Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 32
44 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986. Sviðsljós Ólyginn sagði... Leslie Caron er mörgum ógleymanleg í hlutverki Gigi fyrir allmörg- um árum. Hún er nú fimmtíu og fimm ára gömul og að- dáendum til huggunar skal það upplýst að hún á tutt- ugu og sjö ára gamla dóttur sem er steypt í nákvæmlega sama mótið. Þær mæðgur eru að hefja leik saman í sjónvarpsþáttaröð hjá ABC og nefnist sú framleiðsla því frumlega nafni Ástarskipið. Þess verður eflaust ekki langt að bíða að við sjáum herlegheitin á skjánum hér heima. Gelsey Kirkland skekur nú ballettveldið með endurminningaskrifum af óvægnustu tegund. Hún lýsir þar kókaínneyslu sjálfr- ar sín og annarra dansara hjá bandarískum ballett- flokkum af betri klassanum. Gelsey stóð meðal annars í ástarsamböndum við Peter Martins og Mikhail Barys- hnikov en núverandi eigin- maður - Gregory Lawrence - aðstoðar við skrifin. Bókin er væntanleg á markaðinn í október undir nafninu Dans- að á gröf minni og er gefin út af Doubleday. Jú, reyndar - það var sú gallharða Jackie Kennedy Onassis sem fékk Gelsey til að stinga niður penna. Joan Rivers þykir sérsinna á köflum. Það er viðurkennd hegðun að draga með sér eiginmann hvert á land sem er en Joan fer ekki fetið án þess að taka pettið sitt með sér. Fyrrnefnt pett er smáhundur, Spike að nafni. Hvutti situr venjulega sæll og ánægður í stól móti kerlu þegar hún fer út að borða og meðfylgjandi mynd er tekin af parinu þeg- ar leiðin lá í stórveislu sem haldin var í góðgerðarskyni á Manhattan nýlega. Valaskjálf 20 ára Nýlega hélt Valaskjálf á Egils- stöðum upp á 20 ára afmæli sitt. Var í þvi tilefni slegið upp dansleik sem um 600 manns sóttu. Sá dans- leikur var heldur ekki af verri endanum því hljómsveitimar Völ- undur og Einsdæmi komu saman eftir margra ára hlé og skemmtu gestum. I dagskrá kvöldsins var m.a. rakin saga hússins, sýndir búningar Valaskjálfar frá upphafi auk þess sem stúlkur frá Egilsstöð- um sýndu gömlu og nýju tískuna. Árið 1966 var húsnæði Valaskjál- far fyrst tekið í notkun og var meginmarkmið þess reksturs að efla menningarlíf Héraðsins. Flutt voru leikrit, sýndar kvikmyndir, haldnir fundir og aðrir mannfagn- aðir auk veitingasölu. Ásdís Sveinsdóttir annaðist að mestu leyti reksturinn fyrstu árin. Árið 1973, er Finnur V. Bjarnason, nú- verandi framkvæmdastjóri Vala- skjálfar, tók við rekstrinum, voru í notkun um 20 smáhýsi á vegum Valaskjálfar en þau voru m.a. nýtt undir gistingu, mötuneyti og leik- fimi grunnskólans. Ný álma í húsinu var fyrst opnuð árið 1975 og var þá fyrst farið að reka heils- árshótel. Þessi stækkun gerði kleift að færa reksturinn að mestu eða öllu leyti á einn stað. Fljótlega var farið að byggja við húsið og 1978 var fyrsti hluti af nýrri viðbygg- ingu vígður. Ári seinna fór Menntaskólinn á Egilsstöðum með heimavist sína í þennan hluta húss- ins og var þar í alls fjóra vetur enda lagðist vetrargisting niður á þeim tíma. Eftir þessi ár urðu þáttaskil er hótelreksturinn fékk allt húsið til afnota og hefur það ekkert breyst enda hefur eftirspum eftir gistingu aukist og þá sérstak- lega með tilkomu Norrænu sem siglir frá Seyðisfirði. Umferð vegna þessara siglinga liggur einmitt í gegnum Egilsstaði. Fyrir u.þ.b. ári voru gerðar miklar breytingar á sam) omuálmu Valaskjálfar sem aukið hafa nýtingarmöguleika þess til muna auk þess sem húsið fékk leyfi til vínveitinga. 1 dag vinna um 40 manns hjá Valaskjálf á sumrin en um 15 á veturna. Vala- skjálf rekur heilsárshótel, svo og sumarhótel í Menntaskólanum. Reglulega eru sýndar kvikmyndir og rekin er þar hvers konar félags- starfssemi. Einnig er kjörin að- staða fyrir fundahöld og ráðstefn- ur. AI Staff-flokkur Valaskjálfar tók lagið. Gamla tískan sýnd viö góðar undirtektir. Hljómsveitin Völundur spilaði saman eftir 8 ára hlé. Breyttur Prince Rokkstjaman Prince hefur breytt snarlega um ímynd og er lítt þekkj- anlegur í beinsniðnum jakkafotum og með bindi. Ekkert glys, glingur og glimmer þessa dagana og svona klæddur mætti gaurinn á virðulega verðlaunahátíð í Beverly Hills fyrir skömmu. Amerískt kóngabrúðkaup Dætur forseta Bandaríkjanna hafa vakið mikla athygli meðan feðumir búa í Hvíta húsinu en Karólína Kennedy er ennþá prinsessa ríkj- anna í augum flestra þegnanna. Brúðkaup hennar og Ed Schlossberg Onassisfrúin mætti á staðinn og vakti að venju mikla athygli. á dögunum vakti því mikla athygli vestra þótt fréttir af því féllu í skugg- ann fýrir brúðkaupinu breska í evrópsku pressunni. Karólína er tuttugu og átta ára gömul og brúðguminn fjörutíu og eins. Aldursmunurinn vafðist eitt- hvað fyrir móður hennar, Jackie, en dóttirin sagði henni skýrt og skorin- ort að ef hana langaði ekki að mæta í brúðkaupið þegjandi og hljóðalaust skyldi hún bara láta sig vanta. Og fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna skildi sneiðina, mætti hlýðin á stað- inn og brosti blíðlega til hinna rúmlega tvö hundmð blaðamanna og ljósmyndara sem viðstaddir voru vígsluna. Ted Kennedy leiddi bróðurdóttur sína upp að altarinu og áhorfendur, sem safnast höfðu saman til að fylgj- ast með atburðinum, grétu af við- kvæmni. Kennedyklanið mætti - allir sem einn - og mesta athygli vöktu fyrmefndir familíumeðlimir, Maria Shriver og vöðvabúntið henn- ar og fleiri af yngri kynslóðinni. Þar er nú stíft leitað að forsetaefni og víst er að ekki mun gefist upp fyrr en í fulla hnefana. Karólína Kennedy giftist sinum heittelskaða Ed Schlossberg. r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.