Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986. 5 Fréttir Endurskoðandi Hafskips þungorður í bréfi til viðskiptavina sinna: Skýrsla skiptaráðenda í reyfarastfl „í kjölfar gjaldþrotsins hófst rann- sókn hjá skiptaráðandanum í Reykjavík, sem stóð íram á vor og tók þá á sig hina ótrúlegustu mynd. Að mínum dómi einkenndust störf þessara rannsóknaraðila af hlut- drægni og einhverjum óskiljanlegum viðhorfum, þar sem reynt var að ná fram fyrirframgefnum niðurstöðum um glæpsamlegt athæfi. Skiptaráð- endumir virðast hafa brotnað undan ofurþunga fjölmiðla og almennings- álits. Ég tel þá ekki hafa staðið undir þeirri kröfu að vera hlutlaust yfir- vald, en út úr þessu starfi þeirra kom skýrsla í reyfarastíl, sem send var ríkissaksóknara.“ Þetta segir í bréfi, sem Helgi Magnússon, endurskoðandi Haf- skips, sendi viðskiptavinum sínum fyrir nokkrum dögum, en hann er einn þeirra sex manna, er tengdust rekstri Hafskips, sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald út af rannsókn á gjaldþroti félagsins. í bréfi þessu skýrir Helgi Magnússon viðskipta- vinum sínum frá því að hann hafi ákveðið að hætta störfúm sem end- urskoðandi vegna þeirra ásakana sem á hann hafi verið bomar og hafi hann því selt endurskoðunar- stofu sína. I bréfinu segir ennfremur m.a.: „Fyrir löggiltan endurskoðanda er það gjörsamlega óþolandi, starfsins vegna, að verða fyrir barðinu á ásök- unum af þessu tagi. En maður áttar sig fljótt á því að það er mikið verk og erfitt að ná rétti sínum, þegar atburðir sem þessir dynja yfir. Það getur tekið mörg ár. Þá baráttu mun ég heyja, ef með þarf, og góður stuðningur viðskiptavina minna er mér mikil hvatning. Það er ákveðin skoðun mín, að endurskoðandi geti ekki starfað i sinni grein, ef hann verður fyrir ásökunum um óheiðarleika og svik- semi. Ég er þannig skapi farinn, að ég get ekki hugsað mér að starfa sem endurskoðandi við þær aðstæður sem nú ríkja, þó ég telji mig ekkert hafa til sakar unnið. Þvert á móti tel ég mig hafa lagt áherzlu á traust vinnubrögð á starfsferli minum. Ég óttast, að viðskiptavinir mínir geti orðið fyrir óþægindum vegna þeirra ásakana, sem ég hef orðið fyrir, ef ekkert verður að gert.“ -JH Nýunglingamiöstöð í Kópavoginum High Tec heitir ný unglingamiðstöð sem opnar í kvöld á Skemmuvegi 34 í Kópavoginum. Á opnunarkvöldinu kemur Bubbi Morthens fram með nýrri hljómsveit sinni, MX 21, ásamt öðrum tónlistarmönnum. I framtíðinni munu verða haldin diskótek í miðstöð- inni um helgar. „Á virkum dögum verður opið hús og ætlum við að reyna að koma af stað klúbbstarfi fyrir unglingana, þannig á þetta að verða einskonar fé- lagsmiðstöð,“ sagði Bjami Lárusson, framkvæmdastjóri High Tec, í samtali við DV. „Það verður því eitthvað um að vera alla daga vikunnar, við erum t.d. með móttökuskerm svo unglingamir geta horft á erlendar sjónvarpsstöðvar." -BTH nmimnmmnmT FYRIR PE KOMDU MEÐ FILMUNA OG ÞÚ FÆRÐ imriinn.... LJOSMYNDAI-JONUSTAN HF Laugavegi 178 - R /kjavik - Simi 685811 ■ f 11IIH II11111 imiiiimi rmny SAM- DÆGURS í FALLEGU ALBÚMI ÁN AUKA- GJALDS. Fylkisdagurinn Kl. 10.15 Hátiðin sett. Kl. 11.00 Beykjavikurhlaup Fylkis á Árbæjarvelli. Skráning hefst kl. 10.30 Kl. 12.45 Lúðrasveit verkalýðsins leikur. Kl. 13.00 Knattspyrna, 5. flokkur: Fylkir— K. Siglufj. Kl. 13.35 Knattspyrna, 4. flokkur: Fylkir- K. Siglufj. Kl. 14.30 Handknattleikur af léttari gerð á Árfaæjarskólavelli. Kl. 15.00 Fimleikasýning i iþróttahúsi Árbæjarskóla. Kl. 15.45 Verðlaunaafhending fyrir Reykjavikurhlaupið. Kl. 16.00 Jón Páll Sigmarsson, sterkasti maður sem Fylkir hefur aliö, keppir við unga Fylkissveina I bildrætti. Kl. 16.20 Grín - knattspyrna. Kl. 16.50 Knattspyma. 3. flokkur: Fylkir- K. Siglufjarðar. Félagsheimilið verður til sýnis eftir gagngerðar endur- bætur og það verður heitt á könnunni. Félagar og foreldrar ungu kynslóðarinnar i Fylki, mætum öll og styðjum börnin I hollum leik, okkur og þeim til ánægju. Heilbrigð æska. hornsteinn framtiðar. REYKJAVÍK §=B=| 1786-1986 Dagskrá íþróttadagar félaga 1986 Laugardagur 9. ágúst Þróttardagurinn Kl. 11.00 Hraðmót í 6. flokki (leiktimi 2x15 min.) Kl. 11.00 6. fl. Fram-Þróttur, KR-Valur Kl. 11.40 5. fl. Þróttur-Valur Kl. 12.50 6. fl. Þróttur-KR, Fram-Valur. Kl. 13.30 4. fl. Þróttur-Fram Kl. 14.15 Lúðrasveit verkalýðsins leikur. Kl. 14.20 6. fl. Þróttur-Valur, Fram-KR Kl. 15.00 Knattspyrna: Gamanleikur. Þróttarkonur annast kaffiveitingar i Þróttheimum. T.B.R.- dagurinn Kl. 14.00-17.00 Kynning á badminton- iþróttinni i T.B.R.-húsinu við Gnoðar- vog. Kaffiveitingar í félagsheimilinu. Leiknisdagurinn Kl. 13.00 Fjölskylduhlaup Leiknis. Skráning á Leiknisvelli kl. 12.30. Kl. 13.30 Lúðrasveit verkalýðsins leikur. Kl. 14.00 Landsmót 4. deild: Leiknir-Bolungarvik. Kl. 15.50 Hraðmót i 6. flokki hefst (2x15 min.) Völlur A: Kl. 15.50 Leiknir B-Fram B Kl. 16.40 Fram B—Leiknir C Kl. 17.30 Fram B-KR C Völlur B: Kl. 15.50 KR C-Leiknir C Kl. 16.40 Leiknir B-KR C Kl. 17.30 Leiknir C-Leiknir B SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST Ármannsdagurinn Kl. 14.00 iþróttasýning i Ármannshúsinu: Fimleikar - lyftingar - júdó - glima - vitakastkcppni HLÉ Kl. 15.30 iþróttasýningin endurtekin. I hléi verða kaffiveitingar i félagsheimilinu. Þá gefst gest- um kostur á að spreyta sig á áhöldum. Framdagurinn Knattspyrna: Leikir yngstu flokka á grasvelli við Alftamýri: Kl. 13.00 6. flokkur A og B Fram-FH Kl. 13.35 3.flokkur Fram-Stjarnan Kl. 14.50 5. flokkur Fram-ÍR Kl. 15.45 4. flokkur Fram-Afturelding Handknattleikur: Hraðmót 4. fl. á útivelli við íþróttahús Álftamýrarskóla: Kl. 14.00 Fram-lR Kl. 14.22 Stjaman-Vikingur Kl. 14.50 Vikingur-Fram Kl. 15.12 ÍR-Stjarnan Kl. 15.40 Vikingur-lR Kl. 16.02 Fram-Stjarnan Aðalleikur Framdagsins verður á aðalleikvangi i Laugardai: Kl. 19.00 islandsmótið 1. dcild Fram-Valur Kaffiveitingar Framkvenna verða I nýbyggingu Framheimil- isins frá kl. 14.00. Lúðrasveit verkalýðsins leikur frá kl. 13.45. KR-dagurinn Kl. 13.00 Lúðrasveit verkalýðsins leikur Knattspyrnumót 16. flokki (leiktimi 2x15 min.) Völlurl Völlur II Kl. 13.30 6.H.B KR-Þróttur Fylkir—Valur Kl. 14.10 6.fl.A KR-Stjaman Fylkir—Afturelding Kl. 14.50 6.fl. B Þróttur-Valur KR—Fylkir Kl. 15.306.fl. A KR-Afturelding Fylkir-Stjaman Kl. 16.10 6.H.B Fylkir—Þróttur Valur-KR Kl. 16.50 6.fl. A Stjaman-Afturelding KR-Fylkir Völlur III Kl. 13.30 5.fl. KR-Fylkir Kl. 14.404. fl. KR-Stjaman Kl. 16.00 2.fl.kv. KR-Valur Stærri iþróttasalur Minni iþróttasalur: Kl. 14.30 Fimlcikar Kl. 15.00 Handknattleikur: Mfl. karla - Eldri félagar Kl. 15.30 Körfuknattleikur Kl. 16.10 Badminton Kl. 16.00 Pokahlaup milli deilda- stjóma. Borðtennis-glima KR-konur annast kaffiveitingar i félagsheimilinu. Víkingsdagurinn Malarvöllur: Kl. 14.00 Landsmót 2. II.: Vikingur-Þór. Akureyri. Kl. 16.15 Knattþrautir og vitaspymukeppni - Markverðir 2. fl. og meistaraflokks verja markið fyrir gestum. Grasvöllur: Kl. 14.00 Hraðmót 5. fl.: Vikingur—Breiðablik—Fylkir Kl. 15.10 Hraðmót 7. fl.: Kl. 16.10 Hraðmót 5. fl.: Kl. 17.10 Hraðmót7.fl.: Verðlaunaafhending Kl. 18.00 Hraðmót 5. fl.: Verðlaunaafhending Handknattleiksvöllur: Kl. 14.15 Handknattleikur karla og kvenna. Mfl. 1975- Mfl. 1985 Vikingsheimili: Kl. 14.30 Lúðrasveit verkalýðsins leikur. Kl. 14.30-18.00 Anddyri: Borðtenniskennsla. Kl. 14.30-18.00 Kaffiveitingar og kynning á öðmm deildum félagsins, svo sem badmintondeild, blakdeild og skiða- deild. Kynnt hugmynd að stofnun tennisdeildar. Ef veður leyfir verður útigrill og sölutjald.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.