Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986. 39 íslenska þjóð- kirkjan þarf ekki að kvarta Sigurbjöm Einarsson o.fl. Vára Nordiska Syskonkyrkor genom tusen ár. Proprius förlag, Stockholm, 1985. Ritstj.: Gunnar Dahmén. Dr. Sigurbjöm Einarsson biskup er ánægður með stöðu íslensku þjóð- kirkjunnar um þessar mundir. A.m.k. verður ekki annað lesið út úr kafla þeim sem hann skrifar um íslensku kirkjuna í bókinni Vára nordiska syskonkyrkor genom tusen ár. Meðal gleðiefaa, sem biskupinn nefnir, er að hlutfallslega hefur fjölg- að í þjóðkirkjunni undanfarin ár, að meira en sextíu kirkjur hafa verið vígðar á 25 ára tímabili, að beins fjandskapar í garð kristindóms og andkirkjulegs áróðurs gætir ekki, að spíritisminn höfðar ekki lengur til menntafólks, að hinar gömlu guð- fræðilegu víglínur, sem stöðugar voru fram á miðja þessa öld, hafa verið rofhar, að við höfum fengið nýja messuhandbók og nýja sálma- bók, að einhugur hafi ríkt um það i kirkjunni að taka á móti kvenprest- um til starfa og að Skálholt hafi risið úr rústunum. Einnig segir dr. Sigur- bjöm að kirkjan geti ekki kvartað undan sambúðinni við ríkisvaldið og að spumingin um aðskilnað ríkis og kirkju sé ekki tímabær. Ekki er vafi á því að hlutur Is- lands í norrænu kirkjulegu samstarfi hefur farið mjög vaxandi á síðustu árum. Kemur þetta meðal annars fram í útgáfu ýmissa rita er fjalla um einiiveija hliðstæða kirkjulega þætti á Norðurlöndunum eða vilja bera saman kirkjulega þróun í þess- um löndum. ísland er engan veginn eins oft útundan og áður var. Sem dæmi um þetta má nefna bókina Religiös förándring í Norden 1930- 1980 (útg. 1985), sem ég hef áður kynnt hér í DV (24. febr. sL), þar sem kaflinn um ísland var mjög ítarleg- ur, skrifaður af dr. Pétri Péturssyni. Einnig má nefha bókina Kirken, krisen og krigen (útg. 1982) þar sem séra Jónas Gíslason dósent skrifaði kaflann Kirke og samfund i Island 1930-1945. Fleiri dæmi um þetta mætti nefna og eitt það nýjasta er sú bók sem hér er til kynningar, þar sem dr. Sigurbjöm Einarsson biskup skrifar eins og hans var von og vísa - mjög svo greinargóðan og læsilega útdrátt úr þúsund ára íslenskri kirkjusögu. Þess má þó geta til gam- ans að þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenskur biskup tekur þátt í útgáfu sameiginlegrar norrænnar kirkju- sögu. Árið 1920 var gefin út í Uppsölum bók dr. Jóns Helgasonar biskups í ritröðinni Kyrkans enhet En sökum einangrunar íslands á árum fyrri heimsstyijaldarinnar kom bók dr. Jóns, Islands kyrka och dess stállning í kristenheten, út síðar en aðrir hlutar ritraðarinnar. Fróð- legt er að bera saman þessi kirkju- sögulegu yfirlit þeirra dr. Jóns Helgasonar biskups og dr. Sigur- bjöms Einarssonar biskups þó ekki sé svigrúm hér að gera slíkan sam- anburð. Þeirri bók sem hér er til umfjöllun- ar er, eins og nafiáð gefur til kynna, ætlað að kynna sænskum lesendum norrænu systurkirkjumar og er því ekki neinn kafli um sænsku kirkj- una í bókinni. Þó þetta verði að teljast galli frá íslenskum sjónarhóli á bókin engu að síður fullt erindi til íslenskra áhugamanna um kirkju- sögu, a.m.k. til þeirra sem hræðast ekki sænskuna. Bókin er skrifuð fyr- ir almenning og enginn þarf að óttast að finna í henni fræðilegar langlokur um léttvæga atburði kirkjusögunnar. I bókinni, sem er 203 bls að lengd, er einungis stiklað á stóm. Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson Sigurbjöm leggur mat sitt á þetta tímabil, sem hann hefur verið svo mikilvægur hluti af, og velur efni- við og hafnar á þann hátt sem allir sagnfræðingar hljóta óhjákvæmi- lega að gera þegar sagan er rituð, hvort heldur er um að ræða samtíð- arsögu eða sögu fyrri alda. Hér er ekki rúm til að rekja efni bókarinnar nánar né koma inn á kaflana sem um hin Norðurlöndin fjalla en allir eru þeir fróðlegir og mjög læsilegir. í ljósi aukinnar þátttöku íslensku kirkjunnar í norrænu samstarfi ætti bók þessi að vera íslenskum kirkjunnar mönnum kærkomið tækifæri til að verða sér úti um haldgóða undir- stöðuþekkingu í viðræðum við starfsbræður á hinum Norðurlönd- unum. Nokkur galli er það þó að ekki skuli vísað til annarra og ítar- legri rita, fyrir þá sem meira vildu lesa. Sömuleiðis er það ókostur á bókinni að hún skuli ekki hafa að geyma nafnaskrá sem tvímælalaust hefði aukið notagildi hennar. Hins vegar prýðir bókina fjöldi góðra mynda. Við lestur þess kafla bókarinnar sem dr. Sigurbjöm Einarsson bisk- up skrifaði gat ég ekki varist þeirri hugsun hve klókur sá bókaútgef- andi væri sem fengi dr. Sigurbjöm til að skrifa endurminningar sínar eða flalla um þær í formi samtals- bókar. Slík bók yrði ómetanleg heimild um sögu íslenskrar kirkju á 20. öld. Víst er að ég er ekki einn um að vilja gefa mikið fyrir slíka bók. Gunnlaugur A. Jónsson. Sigurbjöm biskup. íslenski kaflinn er vissulega sá stysti í bókinni en gefur hinum að öðru leyti ekkert eftir. Dr. Sigur- björn Einarsson skrifar um þúsund ára tímabil íslenskrar kirkjusögu á aðeins 21 blaðsíðu. Það segir sig sjálft að það verður að fara fljótt yfir sögu og mörgu að sleppa þegar ekki er meira rúm til ráðstöfunar. Mér sýnist engu að síður sem dr. Sigurbimi hafi tekist aðdáunar- lega vel að skrifa samfellda og lifandi frásögn þar sem flest það mikilvægasta kemur með. Frásögn hans er skipt í átta kafla: Trúboðstíminn, Alþingi velur kristna trú, ísland í samfélagi norr- ænna kirkna, Siðbótartíminn, Hallgrímur Pétursson, Reykjavík sem nýtt biskupssetur, kirkjulífið í dag og loks er kafli um Skálholt sem nýja kirkjulega miðstöð. Tveir síðustu kaflarnir em að sjálfsögðu þeir athyglisverðustu enda hefur dr. Sigurbjörn Einars- son sjálfur farið með stærra hlut- verk en nokkur annar í íslenskri kirkjusögu síðustu áratuga. Það hlýtur að vekja athygli þegar dr. Nauðungaruppboð annað og síðasta á MB Geir KE 67 ásamt tilheyrandi fylgifé, tal. eign Níelsar A. Arsælssonar, fer fram eftir kröfu Gísla Baldurs Garðarssonar hrl. á eign- inni sjálfri í Tálknafjarðarhöfn fimmtudaginn 14. ágúst 1986 kl. 11.30. __________________Sýslumaðurinn í Barðastrandarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á sláturhúsi í Örlygshöfn, Rauðasandshreppi, þingl. eign Kaupfélags Vestur-Barðastrandarsýslu, fer fram eftir kröfu Gunnars Sæ- mundssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 14. ágúst 1986 kl. 17.00 ______________________Sýslumaður Barðastrandarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fiskverkunarhúsi í landi Þinghóls á Tálknafirði, þingl. eign Ishafs sf. og íslensku umboðssölunnar hf., fer fram eftir kröfu Jóns G. Briem hdl. og Gísla Baldurs Garðarssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 14. ágúst 1986 kl. 11.00. ______________________Sýslumaðurinn í Barðastrandarsýslu. í Þjóðskjalasafni er laus til umsóknar staða aðstoðarmanns á lestrarsal safnsins. Góð almenn menntun áskilin. Umsóknir, sem greina frá menntun og fyrri störfum, berist Þjóðskjalasafni íslands fyrir 20. ágúst. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Reykjavík, 7. ágúst 1986. Þjóðskjalavörður. PANTANIR SÍMI13010 HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29. Laus staða við Bænda- skólann á Hvanneyri Laus er nú þegar til umsóknar staða kennara í almenn- um búfræðum við Bændaskólann á Hvanneyri. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist landbúnaðarráðuneytinu, Arnarhvoli, 101 Reykjavík, og skulu hafa borist fyrir 20. ágúst nk. 6. ágúst 1986 Landbúnaðarráðuneytið. Akurgerði **********.*.*.***** skipholt 1-34 Grundargerði Þykkvabæ Brautarholt Búðargerði Fagrabæ Stórholt ******************** ******************** ******************** Hlíðargerði Melbraut Hraunbæ 50-100 Mosgerðí Skólabraut ******************** Melgerði ******************** AFGREIÐSLA Þverholti 11 - Sími 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.