Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986. 3 Fréttir „Viðskiptaþvinganir hefjast nú þegar“ - segir talsmaður hvaKriðunarmanna Óskar Magnúsaan, DV, Washingtan: „Viðskiptaþvinganir gegn íslending- um eru nú þegar hafaar, það er óhætt að segja það,“ sagði Craig Van Note, framkvæmdastjóri náttúruvemdunar- samtakanna Monitor, í samtali við DV um hvalamálið. Monitor em heild- arsamtök 14 bandarískra náttúru- vemdarfélaga. „Við erum vitaskuld fokvondir yfir þesstui framkomu íslendinga. Og ekki bætir úr skák að íslendingar ætla að nota hvalkjötið til að fæða minka og refi. Nokkur náttúruvemdarfélög hér hafa þegar byrjað að hvetja meðlimi sína til að kaupa ekki vörur af þeim sem versla við Islendinga. Á næstu vikum munum við síðan beita auglýs- ingum um land allt til slíkrar hvatn- ingar,“ sagði Craig Van Note. Van Note sagði einnig að nú yrði farið fram á það við viðskiptaráðherra Bandaríkjanna að hann refsaði Jap- önum fyrir að kaupa hvalkjöt af íslendingum. Hvaða heimild er til að óska eftir slíkri refsingu ? „Viðskiptaráðherrann hefúr sagt okkur að það hafi verið munnlega frá því gengið við Japani að þeir flyttu ekki inn hvalkjöt. Japanir hafa heldur ekkert hvalkjöt flutt inn frá áramót- „Við eram ævareiðir“ - segir talsmaður Greenpeace Óskar Magnússan, DV, Washington: „Við erum ævareiðir yfir þessari nið- urstöðu. Samkvæmt þvi sem íslend- ingar hafa sagt Bandaríkjamönnum þá á meira að segja að nota hvalkjöt til að fæða refi og minka til að drepa síðan,“ sagði Dean Wilkinson, tals- maður Greenpeace, í samtali við blaðamann DV. „Alþjóðadeild Greenpeace hefur ekki enn tekið ákvörðun um við- skiptaþvinganir á íslendinga en mér er kunnugt um önnur náttúruvemdar- samtök hér sem hafa nú í dag ákveðið að hvetja meðlimi sina til að versla ekki við þá sem eiga viðskipti við ís- land. Við hjá Greenpeace erum vissu- lega nær því en áður að gera slíkt hið sama,“ sagði Dean Wilkinson. Hann sagði einnig að samkvæmt upplýsingum Greenpeace litu banda- rísk stjómvöld ekki svo á að um neitt samkomulag væri að ræða. Viðskipta- ráðherra hefði hins vegar ekki talið sér fært að tilkynna íslendinga sem brotlega ef neysla á íslandi yrði eins og nú hefði verið ákveðið. Hvatfóður getur ekki keppt við fiskúrganginn - segir Ámi Magnússon „Ég held að hvalfóður geti ekki tek- ið sæti fiskúrgangs sem fóður fyrir refi og minka,“ sagði Ámi Magnússon hjá Sambandi íslenskra loðdýrarækt- enda í samtali við DV, aðspurður hvernig honum litist á þá hugmynd að nöta hvalafúrðir i fóður fyrir loð- dýr. „Ég tel harla ólíklegt að hvalfóður geti keppt við fiskúrganginn. Hann verður áfram meginuppistaðan í fóðri loðdýra. Hvalfóðrið myndi frekar lenda í samkeppni við selkjöt og slát- urúrgang," sagði Ámi. „Annars er ómögulegt að slá nokkm fcstu um þetta á þessu stigi. Það er ekkert farið að skoða þetta. Við höfum bara heyrt af þessu úr fjölmiðlum. Mín skoðun er þó sú að hvalkjöt sé allt of gott kjöt til að nota sem fóður fyrir þessi dýr, enda er hvalkjöt ætlað til manneldis. Svo held ég líka að hval- fóður gæti aldrei keppt við fiskúrgang- inn hvað verð snertir," sagði Ámi Magnússon. -KÞ um. Ef Japanir fara að kaupa af Islendingum þá hafa þeir brotið þetta samkomulag, þótt munnlegt sé,“ sagði Van Note. Hann sagði einnig að áhugi væri nú í bandaríska þinginu á að loka þeim götum sem opin eru til undankomu- leiða eins og þeirrar sem nú hefði verið reynd. Enn fremur yrði nú hugað að frekari málssókn. „Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar í máli okkar gegn Japön- um em ekki öll málaferli útilokuð vegna þess að Japanir hafa gagn- kvæma samninga við Bandaríkin. Slíka samninga hafa íslendingar ekki,“ sagði Craig Van Note. Fiat Uno 60 Super 5 dyra Höfum fengið aukasendingu af Fiat Uno 60 Super, 5 dyra, á frábæru verði, kr. 298.600,-. annn umboðið ____ 'T.vAS1 SKEIFUNNI 8 - SÍMI 688850

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.