Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafirþú ábendingu eða vitneskju umfrétt- hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986. Hvalamálið: Sölumálin í óvissu Alls er óvíst hvemig sölumálum Hvals hf. á útfluttu hvalaafurðunum, 49%, verður háttað. Japanir og Norð- menn, sem helst koma til greina sem kaupendur, eru nú að skoða málið. Samkvæmt heimildum DV bíða báð- ar þjóðimir eftir óyggjandi sönnunum Erá Bandaríkjunum íyrir því að slík kaup muni ekki hafa neinn eftirmála i för með sér, það er að segja efnahags- þvinganir af einhverju tagi. „Það eru engin höft í dag á því að selja þennan hluta afurðanna," sagði Magnús Gunnarsson hjá Hval hf. í samtali við DV. „Hins vegar em þessi mál í biðstöðu." - Hafið þið fengið einhver svör frá Norðmönnum? „Það mál er í biðstöðu." - Sagt er að hvallýsi verði mun dýr- ara í vinnslu en annað lýsi nú þegar i að fara að bræða kjötið til þeirra hluta. „Hvallýsi er ekki hlutfallslega dýr- ara en annað lýsi í vinnslu." - Þú telur það þá fyllilega sam- keppnisfært? „Já, ég tel það,“ sagði Magnús Gunnarsson. Sjá nánar um hvalamálið á blaðsíð- um 2 og 3. -KÞ Engar hrefnu- veiðar í ár Allar líkur benda til að hrefhuveiðar heíjist ekki í ár eins og staðið hefur til. „Það hefur að vísu engin ákvörðun verið tekin um hrefnuveiðamar en ég á ekki von á því að af þeim geti orðið í ár,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjáv- arútvegsráðherra í samtali við DV. Hann sagði að allar umræður um hrefhuveiðar hefðu setið á hakanum vegna annarra mála eins og hvala- málsins. Hefði því ekki gefist tími né tækifæri til að setja upp þá rannsókn- arstöðu sem þyrfti. „Ég hef sagt það áður að ég tel ekki rétt að byrja á veiðunum fyrr en kyrfi- lega hefur verið gengið frá öllu og við það situr,“ sagði Halldór Ásgrímsson. -KÞ Ávallt feti framar SÍMI 68-50-60. ÞRÖSTIIR SÍÐUMÚLA 10 LOKI Ætli kvikni ekki næst í ísmol- anum í viskiglasinu mínu? Bensínverðið stöðugt næstu tvo mánuði - þrátt fyrir hækkað verð á næsta fanni til landsins Sovéskt skip lestaði bensinfarm október 1985, sagði Knstján B. Ól- aðsverðið verður um miðjan sept- „Vegna þess að olíufélögin keyptu til Islands þann fimmta þessa mán- afsson, deildarstjóri hagdeildar ember en þá mun næsta farmi af farma af súperbensíni í júní þegar aðar eða sama dag og OPEC ríkin Skeljungs, aðspurður um hve lengi bílbensíni verða lestað. markaðsverð á bensíni var hærra en tóku ákvorðun um að draga úr olíu- hann teldi að nýorðin bensínlækkun - En geta Rússar þá seinkað eða flýtt það er nú. Verðið hefur lækkað síð- framleiðslu sinni. I kjölfar fundarins á ísiandi héldist. lestun á bensíni eftfr verðsveiflum á an, en oh'ufélögin nota ennþá birgðir hækkaði skráð bensínverð um 14 Að meðtöldum þessum farmi eru olíu sem geta orðið miklar á örfáum frá þeim farmi. Verðlagning olíufé- dollara tonnið og lonti farniunnn í um 20 |)úsTind tonna birgðir 1 Ícindinu dögum? lagana er frjáls á súperbensíni og þeirri hækkun. Hefði farmurinn ve- sem duga til rúmlega tveggja mán- „Þama gildir samkomulag um ca. þar ríkir samkeppni á milli. Því vil nð lestaður degi síðar hefði hann aða. Kostnaðarverð farmsins er um tíu daga til eða frá ákveðnum ég ekki gefa upp hve stóran farm hækkað enn um 7 dollara tonnið til 25,50 krónur lítrinn, en þrátt fyrir lestunardegi. Þótt lestun á síðasta Skeljungur keypti af súperbensíni á viðbótar. , M þarf útsöluverðið ekki að bensínfarmi hafi seinkað var hún sínum tíma. Það er mjög ólíklegt að ”V® nokkuð vist að bensín- hækka, þar sem staða innkaupajöfn- innan þessa ramma. Það er þvi ekk- útsöluverð súperbensínsins breytist verðið her á landi geti haldist í 25 unarreiknings í bensíni er jákvæð ert óeðlilegt við þessa seinkun, þær fyrr en næsti farmur af því kemur kronum lítrinn næstu tvo mánuði um þessar mundir. Hvort bensín- verða oft þótt verð sé stöðugt." til landsins í haust. ef ekki kemur til hækkunar á vega- verðið kemur til með að hækka eða - Hvers vegna lækkaði súperbensínið -BTH gjaldi sem verið hefur óbreytt frá 1. lækka veltur á því hvert heimsmark- ekki? Stefán Þorláksson tók þessa mynd af bólstrunum en lítið sem ekkert má greina á henni enda fjarlægð- in mikil. Innfellda myndin var tekin af Stefáni í gær. DV-myndir slþ. og jgh Jón G. Hauksson, DV, Akureyii: Stefán Þorláksson, stærðfræði- kennari í Menntaskólanum á Akureyri, telur sig hafa séð eldgos vestur af Grímsey um kvöldmatar- leytið í fyrrakvöld en þá var hann staddur í bíl á útskoti yst í Ólafc- fjarðarmúla ásamt þýska eðlisfræð- ingnum Brittu Bomemann. Hún telur líka að um eldgos hafi verið að ræða. „Ég tók skyndilega eftir feikilegu hrúgaldi sem virtist heldur fjær en eyjan. Ég áleit þetta vera borgar- ísjaka þó þetta væri heldur dökkt. Jafnframt veitti ég því athygli að hrúgaldið var á iði. Það var hreyfing á því og í sjónauka var það auð- séð,“ sagði Stefán í gær. „Fyrst virtist þetta heldur hærra en Grímsey en eftir örfáar mínútur reis flykkið austanvert og óx reykur úr því. Þá áleit ég að ísjakinn væri að steypast en áttaði mig á því að þetta gat ekki verið ísjaki heldur eldgos. Hæst reis flykkið rúmlega þrefalt hærra en eyjan, síðan dreifð- ist það og féll saman.“ Stefán sagði að eftir að þetta hefði verið yfirstaðið hefði kolsvart reyk- ský legið yfir sjóndeildarhringnum og druslur af því sést í 15-20 mínútur. Helstu gossérfræðingar íslendinga könnuðu málið í fyrrakvöld. Ekkert kom fram á jarðskjálftamælum og virðast gossérfræðingamir vantrú- aðir á að þama hafi verið um eldgos að ræða. Veðrið á morgun: Allhvasst verður á morgun Á morgun verður allhvöss suð- austan- og sunnanátt. Rigning verður um suðaustan- og austanvert landið en víða skúrir í öðrum lands- hlutum. Hitastig verður á bilinu 8-12 stig. Eldur í kjallara- gangi Um áttaleytið í gærkvöldi var slökkviliðið kallað að fjölbýlishúsi í Hvassaleiti. Var mikill reykur í kjall- aragangi en aðeins lítilsháttar eldur. Tveir reykkafarar fóm inn og slökktu eld sem logaði á litlum bletti. Að því búnu var kjallarinn reyklosaður með reykblásurum. Ekki fór mikill reykur upp í stigaganginn sjálfan þar sem millihurð niður í kjallarann var lokuð. Að sögn slökkviliðsins er talið lík- legt að eldurinn hafi kviknað í einhvers konar plastefni. Eldsupptök em ókunn. -ÞJV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.