Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986. 13 Neytendur O MARKADSÞJÓNUSTAN SKIPHOLTI 19-105-REVKJAVfK-S.26911 „Hendur fram úr ermum“ Birgir Guðjónsson, deildarstjóri nýju deildarinnar i Hagkaup, „Hendur fram úr ermum", tekur hér til helstu verkfæri sem þarf til flisalagna og bendir jafnframt á hve auðvelt það sé að gera mörg verkin, sem til falia, sjálfur og jafnframt mikill spamaður. DV-mynd Óskar Öm BEARGRIP DRAGHNOD ÁL & STÁL RYÐFRÍTT &VENJULEGT Fyrir nokkru var opnuð i Hagkaup í Skeifunni ný deild innan verslunar- innar sem ætluð er sérstaklega þeim sem vilja takast á við viðhald, viðgerð- ir, smíðastörf og lagfæringar, garð- yrkju og gangstéttargerð á eigin spýtur. Fást þá öll helstu verkfæri allt frá skrúfum upp í sláttuvélar. Deildir sem slíkar þykja alveg sjálf- sagðar í stórmörkuðum erlendis og ganga þar undir heitinu „Do it your- self departments" en Hagkaup kallar sína deild „Hendur fram úr ermum“. Deildin er skipulögð sem sjálfsaf- greiðsludeild en starfsfólkið leggur mikið upp úr því að veita viðskiptavin- unum upplýsingar um notkun og nýtingu hinna ýmsu efna og verkfæra. Á staðnum eru pípulagningamaður, rafiðnaðarmeistari og smiðir sem ráð- leggja fólki og er veitt sú þjónusta að farið er á staði og athugað hvað gera þarf eða hvað kemur til með að henta viðkomandi best. Einnig hafa verið gefrúr út bækling- ar sem hver um sig sýna í máli og myndum hvemig hægt er að bera sig að við hin ýmsu verk sem oft á tíðum vilja vefjast fyrir áhugamönnum. -Ró.G. Ind- verskar brauð- bollur í dag látum við fylgja uppskrift af indverskum brauðbollum, eða „Pooris“ eins og Indverjamir kalla þær. „Pooris“ líta út eins og litlar uppblásnar blöðrur og em mjög gómsætar með mat eða einar sér. Þær em langbestar heitar. Mjög auðvelt og fljótlegt er að búa þær til. I bollumar þarf: 110 gr hveiti 110 gr heilhveiti 1/2 teskeið salt 2 matskeiðar jurtaolía 100 ml vatn Hveitið og vatnið sett saman í skál. Jurtaolíunni dreift þar yfir og hnoðað saman eins og unnt er. Vatninu bætt smám saman við og búin til kúla. Deigið loks hnoðað vel þangað til það er orðið mjúkt. Smyrjið deigið með ofurlítilli olíu og látið það bíða í hálftíma. Hnoðið síðan deigið aftur og skiptið því í 12 kúlur sem em flattar út í 13-14 cm hringi. Loks djúpsteikt og eiga þá hringimir að tútna út í bollur um leið og þeir steikjast. Gangi ykkur svo bara vel. -RóG. Umsjón: Anna Bjarnason og Rósa Guöbjartsd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.