Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986. 9 Utlönd Háttsettur njósnari fær hæli hjá Rússum „vesæll Irtill kart“, segir fyrrum yfirmaður CIA Bandarískum njósnara hefur verið veitt hæli í Sovétríkjunum. V ar þetta gert af „mannúðarástæðum" að því er segir í skeyti frá sovésku frétta- stofunni Tass í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem erindreki bandarísku leyni- þjónustunnar, CIA, leitar hælis í Sovétríkjunum. Njósnarinn sem hér um ræðir, Edward Lee Howard, var rekinn úr starfi hjá bandarísku leyniþjón- ustunni árið 1983 fyrir eiturlyíja- notkun. Einnig þótti hann hafa staðið sig illa á lygaprófi. Fram að þeim tíma hafði leyni- þjónustan verið að búa Howard undir stöðu í Moskvu og veitt hon- um ýmsar mikilvægar upplýsingar í því skyni. Þegar Howard var rekinn sneri hann sér til Sovétmanna og sagði þeim allt sem honum hafði verið kennt. Að sögn bandarískra embættismanna varð það til að grafa mjög undir njósnaneti Bandaríkja- manna í Sovétríkjunum. Einnig mun það hafa leitt til þess að erindreki bandarísku leyniþjónustunnar var tekinn af lífi. Bæði leyniþjónustan, CIA, og al- ríkislögreglan, FBI, hafa orðið að sæta harðri gagmýni í Bandaríkjun- um vegna þessa máls. Grunsemdir William Colby, fyrrum yfirmaður CIA, segir að njósnarinn sem strauk til Sovétríkjanna eigi ekki sjö dag- ana sæla framundan. vöknuðu í fyrra um að ekki væri allt með felldu hjá þessum fyrrum starfsmanni leyniþjónustunnar, og var hann undir eftirliti bandarísku alríkislögreglunnar þegar hann slapp úr landi og hvarf í september 1985. William Colby, fyrrum yfirmaður CIA, sagði um Howard í gær að hann væri „vesæll lítill karl sem sveik þjóð sína“. Colby sagði að Howard myndi eflaust enda í ein- hveiju leiðindastarfi og lifa frekar einmanalegu lífi það sem eftir væri. „Það hefði varla getað hent betri mann,“ sagði Colby. Stærsti fiskur sem veiðst hefur á stöng Stærsta fiski sem veiðst hefur á stöng var slöngvað um borð í bát fyrir utan New York í gær. Var.það rúm- lega fimm metra langur hvítur hákarl sem vó 1.565 kíló þegar komið var á þurrt. Skepnan náðist um fjöruíu kíló- metra austur af Long Island, sem er í New York fylki, og tók það veiði- manninn hátt í tvær klukkustundir að landa þeim stóra. Alþjóðleg veiði- samtök munu í dag mæla fiskinn og vigta, og jafhframt kanna veiðarfæri, til að staðfesta að heimsmet hafi verið sett. Veiðikóngurinn var að vonum á- nægður með feng sinn. I viðtali við fréttamann sagðist hann ætla að fá sér lúr en halda síðan aftur til veiða á morgun. Enn fjölgar atvinnu leysingjum í Belgíu Kristján Bemburg, DV, Lokeren; Enn fjölgar þeim er ganga at- vinnulausir hér í Belgíu. í síðasta mánuði einum fjölgaði atvinnu- lausum um 5800. Bæði er fjölgunin hjá Flæmingj- um og Vallónum. Aðeins í Brussel minnkaði atvinnuleysið. 1 júlí síð- astliðnum voru 437 þúsund Belgar á atvinnuleysisskrá, þar af 179 þúsund karlmenn og 256 þúsund konur. Alls eru íbúar Belgíu rúmlega tíu milljónir. Hvítur hákarl eins og sá sem veiddist fyrir utan New York i gær. Boesak styður Ingvar Carlsson GuraJaugux A Jcnæon, DV, Lundi; „Það hefúr tekist með okkur Carlsson náinn persónulegur vin- skapur sem ég met mjög mikils. Ég skil vel hvers vegna sænska stjómin vill bíða átekta nú þegar svo mikið er að gerast í málefnum Suður-Afríku. Eg sfyð sænsku stjómina og ber fyllsta traust til hennar," sagði blökkumaðurinn Alan Boesak, varaforseti kirkjur- áðs Suður-Afríku í gær. Boesak átti þá kíukkustundar- fund með Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, í Mexíkó en þangað var Boesak boðinn tii að fylgjast með fundi fimm heimsálfa klúbbsins svonefnda. Þessi stuðningur Boesak við Carlsson var vafalaust mjög dýr- mætur vegna þeirrar gagnrýni er sænska ríkisstjómin hefur sætt upp á siðkastið og ekki síst Carls- son persónulega sem sakaður hefur verið um að hafa svikið stefiiu flokks Palme gagnvart Suð- ur-Afríku. Boesak hefúr verið boðið til Sví- þjóðar í október næstkomandi af Jafnaðarmannaflokknum sænska. „Þá munum við halda þeim við- ræðum áfram sem við höfum átt í dag,“ sagði Boesak. írakskar loftárásir írakskar herþotur réðust í gær á orkuver og olíuhreinsunarstöðvar í íran. Talsmenn stjómvalda í írak sögðu að árásimar hefðu verið gerðar til að hefna fyrir nýlegar árásir írana á fjölda írakskra borg- ara. Tvö olíuflutningaskip, sem stödd vom skammt frá Kargeyju á Persaflóa, urðu einnig fyrir tjóni í þessum árásum. Skipin sigldu und- ir fánum Láberíu og Panama. Klerkurinn Khomeni sagði írönskum pílagrímum á leið til Mekka í gær að ekki kæmi til greina að semja frið við íraka. Slíkt væri brot gegn Islam og myndi leiða til þess að stórveldin legðu íran undir sig. RALLY CROSS Rallycross- og Motocross-keppni á sunnudaginn kl. 14.00 við Kjóavelli. í síðustu keppni fylgdust 2000 manns með hörku kappakstri á keppnisbraut BÍKR og nú endurtökum við leikinn. Miðaverð kr. 150 og ókeypis fyrir börn í fylgd með fullorðnum. IX/frTDAF iVlrL 1 dUiV Góð afkoma leyflr vaxtahækkun Metbók hækkar um 1% Ársávöxtun 16,1% BÚNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.