Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986.
Fréttir
Fækkun bamsfæðinga:
Alvarleg fyrir Irfeyriskerfið
„Þessi þróun hefur mjög alvarleg-
ar afleiðingar fyrir lífeyriskerfið í
heild. Sífellt verða færri og færri
vinnandi sem sjá fyrir sífellt fleiri
lífeyrisþegum," sagði Pétur Blöndal,
formaður Landssambands lífeyris-
sjóða.
Bamsfæðingum hefur fækkað
mikið hér á landi eins og fram kom
í blaðinu í gær og fyrradag. Nú er
svo komið að hver kona eignast á
ævi sinni að meðaltali færri en tvö
böm. Fyrir aldarfjórðungi eignaðist
hver kona að meðaltali fjögur böm.
Mannfjöldaspár gera ráð fyrir að
Islendingar, 65 ára og eldri, verði 17
prósent þjóðarinnar árið 2020. Nú
tilheyra 10 prósent landsmanna
þessum aldurshópi. Spáð er að Is-
lendingum fari að fækka eftir 30 til
40 ár.
„Þessa þróun sjáum við í flestum
löndum í kringum okkur, eins og í
Vestur-Þýskalandi, þar sem fólkinu
er þegar farið að fækka," sagði Pétur
Blöndal.
„Þetta gerir miklar kröfúr til líf-
eyrissjóðanna og veldur ákveðnum
vanda. Það er ekki þar með sagt að
menn eigi að fyllast svartsýni. Á
móti kemur aukin vinnuhagræðing
og afköst vaxa. Það er hugsanlegt
að hver vinnandi maður geti séð
miklu fleiri farborða en hann gerir
í dag.
Allur kostnaður lífeyrissjóðanna
sem hlutfall af launum mun vaxa
mikið. Það verða ekki nein 10 pró-
sent af launum, eins og nú er, sem
lífeyrissjóðimir koma til með að
þurfa, heldur eitthvað mikið meira,
25 til 40 prósent," sagði Pétur.
Riljaði hann upp lagafrumvarp,
sem hann samdi og Guðmundur H.
Garðarsson flutti fyrir nokkrum
árum, um einn lífeyrissjóð lands- bætur enda væm bamsfæðingar
manna. Þar hefði verið gert ráð fyrir grundvöllur lífeyrissjóða.
að lífeyrissjóðurinn greiddi bama- -KMU
Hver islensk kona eignast nú að meðaltali fæiri en tvö böm. Fyrir aldar-
fjórðungi eignaðist hver kona fjögur böm.
* *-»»», 11 i i
SUBARU 1800 STATI0N 4x4, ÁRG.
1985. Höfum tvo bila: 1) Sjáifskiptur,
vökvastýri, centrallæsingar, dökkblá-
sanseraður, ekinn 25 þ. km. Bein sala,
verð 550.0000.
2) Beinskiptur. vökvastýri, centrallæs-
ingar, grjótgrind, Ijósblásanseraður,
ekinn aðeins 14 þ. km. Bein sala, verð
540.000.
VW Scirocco GTI árg. 1983, gullfallegur
bill, breið dekk, álfelgur. spoilerar,
bein innspýting, svartur litur. Atb.
skipti á ódýrari. Verð 590.000.
Nissan Patrol turbo disil high roof,
árg. 1986, ekinn aðeins 7 þús. km, 5
gira, vökvastýri, útvarp, dráttarkúla,
silsalistar, breið dekk. Ath. skipti á
ódýrari, nýlegum bil. Verð 1100 þús.
I »*»** S***-xu rm:
C
FORD ECONOLINE, INNRÉTTAÐUR,
ÁRG 1977. Eldhúsinnrétting, isskápur,
vaskur, eldavél, rennandi vatn, svefn-
pláss, útvarp, segulband, 7 manna,
sjálfskiptur, vökvastýri, 8 cyl. Ekinn
110 þ.km. Ath skipti á ódýrari. Verð
570.000.
Mercedes Benz 300TD árg. 1979, gull- fallegur 7 manna disilbfll, topplúga, cruisecontrol, rafmagnsrúður, hleðslu- jafnari. útvarp, segulband, vökvastýri, sjálfskiptur, ekinn aðeins 98.000 km. Ath. skipti á ódýrari. Verð 620.000.
NÝLEGIR BÍLAR
Á SÖLUSKRÁ
Honda Prelude ex ’85
Corolla Twin Cam '86
VW Jetta '86
Lancer 1500 GLX ’86
Lada Sport '86
Galant 2000 GLX '85
Escort 1600 station '85
Cherry 1500 GL Pulsar ’86
Pajero, langur, high roof ’86
Honda Civic '86
Toyota Tercel '86
Lada 1200 ’85
k Ford Sierra 1600 '85
^ Ford Sierra 2000 '84
íbúar þessa fjölbýlishúss í Breiðholti mega ekki sameinast um einn skerm
til að taka viö sjónvarpsefni frá gervihnöttum. Samkvæmt giidandi reglum
þyrftu þeir að kaupa sex skerma eöa einn fyrir hverjar 36 íbúðir.
Fáránlegar reglur um
gervihnattaskerma
- segir skrifstofustjóri byggingafulltrúa Reykjavíkur
„Þetta er bara della. Ég er búinn
að rífast um þetta við póst- og síma-
málastjóra. Þetta er fáranlegt," sagði
Gunngeir Pétursson, skrifstofustjóri
hjá byggingafúlltrúanum í Reykjavík,
um reglur um gervihnattaskerma.
Samkvæmt tveim reglugerðum, sem
samgönguráðherra og menntamála-
ráðherra settu í ársbyrjun, geta
íbúðahverfi ekki sameinast um einn
skerm til móttöku sjónvarpsefriis frá
gervihnöttum.
I mesta lagi geta 36 íbúðir í íbúða-
samsteypu s£uneinast um einn skerm,
samkvæmt reglugerð menntamálaráð-
herra. Aðeins má dreifa sjónvarpsefh-
inu innanhúss, samkvæmt reglugerð
samgönguráðherra. Einbýlishús mega
því ekki sameinast um skerm.
„Ég held að menn hafi ekki hugsað
þegar þeir voru að setja þessar reglu-
gerðir," sagði Gunngeir Pétursson.
Tók hann sem dæmi fjölbýlishús við
Asparfell með 192 íbúðum.
„Samkvæmt reglunum þyrftu íbúar
hússins að setja marga skerma upp.
Menn sjá þá hvað þetta er fáránlegt,"
sagði Gunngeir.
-KMU
Grimsby Town í
Neskaupstað
Þorgeröur Malmquist, DV, Neskaupstað.
í dag kom til Neskaupstaðar enska
fótboltaliðið Grimsby Town og leikur
það gegn Þrótti á malarvellinum í
Neskaupstað klukkan 18 á laugardag.
í för með Grimsbyliðinu eru fiskkaup-
menn, fréttamenn, þingmaður og
ræðismaður íslendinga í Grimsby, Jón
Olgeirsson. Að sögn Guðmundar
Bjamasonar, formanns Þróttar, er for-
saga þessarar skemmtilegu heimsókn-
ar sú að rætt var við þá hjá fisksölufyr-
irtækinu Fylki í Grimsby um það hvort
ekki væru einhverjir Englendingar í
Grimsby sem gætu leikið með Þrótti
í sumar og útkoman varð sú að ensku
atvinnumennimir kæmu hingað í boði
Þróttar. Farið verður með gestina í
skemmtisiglingu um nágrenni Norð-
fjarðar og þeim sýnd margrómuð
náttúrufegurð austfirsku fjarðanna.
Að loknum leik Þróttar og Grimsby á
laugardag verður snæddur kvöldverð-
ur í boði bæjarstjómar Neskaupstað-
ar. Á sunnudag verður farið í
skoðunarferð um Fljótsdalshérað og
farið verður til Reykjavíkur á Suimu-
dagskvöld. Á mánudag heldur Grims-
byliðið til Vestmannaeyja og leikur
þar við ÍBV. Til Englands verður svo
haldið á þriðjudag. Hitann og þung-
ann af heimsókn Grimsbymanna
Mick Lyons, fyrrum leikmaður með
Everton og Sheffield Wedensday, er
framkvæmdarstjóri og leikmaður með
Grimsby.
hingað til lands hefúr Magni Kristj-
ánsson skipstjóri borið. Svo er bara
að vona að veðurguðimir verði okkur
hliðhollir og sem flestir mæti á völlinn
í Neskaupstað.
OPE) el. iy r m I iDGSED I 1G
^VömjjarkaöurijjiUil^^ ^IÐISTORGM^