Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986. Spumingin Notar þú bílbelti? Sigríður Bjarnadóttir ellilífeyrisþegi: Ég skal nú segja þér það að ég fer yfirleitt aldrei í bíl, ég fer allt með strætó. Sigríður Ása Maack nemi: Já, stund- um geri ég það, aðallega þó utan- bæjar. Jón Ásgeir Valsson nemi: Nei, ég nota aldrei bílbelti. Guðný Rut ísaksen nemi: Það fer nú bara eftir því hvar ég er, helst nota ég bílbeltin utanbæjar. Jón Olgeirsson leigubílastjóri: Ég nota aldrei bílbelti þegar ég er að keyra innanbæjar, aftur á móti nota ég þau utanbæjar. Sif Þórsdóttir nemi: Já, ég nota allt- af bílbelti, alveg síðan ég fékk bílpróf fyrir þremur árum. Lesendur „Seint gert við þjóð- veginn í Strandasýslu“ viskunni að þessir fau sem treysta ykkur skuli oft liggja á spítala hálf- dauðir eða líkamlega bæklaðir, fyrir það eitt að hafa lent í slíku ræsi. Svo ekki sé minnst á ofaníburð, það er að segja flughála fiörumöl. Jú, jú, mikil ósköp, það er talið að allir séu fullir eða keyri alltof hratt sem lenda í slysum, en það er öðru nær. Ég var hvorki fúll eða ók of hratt þegar ég lenti í slysi í fyrrasumar. Ég var að aka niður brekku sem fjörumöl hafði verið borin ofan í og missti stjóm á bifreið minni. Þetta kostaði mig þriggja vikna rúmlegu á gjörgæslu og nokkra mánuði á slysadeild. Hver ber ábyrgð á slíku? Ég held ég viti að það fer meiri tími en æski- legt er að þrátta við landeigendur. Ykkur væri nær að laga það sem fyrir er, áður en það verða lagðir fleiri vegir tvist og bast. DV hafði samband við Vegagerð ríkisins og var tjáð að allir vegir væm teknir í gegn fyrst á vorin og síðan reynt eftir bestu getu að halda í horfinu yfir sumarið. Þó getur skapast hættuástand fyrst eftir miklar rigningar, en reynt væri eftir slíkar rigningar að laga veginn eins fljótt og hægt væri, eða þá sett væm upp hættumerki. Vega- gerðin kannaðist ekki við að notuð væri fjörumöl í ofamburð, en algeng- asti ofaníburðurinn væri unnið efni. „Ykkur væri nær að laga það sem fyrir er, áður en það verða lagðir fleiri vegir.“ ökumaður skrifar: Hvemig stendur á því að það er svona seint gert við þjóðveginn í Strandasýslu? Það sem rennur úr veginum á vorin er látið standa fram eftir sumri. Það sem ég hef orðið mest vör við er úrrennsli frá ræsum. Hættan er sú að stikur þær sem merkja veginn em miklu utar en úrrennslið. Væri ekki hægt að láta einn eða tvo menn aka um, bara til þess að færa stikumar innar, þar sem þær eiga í raun og vem að vera. Ykkur hjá Vegagerðinni finnst kannski betra að hafa það á sam- Glænýju hjóli stolið Sonja Geirsdóttir hringdi: Þann 31. júlí síðastliðinn varð sonur minn fyrir því óhappi að hjólinu hans var stolið. Hann fór upp í Hóla í Breið- holtinu og skildi hjólið sitt eftir í hjólageymslu við blokk, en staldr- aði ekki við nema í 4-5 mínútur. Þegar hann svo kemur til baka er búið að taka hjólið. í því sér hann „Rikshaw Fimm stelpur skrifa: Okkur finnst að hljómsveitin Rikshaw sé mjög mikið skilin út- undan. Til dæmis er hljómsveitin Greifamir á öllum tónleikum sem við táningamir förum á. Greifar! leyfið Rikshaw að komast að og rásarmenn ættu að spila eitthvað af Rikshaw lögum. Þeir ættu það svo sannarlega skilið því það er eins og allir séu á móti þeim og strák á hjólinu. Hann var í svört- um buxum og grárri úlpu, svona 11-12 ára gamall en hann var kom- inn of langt í burtu til þess að hægt væri að ná í hann. Þetta er DBS hjól, hvítt og blátt, alveg glænýtt. Ég bið sérstaklega foreldra og auðvitað alla sem vitað gætu eitthvað um málið að hafa samband í síma 74931. Fundar- launum er heitið. er best“ vilji bara rakka þá niður. Strákar mínir, látið þetta fólk ekki móðga ykkur! Við Riks- hawaðdáendur stöndum allir með ykkur og þeir em miklu fleiri en ykkur getur grunað. Við stelpum- ar og fleiri höldum áfram að halda upp á ykkur. í leiðinni viljum við þakka Gurrý, einni að norðan og svo Fríðu Björk fyrir að styðja þessa frábæm hljómsveit. „Gefið okkur fri“ Afgreiðslustúlkur skrifa: Við erum hér nokkrar mjög óá- nægðar afgreiðslustúlkur sem viljum láta í okkur heyra. Það hefur nú ekki farið framhjá neinum að afrnæli Reykjavíkur- borgar fer í hönd, og ekki neitt nema gott um það að segja. Það sem við erum óánægðar með og finnst mjög óréttlátt er að ekki skuli öllum gefið frí mánudaginn átjánda ágúst þegar aðalhátíðar- höldin verða. Það virðist sem aðeins hinir útvöldu fái að taka þátt í þessu. Við vinnum í búð og stendur til að búðin verði opin til hádegis en þá á eftir að ganga frá ýmsu þann- ig að maður kæmist ekki fyrr en seint og um síðir niður í bæ í gleð- skapinn. Við æskjum þess að fá frí allan daginn, það er ekki nema sann- gjamt. Borgarstjóri og borgar- stjóm, takið þetta til greina því þá yrðum við ofsaglaðar. Með fyr- irfram þökk. Siglandi sjóskíði á Faxaflóa Hreinn Hreinsson hringdi: Ég var á trillunni minni úti á miðjum Faxaflóa og rakst þar á eitt sjóskíði. Ég tók það heim með mér en vil síður sitja uppi með það. Ef einhver saknar sjóskíðis síns er hann beðinn að hafa samband í síma 33392. Kveðja til leiðbeinenda og ungl- inga vinnuskólans Amfinnur Jónsson, skólastjóri Vinnu- skóla Reykjavíkur, skrifar: Mig langar að koma á framfæri kveðjum til þeirra leiðbeinenda og unglinga sem störfuðu í Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar og þökkum fyrir mjög gott starf. Sérstakar þakkir til unglinganna 750 sem tóku þátt í lokahátíð vinnuskól- ans, sem var ferð til Þingvalla, fimmtudaginn 31. júlí síðastliðinn. Framkoma þeirra, umgengni og þáttt- aka í dagskrá hátíðarinnar var með þeim ágætum að sérstaklega var tekið eftir. Hópurinn var sjálfúm sér og ungl- ingum almennt mjög til sóma og framkoma til eftirbreytni. Að lokum er unglingum óskað vel- famaðar í skólastarfi á komandi skólaári. „Hópurinn var sjálfum sér og unglingum almennt mjög til sóma og framkom- an til eftirbreytni."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.