Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNUSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 450 kr. Verð I lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Niðurlæging Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra var kall- aður til Bandaríkjanna eins og sakamaður. Bandaríkja- menn sögðu honum, hvað hann ætti að gera í hvalveiðimálinu. íslendingar hafa nú beygt sig fyrir skipunum Bandaríkjamanna. Stóra málð er nú ekki, hvort eitthvað sé veitt hér af hvölum. Málið hefur tekið þá sveilfu að snúast um það, hversu langt Bandaríkjamenn geta gengið í að stjórna okkur. Nú er sagt, að viðskiptaráðherra Banda- ríkjanna ætli að hætta við að setja fram svonefnda staðfestingarkæru á hendur íslendingum. Það hefði valdið því, að Reagan Bandaríkjaforseti hefði hafið efnahagslegar refsiaðgerðir gegn íslendingum, segja vísir menn. En er það ekki mikil niðurlæging fyrir okk- ur að beygja okkur fyrir slíku? Víst er svo. Bandaríska stórveldið vill ráða yfir öðrum vestrænum ríkjum og ráðskast með mál þeirra. Stórveldið er samt við sig. Þetta gildir greinilega einnig um tiltölulega lítil mál- efni, sem upp koma. Auðvitað eigum við að fara að íslenzkum lögum en ekki bandarískum. Afskipti banda- rískra stjórnvalda af hvalveiðunum eru allt annars eðlis en ef húsmæður í Bandaríkjunum hefðu tekið upp hjá sér að hætta að kaupa íslenzkan fisk vegna hvalveiða okkar. Afskipti Bandaríkjastjórnar eru kúgun. Bandaríkjastjórn segir okkur, hvað eigi að gera við afurðirnar. Hún segir okkur, að við skulum borða meira hvalkjöt. Þó er ekki líklegt, að íslendingar komi ofan í sig miklu meira af þessari afurð, hvað sem líður auglýs- ingaherferð, sem Bandaríkjastjórn fyrirskipar okkur að hefja. Bandaríkjastjórn segir okkur, að við skulum láta refi og minka eta hvalkjötið. Hver landsmaður hlýtur að sjá, að stjórnin í Washington fer í þessu langt út fyrir það, sem sæmandi er í viðskiptum bandalagsþjóða. Og ríkisstjórn íslands gerir samþykkt, þar sem segir, að bandarísk stjórnvöld túlki orðalag ályktunar Al- þjóðahvalveiðiráðsins þannig, að ekki megi flytja út nema innan við helming af því kjöti, sem til falli við rannsóknarveiðarnar, og ekki nema innan við helming af öðru, sem til nýtingar komi. Ljóst sé, að þjóðirnar geti ekki komið sér saman um túlkun á þessu orðalagi. í samræmi við túlkun sína hafi viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna talið sér skylt að gefa út tilkynningu til forseta Bandaríkjanna um, að íslendingar hafi ekki farið í einu og öllu eftir ályktuninni. Þá segir íslenzka ríkisstjómin, að til þess að tryggja, að því verði ekki haldið fram, að ályktun Alþjóðahvalveiðiráðins sé ekki fullnægt og til að koma í veg fyrir frekari árekstra í málinu hafi stjórnin ákveðið, að aðeins verði fluttur út tæpur helmingur af kjötinu og einnig tæpur helming- ur annarra hluta hvalanna og það, sem eftir er, verði nýtt innanlands. Þessi samþykkt var tilkynnt í gær. Þannig hafa íslendingar beygt sig fyrir amerísku valdi. Þetta hlýtur að verða til þess, að við endurskoð- um samskipti okkar við Bandaríkin. Rétt er, að ísland sé í Atlantshafsbandalaginu, en hindra verður yfirgang Bandaríkjamanna gagnvart okkur. Við verðum að koma í veg fyrir, að Bandaríkjamenn geti litið á sig sem herraþjóð yfir okkur. Tími er kominn til að breyta ýmsum forréttindum, sem við höfum veitt Bandaríkjamönnum eða látið mót- mælalítið. Haukur Helgason. í ágætri ritgerð um sauðasöluna til Bretlands, eftir Sveinbjöm Blönd- al sagníræðing, kemur fram hvemig samkeppni útlendra kaupmanna um búfjárafúrðir og frjáls útflutningur þeirra gerði bændum kleift að stofria fyrstu kaupfélögin. Sauðagullið svo- kallaða var forsenda þess að kaup- félög gætu stundað vöminnkaup. Á þessum árum var mikil umfram- framleiðsla á landbúnaðarafurðum sem tókst að selja úr landi. Þá gat enginn meinað bændum að versla við þann er best bauð, - þá var ekk- ert SÍS. Og enn í dag er umffamframleiðsla á landbúnaðarafurðum og enn vilja útlendir kaupa - en nú er öldin önn- ur, nú er komið SÍS og í gegnum vaxta- og geymslugjalda- og útflutn- ingsbótakerfið er fóðmð sú svika- mylla sem malar því sjálfkrafa sauðagullið í greipar. Sölutilraunir SÍS? Ég hef haldið því fram að vænlegt sé að stefiia á útflutning á dilka- kjöti til USA. Úrtölumenn, svo sem rithjú SÍS á Tímanum, bændabænd- ur og ráðherraleppar, hafa aftur á móti beitt hugvitssamlegum aðferð- um til að gera lítið úr þeim mögu- leika. Ein af röksemdum þessa flokks er sú að SÍS sé búið að gera tilraunir með sölu í USA sem ekki hafi geng- ið - og satt er það. Um það m.a. segir ívar Guðmundsson, fyrrverandi að- alræðismaður í New York: „Hingað hefur komið kjöt, illa ffágengið og illa umbúið, sem var sent rakleiðis til föðurhúsanna, þar sem matvæla- eftirlitið (í USA) taldi það ekki hæft til manneldis." Bandariski kjöt- kaupmaðurinn, sem átti að selja þessar SlS-sendingar, sagði: „Þið farið ekki einu sinni eftir einföldustu fyrirmælum um ffamsetningu vö- runnar. Reynsla mín hefur sarmað KjáUaiirm Birgir Dýrfjörð þinglóðs Alþýðuflokksins mér að þið viljið ekkert gera til að selja kjötið ykkar.“ Lúxusvara Á næstliðnu sumri sendu samtök sauðfjárbænda menn til USA að at- huga með kjötsölu. Þeir voru Gunnar Páll Ingólfsson og doktor Sigurgeir Þorgeirsson. I dagbók dr. Sigurgeirs frá þessari ferð er m.a. haft eftir kjötkaupmanni sem rekur 20 verslanir í „fínni“ hverfum N.Y.: „Mínir kúnnar spyrja sjaldan um verð“ og „mínir viðskiptavinir eru tortryggnir gagnvart ódýru kjöti“ og þessi kaupmaður sagði eins og margir fleiri „að sívaxandi ótti fólks við „kemísk" efrii, lyfjagjöf og andúð á verksmiðjubúskap skapaði aukna ásókn í allt sem teldist náttúrulegt, og á því sviði dytti sér engin kjöt- vara í hug sem stæði betur að vígi en ísl. lambið", einnig segir í skýrsl- unni: „slík tilraun (með kjötútfl.) verður að byggjast á útflutningi á lúxusvöru á háu verði“. Veruleg tregða Bændur fóru að berjast strax í ágúst sl. við „velunnara" sína fyrir því að kjöt yrði sent á því ári til USA og stefnt á jólamarkað. I stjóm- arplöggum landssamtaka sauðfjár- bænda segir: „Þegar við funduðum í Rvk um daginn virtist ríkjandi veruleg tregða á því að landbúnað- arráðherra skipaði nefrid þá er við óskuðum eftir við hann í sumar“ og áfi"am segir: „15. okt. fengu þrír af stjómarmönnum fund með ráðherra og honum varð ljóst að okkur var fúll alvara, þá féllst hann loks á að skipa nefnd til að annast verkef- nið“, þ.e. söluna til USA. En að fallast á er annað en framkvæma, enda tókst að koma í veg fyrir að kjötið færi á jólamarkað. Þá var næst stefnt á páskamarkað. Það var 'líka eyðilagt því ráðherrann neitaði að lokum að sent yrði úr landi kjöt 'fyrir ca 800 þús. nema það yrði greitt fyrirfram, á sama tíma greiddi ríkis- sjóður tæp 500 þús. á mánuði fyrir að geyma USA-verkaða kjötið. Til skýringar um skilning þessa ráðherra á embætti sínu má geta þess að félag sauðfjárbænda sendi honum bréf um sín mál og óskaði skjótra svara ráðherrans, og svarið kom, - en viti menn - frá Búvöru- deild SÍSH Gullkvörn SÍS Það er þjóðamauðsyn að fólk geri sér grein fyrir að SÍS-hringurinn hefúr hag af þvi að ekki verði selt kjöt úr landinu með öðrum hætti en nú tíðkast og þeir einir ráða. Yrði breyting þar á gæti farið svo að sauðagullið úr svikamyllu útflutn- ingsbóta og geymslu- og vaxtagjalda drægist úr greipum þeirra, og það nemur hundruðum milljóna króna. Áhætta SlS af núverandi kerfi er engin, þeim er hagkvæmast að geyma kjötið sem lengst og hirða fyrir geymslu- og vaxtagjöld beint úr ríkissjóði og þegar það hentar þeim að losna við kjötið þá skiptir engu máli fyrir þá sem seljendur hvað fyrir kjötið fæst, þeir fá nefni- lega sölulaun af útflutningsbótunum sem ríkissjóður greiðir. Hver vill láta skemma fyrir sér slíka gullkvöm? Birgir Dýrfjörð „Yrði breyting þar á gæti farið svo að sauðagullið úr svikamyllu útflutningsbóta og geymslu- og vaxtagjalda drægist úr greipum þeirra...“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.