Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 26
38
FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986.
Menning
Samsýning Gunnars Amar
og Picassos í New York
Gunnar Öm Gunnarsson listmálari
er nú kominn með annan fótinn inn á
bandarískan listaverkamarkað. Þekkt
gallerí, Achim Möller Fine Art Ltd.,
sem sérhæfir sig í „sígildum" nútíma-
listaverkum, þ.e. expressjónistum,
kúbistum o.fl., tók verk Gunnars Am-
umsagnir um sýningar í New York og
nágrenni. í nýjasta tölublaði tímarits-
ins Art in America var til dæmis að
birtast umsögn um fyrstu sýningu
Gunnars Amar í galleríi Achim Möll-
ers sem haldin var fyrir tæpu ári.
Hún er eftir gagnrýnandann Law-
rence Campbell og hljóðar svona, í
lauslegri þýðingu undirritaðs:
„Af fyrstu sýningu Gunnars Amar
í New York að dæma er engin leið að
draga hann í einhvem einn myndlist-
ardilk framar öðrum. Þótt nokkrir
marglitir skúlptúrar hans, sem gerðir
em úr viði eða steini, eigi sér kúbíska
forvera gefa málverk hans öðrum ný-
legum evrópskum málverkum ekkert
eftir hvað frumleika snertir....
Málverk Gunnars Amar fjalla um
ótraust samband karla og kvenna og
tengsl þeirra við náttúruna. Þetta
Tákngervingur náttúrunnar
Gunnar Öm hefur gert þennan orm
að sínum en með öðrum áherslum. 1
höndum hans verður ormurinn eins
konar tákngervingur náttúrunnar, og
sem slíkur er hann á víxl karlkyns,
kvenkyns eða tvíbentur, en alltaf er
hann alúðlegur (og virðist brosa
tenntu brosi).
í málverkinu „Upphafið" fer græn
kvenfígúra halloka fyrir bleiku út-
frymi, sem umlykur gulan mann, en
fyrir ofan þau flatmagar flekkóttur
ormur, hæstánægður að sjá.
Það fer lítið fyrir eiginlegri teikn-
ingu í þessu verki og skarpt afmörkuð
form em þar ekki heldur. Sjálfar fígúr-
umar em sem beinlausar, líkt og
einhver hefði gleypt þær og spýtt þeim
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
út úr sér hálftuggnum, eins og jórtur-
leðri. Helst má líkja þessum útblásnu
og stílfærðu figúrum við fígúmmar
úr taui og pappírsmassa sem dregnar
em um götumar hér á þakkargjörðar-
daginn (Thanksgiving Day) á vegum
Macys, að viðbættum doppum og
veggjakroti.
Magasýrur rostungsins
Litróf Gunnars Amar er ámóta sér-
kennilega geðfellt og myndtákn hans.
Hann er gefinn fyrir blárauð og bleik
blæbrigði. Hann hlýtur að vera fyrsti
listmálari sem notar græna litinn á
magasýrum rostungsins en honum
hefur heimskautafarinn Peter Freuch-
en lýst sem „grænum og römmum eins
og viskíi".
Rauði liturinn, sem hann notar,
minnir á hendur sem nýbúnar em að
skola blóðugt kjöt í sjó. Sums staðar
gengur Gunnar Öm ansi nærri strig-
anum, skrapar hann og skefur, en
ar til sýningar í New York í fyrra og
seldust þá nokkrar teikningar eftir
listamanninn, auk þess sem Guggen-
heim-safnið festi kaup á stóm mál-
verki eftir hann, sem þykir mikill
heiður þar í landi.
Gallerí Achim Möllers lét ekki þar
við sitja og hefúr haldið áfram að veita
list Gunnars Amar brautargengi. Nú
stendur yfir tveggja manna sýning í
galleríinu, þeirra Gunnars Amar og
Pablos Picassos.
Annars vegar em sýndar tuttugu og
fjórar teikningar eftir Picasso úr hinni
svokölluðu „Camet 96“, teiknikompu
frá árinu 1901, þegar listamaðurinn
var í Madrid og vann að tímaritinu
Arte Joven.
Við hlið þeirra em svo nýlegar
mónótýpur eftir Gunnar Öm og er
verkum beggja gert jafrihátt undir
höfði í sameiginlegri sýningarskrá. Er
ekki að efa að Gunnar Öm á eftir að
v njótagóðsafþessusamneytiviðmeist-
ara Picasso þegar frá líða stundir en
nokkrar mónótýpur hans á sýning-
unni hafa þegar selst.
Veröur ekki dreginn í dilk
Bandarísk listatímarit em yfirleitt
lengi að koma sér að því að birta
Ein af nýlegum mónótýpum Gunnars Amar.
Sýningarskráin frá Achim Möller galleríinu.
umfíöllunarefni hefur getið af sér per-
sónulegt táknmál sem ekki á rætur
að rekja til hins kristna hugmynda-
heims, sköpunarsögunnar og Eden-
garðs, heldur til norrænnar goðafræði.
Þar er að finna hugmyndina um Mið-
garðsorminn sem teygði sig umhverfis
jörðina og beit í endann á sjálfum sér.
annars staðar smyr hann litnum á flöt-
inn eða ýfir hann eins og æðardún.
Þótt litir hans séu ævinlega fagrir
em hinar 25 myndir hans á sýning-
unni einnig nógu seiðmagnaðar til að
ylja áhorfandanum um hjartarætur."
Svo mörg vom þau orð.
-ai