Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1986, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986. Utlönd ........... -’ Dalur dauðans á landamærum írans og iraks ber nafn með rentu. Á myndinni sjást íranskir fótgönguliðar leggja til atlögu við stöövar íraka i dalbotninum í Persaflóastríði þjóðanna. Talið er að hálf milljón manna hafi þegar fallið i striðinu er staðið hefur yfir frá 1980 og enn sér ekki fyrir endann á. Tuttugu milljónir fallið í stríðsátökum frá 1945 Fjórða hvert riki í heiminum á aðild að fimnrtíu styrjóldum sem háðar eru víðs vegar um heim í dag Þennan áttunda dag ágústmánað- ar 1986 eiga sér stað í heiminum tæplega fimmtíu stríð eða vopnuð átök og inn í þau flækist fjórða hvert ríki á jörðinni. Á hverjum einasta degi að undan- fömu hefur blóði verið úthellt í vopnuðum átökum í tólf löndum heimsins og frá því árið 1945, er síð- ari heimsstyijöldinni lauk, hefur sá dagur ekki komið er ekki hafa verið háð vopnuð stríðsátök einhvers staðar í heiminum. Yfir 150 stríðfrá 1945 Á þeim tíma, þegar formlegar stríðsyfirlýsingar tíðkast ekki leng- ur, má skilgreina meiningu þá er liggur í orðunum stríð eða vopnuð átök sem ófrið þar sem hlut eiga að máli vopnaðar hersveitir ríkisstjóm- ar við völd gegn vopnuðum andstæð- ingum innan eða utan landamæra ríkisins í tiltekinn tíma. Með þessa skilgreiningu í huga, og þá em innifaldar vopnaðar upp- reisnir og borgarastríð, hafa yfir 150 stríð orðið frá þvi árið 1945. Þar em meðtaldar stærri styijaldir eins og í Kóreu og Víetnam, skæru- liðastríð allt frá Tyrklandi til Malaysíu og uppreisn blökkumanna í Suður-Afríku. Aðeins 15 prósent átakanna teljast hafa verið hefðbundin stríð, það er að segja átök stjómarheija tveggja eða fleiri ríkja er beijast hvert við annað um og á tilteknum landamær- um. Hin 85 prósentin tengjast vopnuðum tilraunum heimamanna við að kollsteypa nýlendustjómum og átökum í kjölfar ættflokka-, trú- ar- eða þjóðemiseija. Þau hafa flest verið irmanlandsátök. Ný átök þriðja hvem mánuð Áð meðaltali hefst nýtt stríð í henni veröld þriðja hvem mánuð. Á þeim rúmu 40 árum sem liðin em frá lokum 8Íðari heimsstyijaldar hafa landsvæði yfir 80 þjóðríkja verið vettvangur stríðsátaka er stjómar- herir yfir 90 ríkja hafa átt aðild að. Og vopnuð stríðsátök víðs vegar Nú hirast að minnsta kosti átta milljónir af íbúum jarðar við illan leik í flóttamannabúðum viðs vegar um heim. Á myndinni verma afganskir flóttamenn sér yfir eldi í flóttamannabúðum í Pakistan, eftir að hafa flúið heimkynni sín undan sovésku innrásarliöi er barist hefur við afganskar frelsissveitir i rúm sex ár. Konur og böm eru í meirihluta í afgönsku flóttamannabúðunum í Pakistan, sem og í öðrum flóttamannabúðum. um heim færast stöðugt í aukana. Fómir stríðsátakanna, jafrit mannfómir sem eyðilegging efna- hagslegra gæða, hafa verið gífúrleg- ar. Frá því árið 1945 hafa 20 milljónir látið lífið í stríðsátökum og mun fleiri særst. Til dæmis féllu þijár milljónir í styijöldinni í Indókína á árunum 1945 til 1975, tvær milljónir í borg- arastyijöldinni í Nígeríu frá 1967 til 1970 og yfir tvær milljónir í Kóreu- stríðinu frá 1950 til 1953. Talið er að að minnsta kosti ein og hálf milljón manna hafi látið lífið í stríðinu í Austur-Pakistan, sfðar Bangladesh, árið 1971 og rúmlega tvær milljónir í stríðinu í Kampútseu á árunum 1975 til 1979. í síðari stríðsátökum er ljóst að hálf milljón hefúr að minnsta kosti fallið í Persaflóastríði írans og Iraks frá því 1980 og yfir 300 þúsirnd í frels- isstríði afganskra skæruliða við sovéska innrásarherinn í Afganistan frá því í desember 1979. Auknar fómir óbreyttra borg- ara Ekki hafa fómir óbreyttra borgara minnkað í stríðsátökum síðustu ára- a fiá því sem áður var. fyrri heimsstyijöld voru 95 pró- sent fallinna úr röðum hermanna. í Víetnamstríðinu voru 80 prósent fallinna óbreyttir borgarar. Nú búa að minnsta kosti átta millj- ónir flóttamanna við illan aðbúnað í flóttamannabúðum, eftir að hafa flosnað upp af landi sínu og heimil- um vegna nálægðar við stríðsátök Meirihluti þessa fólks er konur og böm. Enn aukast útgjöld til hermála. Árleg hemaðarútgjöld ríkja heims nálgast nú óðfluga þúsund milljarða dollara markið. Ríki þriðja heimsins, þar með talið Kínverska alþýðulýðveldið, eyða 23 prósentum af þessari upphæð, en 17 prósentum að Kínveijum frátöldum. í herafla þróunarríkjanna eru um 15 milljónir manna en læknar em aðeins 15 milljónir og kennarar 22 milljónir. Yfir 40 ríki hafa selt öðrum hvor- um stríðsaðila í Persaflóastríði, íran og írak, vopn og 15 ríki hafa selt báðum stríðsaðilum vopnabúnað. Sú hætta er alltaf fyrir hendi að minni skærur og átök breiðist út og verði umfangsmeiri, sérstaklega í þeim tilvikum þar sem stórveldin sjá skjólstæðingum sínum fyrir vopna- sendingum. Sífellt háðari stórveldunum í nútímahemaði eyðast vopna- birgðir fljótt upp og stríðsaðilar verða háðir þeim aðilum er sjá þeim fyrir frekari vopnasendingum. Ákvörðun um framhald stríðsrekst- ursins verður í raun í hendi þeirra ríkja er sjá stríðsaðilum fyrir vopn- um. Þetta kom berlega í ljós í styijöld ísraelsmanna og araba á Sinaískaga árið 1973, er stórveldin urðu að koma á loftbrú til skjólstæðinga sinna og sjá þeim fyrir vopnum. Hefði annar hvor stríðsaðilinn ekki fengið skjótar vopnasendingar hefði uppgjöf verið yfirvofandi. Stórveldin hafa á undanfömum árum orðið æ viðriðnari stríðsátök í þriðja heiminum með vopnasend- ingum og hemaðarráðgjöf og hafa menn nú auknar áhyggjur af beinum árekstrum stórveldanna á vígvöllum þriðja heimsins, árekstrum er hæg- lega gættu leitt heiminn fram á brún allsheijarstyijaldar. Umsjón: Hannes Heimisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.