræðu í öldunga- deildinni. Segir öldungadeildarþingmaður- inn að samfylking fjölmiðla, marx- ista og bandaríska utanríkisráðu- neytisins reyni nú hvað hún geti til að koma í veg fyrir þá lýðræðisþróun er hafin sé í Chile undir forystu Pinochets hershöfðingja. Helms hefúr mátt sæta rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, að frumkvæði þingnefridar í öldungadeildinni er fer með öryggis- mál ríkisins á þeim rökum að hann eða einhver úr starfsliði hans hafi af ásettu ráði komið viðkvæmum leyniskjölum í hendur chileanskra leyniþj ónustumanna. Óstaðfestar heimildir innan bandaríska þingsins herma að inni- hald leyniskjalanna tengist banda- rískri rannsókn á aðild stjómar- hersins í Chile á morði Rodrigo Rojas, bandarísks ríkisborgara, er lést af sárum sínum fyrir skömmu eftir árás chileanska stjómarhersins á mótmælaaðgerðir stjómarand- stæðinga. Segja 184 hafa týnt Irfi við BeHínar- múrinn ffá 1961 Vestur-þýsk yfirvöld sögðu í gær að alls hefðu 184 týnt lífinu og yfir 4000 særst við flóttatilraunir frá Austur-Þýskalandi um Berlínarmúr- inn til Vestur-Þýskalands á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er í þessum mánuði frá því Austur-Þjóðverjar hófu byggingu Berlínarmúrsins al- ræmda. Segir ennfremur að flest fóm- arlömbin hafi týnt lífinu á jarð- sprengjusvæði við múrinn, fallið fyrir sjálfvirkum skotvörpum eða vélbyssuskothríð vopnaðra varða. Austur-þýsk yfirvöld hófu byggingu Berlínarmúrsins illræmda á milli Aust- ur- og Vestur-Berlínar áriA 1961. Á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá þvi Austur-Þjóðverjum var meinuð brottför frá griðlandi kommúnismans hafa 184 týnt lífi í flóttatilraunum við Berlinarmúrinn. Hvalveiðar í vísinda- skyni aðeins yfirskin - segir talsmaður grænfríðunga í Bandaríkjunum Hvalkjöt í loðdýrafóður Sagði Wilkinson greinilegt að það hvalkjöt er íslendingar ætluðu sér að neyta innanlands yrði notað til að fóðra ýmiskonar loðdýr, hugsan- lega mink, en afgangurinn yrði síðan seldur úr landi. Wilkinson sagði að fimm af sex hvalveiðiríkjum heims væm þegar búin að brjóta alþjóðlegar sam- þykktir um hvalveiðibann, eða kæmu til með að brjóta það á næs- tunni undir yfirskini „veiða í vís- indaskyni". Nefndi talsmaðurinn þar sérstak- lega Suður-Kóreu, Filippseyjar, Japan og Noreg, auk Islands. Wilkinson sagði Sovétmenn hafa ákveðið að hætta hvalveiðum með öllu frá og með lokum næsta árs, en bætti því við að Sovétmenn kynnu að lokum einnig að reyna að komast hjá því að framfylgja alþjóðlegum samþykktum um hvalveiðibann. Talsmaður grænfriðunga i Bandarikjunum sagði í gær að áframhaldandi hvalveiðar íslendinga í vísindaskyni væru aðeins yfirskin tii að hylma yfir áframhaldandi verslun íslendinga með hvalaafurðir. Talsmaður umhverfisvemdarsam- taka grænfriðunga fordæmdi í gær þá ákvörðun íslendinga að veiða 120 hvali á þessu ári í vísindaskyni og kallaði það fyrirslátt íslenskra yfir- valda til að komast hjá að framfylgja alþjóðlegum takmörkunum á hval- veiðum. Viðskiptahagsmunir fyrst Talsmaðurinn Dean Wilkinson, sem jafhframt er yfirmaður skrif- stofú grænfriðunga í Bandaríkjun- um, sagði að áform íslendinga um svokallaðar „veiðar í vísindaskyni" skipaði íslandi á sama bás og fjórum öðrum ríkjum er þegar hafa hundsað bann Alþjóðahvalveiðiráðsins við áframhaldandi hvalveiðum. Taldi Wilkinson veiðar Islendinga í vísindatilgangi einungis yfirskin og væri það greinilegt að viðskipta- hagsmunir réðu fyrst og fremst- ákvörðun íslendinga. Wilkinson studdi þessa fullyrðingu sína með því að segja að áður en nokkur al- þjóðleg samþykkt um bann hval- veiða kom til heföu íslendingar ekki veitt einn einasta hval í vísindaskyni en nú ætluðu þeir sér skyndilega að hefja meiriháttar veiðar í vísinda- skyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.