Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Side 12
12
FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986.
Neytendur
Þegar myndbandið
bilar getur orðið löng
bið eftir varahlut
„Þessi varaMutur er því miður
ekki til og það gæti þurft að bíða
eftir honum í nokkra mánuði."
Á þessa leið mælti starfemaður á
viðgerðarverkstæði er neytandi kom
þangað með bilað myndbandstæki.
Neytandann rak í rogastans og vildi
ekki kyngja því að ekki væri betri
varahlutaþjónusta en þetta hjá stóru
innflutningsfyrirtæki. Við höfðum
samband við fyrirtækið.
Tæki á ábyrgð
eigendanna sjálfra
Eftir að í ljós kom að um var að
ræða að tækið var ekki keypt í gegn-
um umboðsaðilann sagði hann að
hann teldi að fyrirtækið bæri „enga
ábyrgð" á að eiga varaMuti í tæki
sem „ekki hefði komið eftir löglegum
leiðum inn í landið" eins og hann
tók til orða.
Ábyrgð gildir
minnst í eitt ár
Umboðsmaðurinn benti réttilega á
að ef tæki eru keypt hjá umboðsaðil-
um hér á landi eru þau í ábyrgð í
minnst eitt ár. „Við erum að reyna
að þjóna fólkinu og berum aðeins
ábyrgð á þeim tækjum og varaMut-
um í þau sem við seljum hér,“ sagði
umboðsmaðurinn. Hann sagði að
fyrirtæki hans ætti jafnan varahluti
upp á 3 milljónir á lager. Ef hins
vegar vantar varahlut sem ekki er
að finna á varaMutalagemum er
viðkomandi Mutur pantaður beint
frá móðurfyrirtækinu sem í þessu
tilfelli er í Japan. Umboðsaðilinn
sagði að fyrir eins lítinn markað og
við höfum hér á landi væri af-
greiðsla varaMuta mjög sein og gæti
tekið allt upp í einn og hálfan mán-
uð.
Varahlutaþjónustan
seinvirk
„Varahlutaþjónustan er eitt af því
seinvirkasta sem hægt er að hugsa
sér,“ sagði umboðsmaðurinn. „Þetta
á ekki aðeins við um myndbands-
tæki heldur einnig um bíla. Ég hef
sjálfur reynt þetta og þurft að bíða
lengi eftir varaMutum í bílinn minn
sem er þó af mjög vinsælli gerð hér
á landi,“ sagði hann.
Eigandi bilaða myndbandsins bað
kunningja sinn í Osló að hafa sam-
band beint við „umboðsaðila fyrir
Norðurlönd" sem er þar í borg og
keypti varahlutinn sem vantaði.
Samtöl Neytendasíðunnar við
þennan umboðsaðila urðu til þess
að í framtíðinni verður reynt að
opna nýjar leiðir fyrir varahluta-
þjónustu til landsins í gegnum
Skandinavíu að sögn umboðsmanns-
ins. Annars hefur fyrirtækið nýlega
ráðið sérstakan starfemann sem
annast útvegun varahluta en hann
er í sumarfríi nú sem stendur.
-A.BJ.
Þama er kominn varahluturinn sem vantaði í myndbandstækið, ekki stærri
en svo að hægt var að senda hann milli landa í venjuiegu umslagi.
Ljósmyndaáhugamaður benti á þann möguleika að senda filmur til framköllun-
ar erlendis. Þaö getur munað 350 prósentum á verði ef miðað er við framköllun
hér á iandi. DV-mynd Óskar Öm
Framkallað
erlendis
Að undanfómu hefur nokkuð verið
rætt um verð á filmum og filmufram-
köllun. Fyrir skömmu gerði neytenda-
síðan könnun á filmuverði hér á landi
og bar saman við önnur lönd. Eins og
lesendur muna eflaust eftir kom í ljós
að verðmunur er gífúrlegur. Filmu-
framköllun er líka mikið dýrari hér
en til dæmis í Bandaríkjunum og Bret-
landi.
Á ljósmyndafilmum og pappír er 35
prósent tollur, 30 prósent vömgjald
og 1 prósent afhendingargjald. Þessi
gjöld eru hins vegar felld niður til
þeirrra sem framkalla í atvinnuskyni
og á það jafiit við um þau fyrirtæki
sem framkalla fyrir almenning sem og
atvinnuljósmyndara.
Ljósmyndaáhugamaður kom við hér
hjá okkur á neytendasíðrmni fyrir
stuttu og var einmitt með þetta mál í
huga, það er filmuframköllun. Sýndi
hann okkur pakka sem hann var með
í fórum sínum. Þar var um að ræða
umslag og filmuumbúðir frá Bret-
landi. Hann sagðist senda allar sínar
ljósmyndafilmur til framköllunar til
Bretlands, það margborgaði sig. Á
pokanum sést verðið. Það eru 2,79
pund eða um 170 krónur íslenskar.
Er þar um að ræða framköllun á 24
mynda filmu og ný filma sem fylgir
með. Flutmngskostnaður er 30 40
krónur.
Hér á landi kostar 24 mynda filma
+ framköllun um 880 krónur, þannig
að það er augljóst að það borgar sig
að senda filmuna til útlanda í fram-
köllun en það er svo stóra spumingin
af hverju filmur og framköllun þurfi
að kosta þetta mikið hér á landi?
-Ró.G.
Upplýsingaseðill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi í upplýsingamiðlun meðal aimennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
Qölskyldu af sömu stœrð og yðar.
Nafn áskrifanda
Raddir neytenda
Uldinn lax
Ragnheiður hringdi:
„Ég keypti síðastliðinn þriðjudag lax
í Hagkaupi, Skeifunni, en er heim var
komið og ég ætlaði að fara að mat-
reiða hann var megn ýldufyla af
honum. Fór ég þá með hann aftur í
verslunina og ætlaði að fá honum
skipt. Farið var með laxinn afeíðis en
svo komið með hann aftur og mér sagt
að hér væri um fínustu vöru að ræða.
Ég var nú ekki á því en þá brást af-
greiðslumaðurinn bara önugur við og
sagði að þetta væri eintóm fyrirtekt
í mér.
Mér finnast þetta ekki rétt viðbrögð
hjá verslun sem selur matvörur og
leiðinlegt að lenda í slíku.“
-Ró.G.
Heimili
Simi
Fjöldi heimilisfólks------
Kostnaður í júlí 1986.
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annað kr.
Alls kr.
\
Sumar-
dvykkur
Kalt te er algengur svaladrykkur
erlendis á heitum sumardegi. Það er
ekki úr vegi að bjóða upp á slíkan
drykk hér. En þá getur verið gaman
að prófa nýjar tetegundir, t.d. nota
sólberjate sem undirstöðu.
Búið til einn lítra af sólberjatei og
kælið. Bætið út í það 3 dl af appelsínu-
safe, 3 dl af sódavatni og 1 dl limesafa.
Nokkur fersk ber til að skreyta skál-
ina. Kæhð með ísmolum.