Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 8. ÁGUST 1986. Iþróttir SlærPfaff metlð? Ef belgiska landsliðsmarkverð- inum Jean Marie Pfaff tekst að halda marki sinu hreinu í fyrsta leik Bayem Múnchen gegn Bor- ussia Dortmund setur hann met sem verður sjálfeagt seint slegið. Hann hefur ekki fengið á sig mark í Bundesligunni síðan í mars. Metið er 566 mínútur og Pfaff slær það í næsta leik svo framarlega sem hann fær ekki á sig mark. -SMJ Þýskir metnir á 2,6 milljarða Werder Bremen er með dýrasta liðið í V-Þýskalandi að mati sér- fræðinga. Lið þeirra er metið á 350 milljónir kr. Stuttgart og Bayem Múnchen eru jöfn í næsta sæti - em metin á 235 milljónir. Lið Bayer Leverkusen er metið á 215 milljónir en Hamburger liðið er metið á 175 milljónir. Gladbach liðið er metið á því sem næst sama verð. Bayer Uerdingen er metið á 125 millj- ónir. Til samans em leikmenn Bundesligunnar metnir á um 2,6 milljarða kr. svo að það em greinilega gífúrlegir peningar þar í spilinu. -SMJ •Guðriður Guðjónsdóttir. Guðríður og Guðmundur þjálfa Fram- stúlkurnar Guðriður Guðjónsdóttir, landsliðskona úr Fram í hand- knattleik, og Guðmundur Kolbeinsson hafa verið ráðin þjálfarar hins sigursæla kvenna- liðs Fram. Guðríður mun einnig leika með Framliðinu. -SOS „Ég trúi þessu ekki - Boy George fékk 250 punda sekt' ‘ „Þetta hlýtur að vera brandari? Ég trúi þessu ekki. Þeir sekta mig um 1000 sterlingspund fyrir brottrekstur af leikvelli. Boy George fékk 250 punda sekt fyrir að vera með heróín," sagði enski landsliðsmiðvörðurinn, Terry Butcher, þegar enska knatt> spymusambandið dæmdi hann nýlega í umrædda sekt vegna ummæla, sem hann lét falla við dcinarann Gerald Ashby, þegar dæmd var vítaspyma á Ipswich í leik við West Ham á Upton Park í vor. Félagar hans í Ipswich komu í veg fyrir að hann tæki í dómar- ann. Vítaspyman var meira en lítið • Terry Butcher. vafasöm. Butcher bað dómarann af- sökunar eftir á. Butcher mun leika með Glasgow Rangers næstu fjögur árin. Hefur skrifað undir samning við þetta fræga, skoska félag. Samningurinn er talinn einhver sá besti sem enskur leikmaður hefur náð við sölu milli breskra fé- laga. Fékk 50 þúsund sterlingspund við undirritun og kaup hans hjá Rang- ers verða 100 þúsund sterlingspund á ári. Sem sagt 450 þúsund sterlingspund samtals í 4 ár eða 27 milljónirkróna. -hsím Verður enn eitt stór- meistarajafhteflið - þegar Fram og Valur mætast á laugardalsvellinum? Það verður örugglega hart barist á Laugardalsvellinum á sunnudags- kvöldið þegar austurbæjarrisamir, Fram og Valur, eigast þar við í 1. deild- arkeppninni í knattspymu. Leikir liðanna hafa verið mjög spennandi og tvísýnir undanfarin ár. Átta af níu síð- ustu deildarleikjum félaganna hefur lokið með jafntefli, eða frá 1980 þegar félögin unnu hvort sinn leikinn. Vals- menn hafa unnið einn leik af þessum níu yiðureignum, 1-0 1982. Jafiiteflis- leikimir átta hafa farið þannig að fimm sinnum hefur orðið 1-1 jafhtefli, tvisvar 0-0 og einu sinni hefur orðið 2-2 jafntefli. Valsmenn verða að fara með sigur af hólmi ef þeir ætla að halda áfram að vera með í baráttunni um íslands- meistaratitilinn. Þá verður aðeins eins stigs munur á félögunum. Framarar ná sjö stiga forskoti á Valsmenn ef þeir vinna sigur. Ef jafhtefli verður heldur Fram fjögurra stiga forskoti sínu. Orrustan um miðjuna mun eflaust sitja svip sinn á leikinn. Það lið sem nær yfirhöndinni þar mun stjóma gangi leiksins. Bæði liðin eiga mjög sterka miðvallarspilara. Fram teflir fram Pétri Ormslev, Janusi Guðlaugs- syni, Kristni Jónssyni og hinum unga Gauta Laxdal. Valsmenn senda fram til orrustu þá Ingvar Guðmundsson, Magna Pétursson, Hilmar Sighvats- son og Siguijón Kristjánsson. Framarar eiga tvo af hættulegustu sóknarleikmönnum landsins, þá Guð- mund Torfason, sem hefur skorað 14 mörk í deildinni, og Guðmund Steins- son. Spumingin er hvemig þeim tekst upp gegn hinni öflugu Valsvöm. Framvömin er einnig sterk og fá þeir Ámundi Sigmundsson og Valur Vals- son það hlutverk að glíma við vamar- menn Fram og landsliðsmarkvörðinn Friðrik Friðriksson. Nær allir vamarmenn Fram og Vals hafa leikið landsleiki. Viðar Þorkels- son, Þorsteinn Þorsteinsson og Þórður Marelsson hjá Fram og Þorgrímur Þráinsson, Guðni Bergsson og Ársæll Kristjánsson hjá Val. Þegar menn velta þessum tveimur sterku liðum fyrir sér kemur í ljós og leikurinn verður tvímælalaust mjög spennandi enda íslandsmeistaratitill- inn í húfi. Leikurinn hefst kl. 19 á sunnudagskvöldið. Þrír leikir verða leiknir í 1. deildar- keppninni í kvöld. Víðir fær Breiða- blik í heimsókn, Skagamenn leika gegn FH í Hafnarfirði og KR og Þór leika á Laugardalsvellinum. Allir leik- imir heíjast kl. 19. Á morgun leika svo Eyjamenn gegn Keflvíkingum kl. 14 í Eyjum. Það verða fleiri en leikmenn í sviðs- ljósinu um helgina. Dómarar leika stórt hlutverk í leikjum. Að undan- fömu hafa sést ljót brot á leikvelli enda hafa leikmenn fengið að komast upp með að leika fast. Það er t.d. eitt af mörgum hlutverkum dómara að vemda leikmenn þannig að þeir kom- ist heilir frá leikjum. Við hjá DV munum fylgjast með og skrá niður ljót brot sem leikmenn beita í leikjum og komast upp með hjá dómurum. Sagt verður frá leikmönnum sem leika gróft eins og sagt er frá leikmönnum sem leika vel. -SOS íslandsmótið 1987 á Jaðri Golfklúbbur Akureyrar hefur orðið við ósk Golf- sambands íslands um að halda íslandsmótið í golfi á Jaðarsvellinum næsta sumar. 46. íslandsmótið verður því haldið á Akureyri. Þá hefur GA óskað eftir þvi að fá að halda Norð- urlandamótið 1989. Það er vitað að Golfklúbbur Suðumesja hefúr einnig áhuga á að halda NM- mótið. Kári áfram með Hndastél Kári Marísson hefur verið endurráðinn þjálfari Tindastóls sem tryggði sér 1. deildar sæti í körfu- knattleik undir hans stjóm sl. keppnistímabil. Kári er fyrrum landsliðsmaður úr Val og Njarðvík. Þá hefúr Ingimar Jónsson, sem leikið hefiir með Njarðvík vmdanfarin ár, ákveðið að snúa heim og leika með Tindastóli. -SOS. MUNIÐ NISSAN ________GOLFMÓTID________ laugardag og sunnudag í Grafarholtinu. Þar ræðst hverjir skipa íslenska landsliðið í golfi á Norðurlandamótinu. • Hreinn Halldórsson Uverpool sigraði í Örebro Liverpool sigraði í öðrum leik sínum í Norðurlandaferðinni. Lék þá við sænskt úrvalslið í Örebro sem að mestu var skipað leik- mönnum úr 2. deild. Liverpool sigraði, 3-1. Danski landsliðsmað- urinn Jan Mölby skoraði tvö fyrstu mörk Liverpool, bæði úr víta- spymu. Ian Rush skoraði þriðja markið. Mölby og Craig Johnston vom bestu menn Liverpool í leikn- um sem 9.543 áhorfendur fylgdust með. hsím Sí t\ ti ei ú ir fi II L sl o ii Sl b k o F F Si þ k s a S' n í I y í ii c t á Ingvar Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.