Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 30
42 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986. Smiðir vikunnar Smiths - Panic (Rough Trade) Þeir slá ekki feilhögg þessa dagana smiðirnir laghentu frá Manchester og það er engin ástæða til að panikera yfir þessu; hér hitta þeir naglann á höfuð- ið í frábæru lagi. Handlangarar vikunnar Btow Monkeys - Don’t Be Scared Of Me (RCA) Blásarasveitin setur einkar skemmtilegan svip á þetta hressa lag frá Blow Monkeys og viðlagið er auðgripið. Lionel Richie - Dancing On The Ceiling (RCA) Væntanlegur stórsmellur án vafa; Lionel Richie er kominn í hóp þeirra sem hreinlega virðast ekki geta samið annað en smelli. Þetta er þó alls ekki hræ- billegt léttmeti; lagið vinnur mjög á við nánari kynni, er vel uppbyggt og létt og skemmtilegt einsog maðurinn sagði. Spandau Ballet - Fight For Ourselfs (CBS) Það er baráttuhugur í Spandau-mönnum loks þegar í þeim heyrist eftir langt hlé; þetta lag er þó nokkuð ólíkt því sem þeir voru að fást við, miklu meira rokk en við eigum að venjast frá Spandau. Gott engu að síður. Sandy Shaw - Frederick (Polydor) Sú berfætta er komin á stjá aftur, nú í skóm og sokkum og virðist engu hafa gleymt. Hér syngur hún lag sem Patti Smith söng um árið, prýðisgott lag, sem enn ber nokkum keim af Patti. Það munu hafa verið smiðimir vinir okkar efst í dálknum, sem drógu Sandy fram á sviðið aftur og mega þeir vel við una. Timburmenn vikunnar Five Star - Find The Time (RCA) Þau Pearson-systkinin hafa kolfallið á prófinu, velgengnin hefur gert þau að lagamaskínu, sem spýtir nú út úr sér innantómu diskófönki, sem vantar all- an sjarma. Þetta gengur ekki lengur. -SþS. Rod Stewart - Every Beat of my Heart Ekkl útbrunninn Það má eiginlega segja um Rod Stewart að hann hafi verið of snemma ó ferðinni með sina bestu plötu, Every Picture Tells a Story, sem kom út 1971. Allar götur síðan hafa gagnrýnendur og aðdáendur hans verið að bera plöt- ur hans saman við þessa frábæru plötu og enn hefur honum ekki tekist neitt í líkingu við þá tónsmíð sem hann flutti þar. Á löngum ferli hafa samt komið plötur sem hver og einn getur verið hreykinn af. Og í þeim hópi er hans nýjasta afiirð, Eveiy Beat of my Heart. Rod Stewart, sem er rúmlega fertug- ur og hefiir stanslaust verið að í rúm tuttugu ór, er löngu orðinn þjóðsaga í lifanda lífi. Bæði er að maðurinn hefur allsérstæða rödd sem enginn tekur feil á og ekki er hægt að segja um hann að hann hafi lifað rólegu lífi öll þessi ár. Ef miða má Every Beat of my Heart við einhveija af fyrri plötum Stewarts er helst að upp komi Átlanta Crossing sem hefur það sammerkt með fyrr- nefridri plötu að önnur hliðin er hröð en hin róleg. Þetta gafst honum vel þá. Atlanta Crossing er talin með hans betri plötum. Og þetta ætlar að duga honum vel nú. Á hröðu hliðinni, sem er fyrri hlið plötunnar, eru það Here to Etemity og Another Heartache sem skara nokkuð fram úr. Bæði lögin eru hin skemmtilegustu og í þeim stíl sem maður á að venjast frá Rod Stewart. Aftur á móti bregst honum bogalistin þegar hann ætlar sér að vera um of nútímalegur eins og í Who’s Gonna Take me Home. Rólegri hiiðin er í heild betri. Þar má finna tvö lög sem mikið hafa heyrst að imdanfömu, titillagið Every Beat of my Heart og Love Touch sem sam- ið var við nýjustu kvikmynd Robert Redfords, Legal Eagles. Bæði em þessi lög virkilega óheyrileg og flutningur Stewarts góður. Sömu sögu er að segja um Ten Days of Rain. Platan endar svo á hinu tuttugu ára klassíska lagi Bítlanna, In my Life. Fer Rod Stewart ágætlega með það þó að sjálísögðu geri hann þvi ekki jafngóð skil og The Beatles. í heild er Every Beat of my Heart hin óheyrilegasta plata og besta plata Rod Stewart í langan tíma. Hann hef- ur með hjálp annarra samið megnið af lögunum sjálfur og tekist það furð- anlega vel. Sýnir að neistinn er ekki alveg horfinn þótt kominn sé á fimm- tugsaldur. HK. Faraldur - Faraldur Ekki hættulegur faraldur Svokallaðar skyndihljómsveitir spretta löngum upp hérlendis á sumr- in; gagngert stofnaðar til þess að hala inn peninga á sveitaballamarkaðnum sem blómstrar á sumrin. Hingað til hafa þessar hljómsveitir ekki lagt út í að gefa út plötu, ein- fakllegí, vegna þess að þeim hefur ekki verið ætiað langlífi, liðsmennimir yfir- leitt starfandi í öðrum hljómsveitum. En með tilkomu rásar tvö hefur opn- ast markaður til að auglýsa þessar skyndihljómsveitir upp áður en lagt er á miðin og ennfremur á meðan á túmum stendur. Faraldur heitir hljómsveit, sem er dæmigerð skyndihljómsveit, skipuð tónlistarmönnum og skemmtikröftum í bland og em meðal liðsmanna ekki ófrægara fólk en Icy hópurinn þjóð- frægi. Aukinheldur koma við sögu ó þess- ari plötu fólk sem ekki tilheyrir hinum eiginlega Faraldri, einsog þeir Mezzo- menn Gunnlaugur og Eyþór. Plata þessi inniheldur fjögur lög, tvö eftir Magnús Eiríksson og tvö (reynd- ar sama lagið í tveimur útgáfum) eftir Eggert Þorleifeson. Aðallag plöfimnar, og það sem greinilega á að trekkja, er tippalag Eggerts, Litil tippi lengjast mest, þokkalegasta rokklag en textinn á gagnfræðaskólaplaninu og má vera að það sé einmitt það plan sem íslenskir sveitaballagestir em á. Það hefur löngum kætt íslendinga að kyrja blautlegar vísur með víni. Lögin tvö eftir Magnús Eiríksson em léttir rokkarar; ágætistónsmíðar en oft hefúr Magnús gert betur. Síðasta lag plötunnar er hægari út- gáfa tippalagsins og má vera að mönnum þyki hún fyndin í fyrstu en þeir sem endast til að hlusta oft á þetta hljóta að hafa krumpaða kímnigáfú svo ekki sé meira sagt. Fyrir mína parta lyktar þetta af upp- fyllingu langar leiðir. Hins vegar má vera að þessar tvær útgáiúr lagsins séu báðar nothæfar ó sveitarúntinum; sú hægari á skemmtuninni, hin á ball- inu. Á heildina litið er þessi plata greini- lega soðin saman í snarhasti og ekki verið að vanda neitt sérstaklega til verka, enda platan aðallega ætluð sem auglýsing fyrir skemmtanir en ekki fyrir þessa ákveðnu hljómsveit sem slíka. -SþS. Rockwell - The Genie bljúgri bæn * I „Ég geri mér grein fyrir að ekkert í þessari veröld skiptir máli nema góð heilsa, hamingja, ást og gleði. Þann- ig hafa hlutimir verið síðan ég byrjaði á þessu verkefni." Þetta em kynningarorð piltsins Rockwell að annarri breiðskífu hans, The Genie. Að þessum orðum töluð- um má álíta að hér hljóti að vera á ferðinni afskaplega lífsglaður dreng- ur - í besta falli frelsaður. Það er í nokkm samræmi við sönginn sem fyrst vakti athygli á þessum unga söngvara, Somebody’s watching me. Ýmislegt á plötunni bendir þó til þess að vegurinn til ljóssins hafi ver- ið þymum stráður. í laginu Con- centration segir stráksi til dæmis: „Ég get ekki einbeitt mér og Motown vildi fá plötuna mína í gær.“ Hér er átt við hið eina sanna risafyrirtæki sem hefur á sínum snærum flestöll svörtu stórstimin í bandarísku poppi. Forróðamenn þar hafa greini- lega verið óþreyjufullir eftir annarri breiðskífu frá Rockwell, svona til að hamra jámið meðan það væri heitt. En hér er enginn Michael Jackson til að syngja bakraddir. Jackson átti ekki svo lítinn þátt í að koma laginu Somebody’s watching me á vinsælda- lista og um leið að vekja athygli á Rockwell. Hér verður drengurinn hins vegar að treysta á sjálfan sig og það verður að segjast eins og er að engar framfarir em merkjanlegar fró fyrstu plötunni. Lögin á Genie em öll ákaflega keimlík og langt frá því að þar sé að finna nýtt topplag sem gæti haldið nafni Rockwell á lofti. Hér ganga hlutimir einfaldlega ekki upp. Hvort um er að kenna reynsluleysi stráksa eða óbærilegum þrýstingi Motown-útgófunnar er ekki gott að segja. Ég hallast persónulega að því að hann geti ekki ennþá staðið á eigin fótum á framabrautinni, þrátt fyrir trúna á himnaföðurinn. Rock- well er held ég á sama máli. „Allt sem þú þarft að gera „babí“ er að vaxa úr grasi." Þar rataðist kjöftug- um satt á munn. -ÞJV i POPP- sihælki Sæl nú!... Spandau Ballet hefur nú fyrst hljónisveita gripið til beinna aðgerða gegn kyn- þáttaaðskilnaði Suður-Afríku- stjórnar med þvi að setja það sem sérstakt skiiyrði i samn- ingi sinum við CBS hljómplötu- fyrirtækið að hannað sé að setja plötur hljómsveitarinnar i Suð- ur-Afriku... Söngvari og hljóm- borðsleikari hresku hljómsveit- arinnar lcicle Works urðu illa fyrir barðinu á skapstirðum ut- kösturum á hóteli nokkru i Liverpool á dögunum. Atvik voru þau að eftir tónlistarhátið sem halriin var i liverpool var haldið heljarinnar partý fyrir þá sem Iram komu á hátiðinni og annað fyrirmenni í bænum. Þeg- ar svo fyrmefndír liósmenn lcicle Works hugðust ganga til veislu var þeim meiuuð inn- ganga á hótelið. þar sem veislan fór fram, af górillum hótelsins. Engu að siður voru þeir báðir á lísta yfir gesti og aukinhelriur með sérstakan listamannapassa sem greiðir mönnum aðgang að ýmsum finni samkvæmum og skemmti- stöðum Söngvarinn lan IWacNabb viltli ekki una þessu og fór að munnhöggvast við útkastarana og enduðu þær við- ræður með þvi að söngvarinn fékk ókeypis salíbunu niður hóteltröppurnar. Félagi hans fylgdi fast á eftir. Þeir voru fluttir á hospital þar sem gert var að sárum þeirra. Hljóm- sveitin Iryggst kæra máiið... Elvis Costello er með afkasta- meiri mönnum; væntanleg er um miöjan september ný breið- skifa með kappanuin en hann hefur þegar gefið út eina á ár- inu. Nýja platan hefur fengið nafnið Blood and Chocolate... Á næstunni er væntanlegur á plötu ansí skemmtilegur dúett sem speimandi verður að heyra hvernig kemur út. Það eru þau Aretha Franklin og rollingurinn Keíth Richard sem leiða saman hesta sina, eða réttara sagt raddir, i gamla Stones slagar- anum Jutnpin' Jack Flasli... Annar dúett, sem aldrei náði reyndar að slá i gegn að ráði, hefur klofnaðí i tvennt; það er stúlknadúettinn Strawbcrry Switchblade og hyggjast stúlk- umar hefja sólóferil hvor í sínu lagi... Nleðal uýrra smáskifa sein eru væntanlegar á markað- inn er piata með hítlunum sálugu, Yellow Submarine/ Elenor Rigby. og fylgja engar skýringar á þvi hvers vegna verið er að draga þessar gömlu lummur aftur fram i dagsljósið. Þær standa þó enn fyrir sinu og gott betur en það... sæl að V %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.