Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986. 7 Atvinnumál „Semjum um lánakjörin fyrir miðjan mánuð“ - á skuldabréfum Húsnæðisstofnunar til Irfeyrissjóðanna „Við höfum enga ákvörðun tekið enn, þetta mál verður vandlega rætt og reynt verður að koma samkomu- lagi þama á milli. Það gerist þó örugglega fyrir miðjan mánuð. Segja má að Húsnæðisstofnun sé að reyna að koma sér hjá því að taka ákvörð- un um máhð með því að vísa því til ráðuneytanna," sagði Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra eftir að stjóm Húsnæðisstofounar ríkis- ins samþykkti á fondi sínum í fyrradag að ákvörðun um hvaða lánskjör stæðu til boða í kaupum lífeyrissjóðanna yrði sett í hendur félagsmálaráðherra og ijármálaráð- herra. Er þessum kaupum lífeyrissjóð- anna á skuldabréfunum ætlað að íjármagna lán Húsnæðisstofounar til kaupenda og byggjenda hús- næðis. Nýlega hafa verið sett lög um Húsnæðisstofoun þar sem segir að lífeyrissjóður skuli gera samning um kaup á skuldabréfom hennar og skulu þau lánskjör gilda sem ríkis- sjóður býður almennt. Nú býður ríkissjóður fonm mismunandi teg- undir spariskírteina á almennum markaði. „Ég tel að í þessum nýju lögum sé ekki nógu skýrt kveðið á um ýmis atriði," sagði Alexander, „það er erf- itt að hafá ekki fast undir fæti í þessum málum, þegar um er að ræða sveiflur á lánakjörum á almennum markaði. Húsnæðisstofoun þarf þvi að eltast við þessar breytingar sem eru oft miklar á markaðnum.“BTH Skittamálið á Hvammstanga: Skiltið sett upp innan girðingar ]ón G. Haukssan, DV, Akureyri Skiltið við afleggjarann til Hvamm- stanga, sem sýndi sundstað, tjaldstæði, gaffal, skeið og rúm og vegagerðin reif niður, hefúr nú verið sett upp inn- an girðingar rétt við afleggjarann til Hvammstanga á jörðinm Syðsta-Ósi. „Mér finnst það að vísu ósmekklegra að hafa skiltið svona innan girðingar, 15 metra frá þjóðveginum, en við gát- um ekki annað,“ sagði Hreinn Halld- órsson, formaður Ferðamálanefadar á Hvammstanga. Skiltamálið á Hvammstanga hefur vakið mikla athygli. Fyrir var skilti við þjóðveginn, í vegkantinum, sem á var merkt sundstaður og tjaldstæði. I sumar var bætt í rammann með merkj- unum gaffli og skeið og rúmi. Það var til þess að Vegagerðin reif niður skiltið samkvæmt þeirri reglu- gerð sinni og Náttúruvemdarráðs að kauptún utan þjóðvegar megi ekki auglýsa þjónustu sína við þjóðbraut. „Þetta er allt hið fúrðulegasta mál, það vantar allt samræmi. Við erum ekki að biðja um neitt amerískt stór- skilti við veginn heldur þessi litlu alþjóðlegu skilti, við getum ekki rekið ferðaþjónustu ef við megum ekki aug- lýsa við veginn. Að visu getum við auglýst í blöðunum en ekki lesa út- lendingar þau,“ sagði Hreinn. Forráöamenn f ferðamálum á Hvammstanga eru nýbúnir að setja skiltið upp innan girðingar á bænum Syðsta-Ósi um 15 metra frá þjóðveginum. DV-mynd: JGH ♦♦♦♦♦♦♦ SETLAUGAR ♦♦♦♦♦♦♦ Eigum fyrirliggjandi margar gerðir akrylpotta Þriggja til sjö manna setlaugar meÖ loft og vatnsnuddi. Gunnar Ásgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 Simi 91 35200 Námsmenn erlendis, takið eftir Sumarráðstefna SÍNE verður haldin á morgun, laugar- dag, í Félagsstofnun stúdenta kl. 14. Mætum öll. Stjórnin. Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra. Við leikfangasafn á Akureyri er laus til umsóknar 60% staða forstöðumanns. Staðan veitist frá 1. sept. nk. Laun skv. samningum opinberra starfsmanna. Um- sóknarfrestur er til 20. ág. nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist í pósthólf 557, 602, Akureyri. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 96-26960 alla virka daga frá kl. 09.00-12.00. Framkvæmdastjóri. VR 3906 HQ myndbandstæki á 42.600 stgr. Skipholti 7 - Símar 20080 og 26800. Bfi FREEPORTKLÚBBURINN lOára afmælisfagnaður Freeportklúbbsins verður að Hótel Sögu nk. þriðjudagskvöld, 12. ágúst, og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Ræða kvöldsins: Dr. Frank Herzlin. Aðgöngumiðar eru seldir í versluninni Bonaparte, Austurstræti 22-og í Bílaleigu Akureyrar, Skeifunni 9. Félagar fjölmenni og taki með sér gesti, enda allir velunnarar klúbbsins velkomnir. (Ath.: Hófið er að Hótel Sögu, EKKI Á ÞINGVÖLLUM eins og upphaflega var áætlað).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.