Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986. 11 Viðtalið Gekk á Mont Blanc 18 ára Sigurður Thoroddsen heitir maður nokkur, ungur að árum en á að baki allsérstætt nám sem fáir, ef nokkrir, íslendingar hafa lagt fyrir sig. Hann hefur verið að læra vindverkfræði úti í Colorado-háskóla en það er straum- fræði vatns og vinda og hefur Sigurður einkum athugað áhrif vinds á bygg- ingar, einkum háhýsi. Sigurður er borinn og bamfæddur Reykvíkingur sem leit dagsins ljós þann 9. maí 1958. „Ég bjó í prófessora- bústöðunum fyrstu 6 ár ævi minnar hjá afa mínum, Kristni Stefánssyni, sem var prófessor í læknisfræði. Það má því segja að ég hafi fengið nasa- sjón af háskólalífinu strax í æsku,“ sagði Sigurður. Orti Ijóð í menntaskóia Leið Sigurðar lá í gegnum bama- og gagnfræðaskóla. Segist hann muna lítið frá þeim árum annað en að hans uppáhaldsfög vom landafræði og saga. „Það breyttist þó í menntó en þá vom það eðlisfræðin og stjamfræðin sem hcilluðu," segir Sigurður. „í menntó orti ég ljóð, þau birtust í skólablaðinu auk þess sem heilsíðu var varið undir þennan skáldskap minn í Stefiii, riti ungra sjálfstæðismanna. Ég fór á veg- um listafélagsins í skólanum til Akureyrar á einhveija hátíð hjá MA. Þar var ég eitt af „númerum" kvölds- ins, stóð upp og flutti ljóð af mikilli innlifun," segir Sigurður. „Ég vann öll sumur, frá því ég var 17 ára og uns ég fór út, við gróðurkort- lagningu fyrir Rannsóknarstofhun landbúnaðarins. Fór ég meðal annars til Grænlands 4 sumur í röð og dvald- ist þar 2 vikur í senn en þetta var hluti af starfinu. Þar var sérstakt og gaman að vera en ekki get ég sagt neinar sögur sem eiga erindi við alþjóð," sagði Sigurður. Svaf í skemmtigarði í Frakk- landi Sigurður er mikill áhugamaður um fjallgöngu og notar hvert tækifæri sem gefst til að skreppa á fjöll. „Fjallgang- an hefur tekið mikinn hluta af frítíma mínum auk þess sem ég var í Hjálpar- sveit skáta og það tók sinn tíma,“ sagði Sigurður Thoroddsen. Hápunkturinn á fjallgöngum hans var ganga hans á Mont Blanc en þá var Sigurður aðeins 18 ára gamall. „Ég kunni ekkert i frönsku og þegar öll hótel voru upp- tekin neyddist ég til að láta fyrirberast í skemmtigarði í þorpi undir rótum fjallsins. Það var ekki besti gististaður sem ég hef vitað, með rottur og alls konar dýr hlaupandi í kring. Hvað sem því líður var þetta mikið upplifelsi og ævintýri. Reyndar get ég sagt að fjall- ganga þessi hafi verið tímamótaat- burður í lífi mínu, loksins gerði ég eitthvað sem var fútt í,“ sagði Sigurð- Leitar stundum að steingerv- ingum í frístundum Sigurður hefur reynt að klifra á fjöll þegar hann hefúr mögulega getað. „Ég klifraði á nokkur fjöli í Rocky Mount- ains í Colorado en þó ekkert erfitt. Hins vegar kleif ég Mælifell um dag- inn, það var ansi gaman. Ég var staddur í brúðkaupi í Skagafirði og fyrst ég var kominn alla þessa leið norður í land var upplagt að sigra nýtt fjall. Skellti ég mér því í fjall- göngu strax daginn eftir brúðkaupið," sagði Sigurður. Nýtt tómstundagaman hefur þó ver- ið að stela æ stærri hluta frítíma hans að undanfömu og ekki getur það kall- ast beint venjulegt. Hann er farinn að leita að steingervingum í Bandaríkj- unum. „Þetta er hægt að gera á vissum stöðum og það kemur furðu fljótt með æfingunni að þekkja hvað eru stein- gervingar og hvað er venjulegt gijót," segir Sigurður. Gamall sundmaður sem missti af bjórmenningunni „Ég hef mjög gaman af því að kom- ast í laugamar því ég er mikill sundmaður. Þær em þó helst til heitar en þó kvarta ég ekki enda illmögulegt að komast í góða laug í henni Amer- íku,“ segir Sigurður. Harrn æfði sund í nokkur ár með KR og segist hafa verið svona skítsæmilegur. „Ég geri þetta nú samt sem áður fyrst og fremst fyrir heilsuna," sagði Sigurður. Hann segist harma það að hafa misst af þeim vísi að bjórmenningu sem myndaðist hér með tilkomu kránna fyrir nokkrum árum. „Ég var nýkom- inn út þegar farið var að bjóða upp á þetta bjórlíki og þessi bjórmenning myndaðist. Ég hef verið úti í 3 ár sam- fleytt og nú þegar ég kom heim skildist mér að hún væri að mestu leyti dauð, að minnsta kosti ekki svipur hjá sjón. Ég fékk mér þó að smakka bjórlíki um daginn og það var nú frekar vont,“ sagði Sigurður. íslenskt kvenfólk ber af öðru Sigurður er einhleypur, laus og lið- ugur eins og það er kallað, og var mjög diplómatískur þegar hann var spurður að því hvort ekki ætti að ráða þar bót á. „Ég er ekkert að flýta mér að þessu en stelpumar eiga alveg sjéns, ég er enginn meinlætamaður. Hins vegar er eitt sem maður tekur áberandi eftir þegar maður kemur heim eftir svo langa fjarveru og það er hve íslenskt kvenfólk er upp til hópa fallegt og vel til haft. Oti eru konur ekki jafn smart klæddar, með jafh smarta hárgreiðslu og svo fram- vegis svona dags daglega. Ætlar í doktorinn í Kaliforníu Sigurður lauk B.S. prófi við Háskóla Islands í vélaverkfræði. Hann hafði mikinn áhuga á straumfræði og ákvað að taka masterspróf í vindverkfræði, eins og áður sagði. Nú er hann á leið- inni út aftur í september til að verja mastersritgerð sína. „Næst á dagskrá er að fara í doktorsnám í Kalifomiu. Ég tel mig geta það en þó er sá hæng- ur á að það er dýrt og ég veit ekki hvort ég fengi eins há námslán og ég þyrfti. Eg hef ekki verið á námslánum síðustu 2 árin heldur séð fyrir mér sjálfur með því að rannsaka vindálag á skýjakljúfa í New York og Hong Kong svo dæmi séu nefnd. Einnig hef ég unnið við mælingar á loftmótstöðu á brunskíðamöhnum og áhrif nýrra hjálma og búninga," segir Sigurður. Hann stefnir að því að koma aftur til íslands svo framarlega sem hann fái vinnu hér. Telur Sigurður að hann gæti fengið starf hjá Háskólanum við rannsóknir. „Ég hef alltaf haft það að leiðarljósi að hlusta helst ekki á ráðleggingar annarra því þú ráðleggur sjálfiun þér alltaf best,“ sagði Sigurður Thorodds- -JFJ Sigurður Thoroddsen vindverkfræðingur. Sannkallao tataland Þessi smáhnokki sýndi góða tilburði í steinakasti og skemmti sér greinilega vel við að gera gárur á hafflötinn. DV-mynd Emil Thorarensen STÓRÚTSALA IFULLUM GANGI MEIRIHÁTTAR VERÐLÆKKUN Opið til kl. 21 í kvöld og frá 10-16 á laugardögum. Smiðjuvegi 4e, c-götu Símar á horni Skemmuvegar. 79866 og 79494. Laugavegi 28 Stóragarði 7, Húsavík Egilsbraut 7, Neskaupstaö Mánagötu 1, ísafirði Hafnarstræti, Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.