Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 28
40 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986. Andlát Ingibjörg Jónsdóttir Kaldal lést 31. júlí. Hún fæddist 19. nóvember árið 1903, dóttir hjónanna Jóns Jóns- sonar og Ingibjargar Gísladóttur. Ingibjörg Kaldal var eiginkona Magnúsar heitins Þorgeirssonar, fyrrum verslunarstjóra og aðaleig- anda Pfaff í Reykjavík. Utförin fer fram frá Dómkirkjunni í dag, föstu- daginn 8. ágúst, kl. 13.30. Bækur Ymislegt Happdrætti Hjartaverndar Árlegt happdrætti hefur um langt skeið verið einn af styrkustu tekjustofnum Hjartavemdar. Aðeins eitt happdrætti á ári er á vegum samtakanna og dregið í því á haustin, að þessu sinni 10. október næstkomandi. Aðalverkefni Hjartavemd- ar er tvenns konar: fræðslustarfsemi og rekstur rannsóknarstöðvar. Hjartavemd hefur rekið rannsóknarstöð í 19 ár. Árang- ur af rannsóknum Rannsóknarstövar Hjartavemdar er sífellt að koma í ljós eins og lesa má í skýrslum og greinum. Skýrsl- ur, bæklingar og tímarit koma út á vegum samtakanna til að fræða almenning um helstu áhættuþætti þessara mannskæð- ustu sjúkdóma hér á landi og hvaða fyrirbyggjandi aðgerðir komi helst að gagni. I þetta sinn em vinningar óvenju glæsilegir, alls 20 talsins að verðmæti tæp- ar 4 milljónir króna. Hæsti vinningur er 1 milljón til íbúðakaupa og annar vinning- ur er AUDI bifreið árgerð 1987 að verð- mæti kr. 850.000. Aðrir vinningar em tvær greiðslur til íbúðakaupa, 11 ferðavinning- ar og 5 tölvur. Miðaverð er kr. 150. Útvarp - sjónvaip___________________________pv Karl Theodór Jónsson lést 1. ágúst síðastliðinn. Hann var fæddur 23. maí 1932. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 8. ágúst, kl. 15.00. “ Sigurjón Árnason bóndi, Pétursey lést 29. júlí síðastliðinn. Hann var fæddur í Pétursey 17. apríl 1891, son- ur hjónanna Þórunnar Sigurðardótt- ur og Árna Jónssonar. Árið 1920 giftist Sigurjón Sigríði Kristjáns- dóttur sem lést 1947 og eignuðustþau 3 böm. Seinni kona hans var Stein- unn Eyjólfsdóttir og eignuðust þau tvo syni. Steinunn lést árið 1979. Útförin fer fram frá Skeiðflatar- kirkju, Mýrdal, í dag, 8. ágúst, kl. 14.00. Jón Margeir Sigurðsson frá Sauð- árkróki, Þórufelli 10, Reykjavík, andaðist að morgni 7. ágúst á öldr- unardeild Landspítalans, Hátúni iOb. Bragi Björnsson skipstjóri, Suður- götu 7, Sandgerði, verður jarðsung- inn frá Hvalsneskirkju laugardaginn 9. ágúst kl. 14.00. Ný Ijóðabók Út er komin hjá Máli og menningu ljóða- bókin Vatnaskil eftir Böðvar Guðmunds- son. Þetta er fjórða ljóðabók höfundar en fimmtán ár eru síðan síðasta ljóðabók hans kom út. Yrkisefni eru sígild og ís- lensk, ættjörðin, karlmennskan og heimasveitin. 1 bókinni eru 27 ljóð, hún er unnin í Prentsmiðjunni Hólum. Kápu gerði Hilmar Þ. Helgason. Veggfóðraður óendanleiki Út er komin hjá Máli og menningu ljóða- bókin Veggfóðraður óendanleiki eftir ísak Harðarson. Þetta er fjórða bók höfundar. Bókin er allstór að vöxtum eða röskar 90 blaðsíður. Ljóð Isaks eru nýstárleg og fjöl- breytileg, bæði að inntaki og formi, en stef bókarinnar er öðm fremur afdrif þess óendanleika, sem býr í manninum sjálfum og birtist ekki síst í ljóðinu á okkar tímum tölvustýringar og hugtæknivæðingar. Tónn bókarinnar er ekki bjartur en þó langt frá því að vera þunglyndislegur, því Isak leikur sér víða að klisjum nútímans. Bókin er unnin í Prentsmiðjunni Hólum og Teikn gerði kápuna. Bima G. BjamleifsdóHir „Útvarpið er mikil og góð afþreying“ Valdimar Sigurjónsson frá Hreiðri, Holtahreppi, lést 31. júlí síð- astliðinn. Hann fæddist 9. ágúst árið 1900 í Hreiðri, sonur hjónanna Margrétar Árnadóttur og Siguijóns Jónssonar. Valdimar var bóndi að Hreiðri til ársins 1964 en þá flutti hann og eiginkona hans, sem hann kvæntist 1936, Guðrún M. Alberts- dóttir, til Hafnarfjarðar. Eignuðust þau fimm börn. Eiginkona Valdimars lést árið 1970. Eftir það bjó hann lengst af í Hveragerði en dvaldi á sjúkrahúsi tvö seinustu árin. Vald- imar verður jarðsunginn í dag, föstudaginn 8. ágúst, kl. 13.30 frá Hafnarfjarðarkirkju. Þegar ég vakna milli sjö og átta á morgnana er ég vön að fálma eftir ferðaútvarpstækinu mínu og hlusta á morgunvaktina. I gær fannst mér fróðlegt að heyra þar viðtal við Bjama Sigtryggsson, fyrrverandi fréttamann hjá Ríkisútvarpinu, sem nú var hinum megin við hljóðnem- ann og svaraði spumingum um framtíð ferðaþjónustu hér á landi. Á leiðinni ofan úr Breiðholti vestur í bæ slökkti ég á morguntrimminu hennar Jónínu, enda hef ég sérþarfir hvað leikfimi snertir, auk þess sem það yrði ekki vel séð að gera leikfimi undir stýri. Fram að hádegi hlustaði ég ekki meira á útvarp heldur eftir hljóði frá sjö vikna dótturdóttur minni sem svaf úti á svölum meðan móðirin brá sér af bæ smástund. Á heimleiðinni heyrði ég glefeur úr þættinum Úr dagsins önn á milli þess sem ég skrapp í búðir. í þessum þætti em oft mjög athyglisverð við- töl og svo var einnig í þetta skipti. Langjákvæðustu ummælin um dagskrá Ríkisútvarpsins heyri ég frá fólki sem er rúmfast eða bundið heima. Ég held að fáir sem em fleyg- ir og færir geri sér ljóst hvað útvarpið er í rauninni mikil og góð afþreying og býður upp á vandaða og fjölbreytilega dagskrá. Stærsti hluti fréttanna um kvöldið fór í hvalamálið að sjálfeögðu, auk klukkutíma dagskrár í fimmtudags- umræðu þar sem ýmis sjónarmið komu fram. Þetta mál sýnir okkur íslendingum hve lítið peð við erum á taflborði heimsmálanna. Hversu margir íslendingar ætli geri sér grein fyrir gildi vísindalegra rannsókna á hvölum eða í hveiju þær em í raun fólgnar? Ég held að sú hlið málsins hafi verið of lítið kynnt almenningi hér heima og erlendis. Útvarpshlustun min fer eftir að- stæðum hveiju sinni. Vinsælasta eftiið er þjóðlegur fróðleikur. Ég vel yfirleitt þá þætti sem ég hef áhuga á hverju sinni, hvort sem er á rás eitt eða tvö. Ég tel að útvarpsdag- skráin sé fjölbreytt og góð, fróðleg og skemmtileg, og þar eigi allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Kvenfélagasamband íslands minnir á söfnunina fyrir lækningatæki á krabbameinsdeild kvennadeildar Land- spítalans. Gíróreikningur er nr. 528005. Ný sólbaðstofa Nýlega var opnuð ný sólbaðstofa í Breið- holti, Dúfnahólum 4, garðmegin. Þessi nýja sólbaðstofa heitir Löve-sól og er opin daglega frá 10-23 er opnað verður fyrr á morgnana í vetur. Kælt öl er selt á staðn- um, hársnyrtivörur og sólkrem, frítt kaffi er ávallt á könnunni. Gerðar hafa verið miklar breytingar á staðnum og geta kon- ur og karlar komið samtímis í ljós. Síminn er 72226. Eigandi er Hilmar Þór Friðþjófs- son og er hann á myndinni ásamt Elísu Löve. Samtökin Lífsvon opna skrif- stofu Lífsvon er samtök fólks sem telja sér skylt að standa vörð um líf ófæddra barna. Sam- tökin voru stofnuð fyrir rúmu ári og formaður þeirra er Hulda Jensdóttir, for- stöðumaður Fæðingarheimilis Reykjavík- ur. Síðastliðið ár hafa kraftar samtakanna að mestu farið í upplýsingastarfsemi og félagasöfnun auk nokkurrar ráðgjafar sem að mestu hefur verið á persónulegum grunni. Nú hafa samtökin opnað skrifstofu að Auðbrekku 2 í Kópavogi og er hún opin kl. 15-17 alla virka daga og er síminn þar 44500. Þar eru veittar upplýsingar um samtökin auk þess sem þar er aðstaða til að sjá myndbandasafn sem samtökin eiga. Síðar mun stefnt að því að koma á ráðgjaf- arþjónustu á sama stað í þeirri von að fleiri böm fái að lifa en líf þeirra verði ekki fljótfæmi og vanhugsun að bráð. Pétur og Bjartmar: Þá sjaldan maður lyftir sér upp. Pétur Kristjánsson og Bjartmar Guð- laugsson hafa nú gefið út plötuna Þá sjaldan maður lyftir sér upp. Platan geym- ir 4 lög, tvö eftir Bjartmar og tvö erlend lög. Alíir textarnir era eftir Bjartmar. Þeim til aðstoðar em valinkunnir menn. Eiríkur Hauksson syngur bakraddir, Jó- hann Ásmundsson annast bassaleikinn, Gunnlaugur Briem sér um trommu- og ásláttarleik, Kristján Edelstein leikur á gítar og hljómborð og raddar að auki og loks er það Eyþór Gunnarsson sem leikur á hljómborð í einu lagi. Lögin sem þeir félagar flytja eru: Fimmtán ára á fostu, Ástaróður, Draumadísin og Ég mæti. Upp- tökur fóm fram í Hljóðrita og önnuðust þeir Sigurður Bjóla og Sveinn Kjartansson hljóðritunina. Sveinbjöm Gunnarsson sá um útlitið en Bjarni Jónsson tók myndirn- ar. Alfa pressaði og Prisma sá um prent- verkið. Þeir Pétur og Bjartmar munu fylgja plötunni eftir með hljómleikahaldi og annarri spilamennsku á næstunni. Auk plötunnar kemur út kassetta með lögum Péturs og Bjartmars á annarri hliðinni en fjórum lögum eftir Greifana á hinni. Greifarnir - Blátt blóð Hljómsveitin Greifarnir frá Húsavík sló hressilega í gegn er hún tók þátt í Músík- tilraunum ’86 á vegum Tónabæjar og rásar 2. Greifarnir unnu þessa keppni sjálfum sér til mestu furðu. Nú hafa þeir hljóðritað fjögur lög sem hafa verið þrykkt í svart plast. Frumsmíð sína á sviði hljómplötuút- gáfu kalla Greifarnir Blátt blóð og eru þar með trúir hinu sanna aðalsmannaeðli sínu. Lögin sem þessi fyrsta plata félag- anna inniheldur em: Útihátíð, Ég vil fá hana strax (Kortér í þrjú), Er þér sama og Sólskinssöngurinn, allt lífleg lög við spaugsama texta eins og vera ber. Greif- amir taka sig svona rétt mátulega alvar- lega og eru staðráðnir í að láta aðra um að frelsa heiminn. Þeir em engir kross- farar nema ef vera skyldi þegar útihátíðir og sólskin eru annars vegar. Þeir sem skipa hljómsveitina eru: Kristján Viðar Haraldsson (hljómborð), Felix Bergsson (söngur), Sveinbjörn Grétarsson (gítar), Gunnar H. Gunnarsson (trommur) og Jón Ingi Valdimarsson (bassi). Auk þeirra komu Þorsteinn Jónsson, Ólöf Sigurðardóttir og Edda Borg Ólafs- dóttir nokkuð við sögu við gerð plötunnar. Upptökumenn voru Sigurður Bjóla, Ól- afur Halldórsson og Tryggvi Herbertsson sem jafnframt annaðist upptökustjóm. Hljóðritun fór fram í Mjöt og Hljóðrita, Alfa sá um pressun og Prisma annaðist filmuvinnu og prentunina. Sveinbjörn Gunnarsson hannaði umslagið og Bjarni Jónsson sá um ljósmyndun. Útgefandi er Steinar hf. A&næli 70 ára afmæli á 11. ágúst Sigurður Jónsson lyfeali, Sauðárkróki. Hann ætlar að taka á móti gestum sínum sunnudaginn 10 ágúst að Hótel Mælifelli frá kl. 20.30. 60 ára afmæli á í dag, 8. ágúst, Gunn- ar Þ. Gunnarsson, Sunnubraut 27, Kópavogi, forstjóri hjá íslenskum aðalverktökum. Þar hefur hann starfað um langt árabil. Eiginkona hans er Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og eiga þau fjögur uppkomin böm. 80 ára afmæli á í dag, 8. ágúst, Jó- hanna Guðmundsdóttir, Berg- þórugötu 55, Reykjavík. 70 ára afmæli á á morgun Ágúst Sigurleifur Guðjónsson, Safamýri 48, fyrrum starfemaður hjá bygginga- vörudeild SÍS. Eiginkona hans er Sigríður Gísladóttir. Hann tekur á móti gestum í Ármúla 40 á morgun, 9. ágúst, eftir kl. 19.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.