Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 4
Fréttir .21 HUDAíIiJMAM MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1986. Húsfyllir á minningartiátíð Sigurðar Nordal „Liður í herferðinni til varnar íslenskri tungu“ - sagði Sverrir Hermannsson við setninguna Húsíyllir var í Þjóðleikhúsinu á há- tíð sem menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, hélt í gær í tilefhi af þvi að rétt hundrað ár voru þá liðin frá því prófessor Sigurður Nordal fæddist. Menntamálaráðherra setti hátíðina. Hann sagði að hátíðin til minningar um Sigurð Nordal væri framhald af herferðinni til sóknar og varnar ís- lenskri tungu sem hófst með samkomu í þjóðleikhúsinu þann 1. desember á síðasta ári. Menntamálaráðherra boðaði einnig að senn yrði komið á laggimar Stofri- un Sigurðcu- Nordal við Háskóla íslands sem á að vera „í fararbroddi í sókn og vöm fyrir íslenska tungu heima og erlendis,“ eins og Sverrir Hermannsson orðaði það. Að lokinni setningu menntamála- ráðherra flutti Þórhallur Vilmundar- son prófessor ítarlegt erindi um fræðistörf Sigurðar, ritverk hans og áhrif á rannsóknir á íslenskri menn- ingu á langri starfsæfi. Áð loknu erindi Vilmundar söng Hamrahlíðarkórinn, undir stjóm Þor- gerðar Ingólfsdóttur, lög eftir Jón Nordal tónskáld, son Sigurðar. Þar næst fluttu leikarar Þjóðleikhússins dagskrá úr verkum Sigurðar. Að end- ingu flutti Páll Skúlason, forseti heimspekideildar Háskóla íslands, ávarp. Sigurður Nordal var lengst af starfeæfi sinni prófessor við þá deild og mótaði hana öllum öðrum fremur. Fjölmargt hefúr verið gert til að minnast þáttar Sigurðar í íslenskri menningu um hans daga og síðar. Hann var um áratugaskeið í röð fremstu fræðimanna og rithöfúnda þjóðarinnar og skildi eftir sig varanleg spor á þeim sviðum sem hann kom nærri. I tilefhi af aldarafmæli Sigurðar Nordals hefúr Almenna bókafélagið m.a. hafið útgáfu á ritsafhi hans og em þrjú fyrstu bindin komin út. Einn- ig verða gefnir út heimspekifyrirlestr- ar sem Sigurður flutti í Reykjavík veturinn 1918 til 1919. Fyrirlestramir hafa aldrei verið gefiiir út áður en þeir em af mörgum taldir lykillinn að fræðimennsku Sigurðar. -GK Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra setti hátiðina. Mikið fjölmenni var í Þjóðleikhúsinu. Á fremsta bekk má sjá Jóhannes Nordal, frú Vigdisi Finnbogadóttur, Sverri Her- mannsson, Ragnhildi Helgadóttur og Halldór og Auði Laxness. Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, kemur til hátíðarinnar. DV-myndir Brynjar Gauti I dag mælir Dagfari Skattsvikarar í fangelsi Eins og flestir ættu að vita, sem em komnir til nokkurs þroska, hefur verið í gildi skattalöggjöf hér á landi sem er þeim eiginleikum gædd að annar hver maður neyðist til að sniðganga hana. Gildir það jafht um beina skatta og óbeina og má ekki á milli sjá hvor hópurinn er stærri, sá sem svíkur undan söluskatti eða hinn sem svindlar undan tekju- skatti. Þykir það svo sjálfsagt að stela undan skattinum að þeir fáu, sem telja heiðarlega fram, em yfir- leitt taldir skrýtnir eða truflaðir. Sú undarlega regla gildir nefhilega að því meir sem menn leggja að sér til tekjuöflunar fyrir heimili sín því meir er tekið af þeim í skatta og þess em dæmi að einstaklingur borgar tvær af hveijum þrem krón- um, sem hann fær í laun, í ríkiskas- sann. Og þar sem flestir þreytast nokkuð fljótt á að vinna nánast kauplaust fyrir sjálfan sig, en leggja nótt við dag fyrir ríkið, þá kemur fyrr eða seinna að því að annað- hvort hætta þeir að vinna, ellegar gefa tekjumar ekki upp. Skattalöggjöfin refcar sem sagt öll- um þeim sem em heiðarlegir en býður hinum óheiðarlegu að smeygja sér undan lögunum. Ríkis-. sjóður hefúr þar að auki hækkað söluskatta og aðra óbeina skatta jafnt og þétt undanfarinn áratug og er nú svo komið að þrír fjórðu af verði sumrar vöm eða þjónustu em gjöld til ríkisins. Með því að hirða þessi gjöld í eigin vasa tekst mörgum snjöllum íslendingnum að stunda arðbæra atvinnu með því að hirða skattinn fyrir sjálfan sig. Ríkir ávallt mikill fógnuður í þessum hópi fólks þegar söluskattur er hækkaður þvi þá vex gróðinn að sama skapi hjá þeim sem ekki þurfa að skila honum. Ríkissjóður og fjármálaráðuneytið fylgjast vel með þessum skattsvik- um. Ráðuneytið hefur meira að segja útbúið ítarlega skýrslu og yfirlit yfir skattsvikin sem talin em nema 2,5 til 3 milljarða króna. Þeir vita því gjörla hveiju er stolið og af hveijum. Nú hafa þeir í fjármálaráðuneyt- inu fengið þá snjöllu hugmynd að ástæðulaust sé að innheimta þessa stolnu peninga sem þeir era búnir að reikna út í skýrslum sínum. í stað þess hefur verið ákveðið að bæta þvi inn í hegningarlögin að skattayfir- völd megi stinga skattsvikurunum í tukthús! Það verður aldeilis handa- gangur í öskjunni þegar fjármála- ráðherra fer að leiða kjósendur sína til dýflissunnar og svipta þá kjör- gengi og kosningarétti, enda man Dagfari ekki betur en að ráðher- rann, sem er formaður Sjálfstæðis- flokksins um leið, hafi lýst yfir því í blaðagrein í sumar að helstu skatt- svikaramir væm í hópi smáatvinnu- rekenda. Ástæða er til að taka mark á þessari fúllyrðingu ráðherrans enda var hann framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins áður en hann fór á þing. Hann þekkir sitt heimafólk. En eitthvað em þeir fleiri, skatt- svikaramir, ef marka má skýrslu fjármálaráðuneytisins og því verður líflegt í Síðumúlanum þegar helm- ingurinn af þjóðinni mætir í stofú- fangelsið í Múlanum og verður fluttur í áætlunarrútum austur að Litla-Hrauni. Þar að auki sýnist nauðsynlegt að leggja fram ríflegar fjárveitingar til fangelsisbygginga á fjárlögunum í haust ef meiningin er að koma öllum þessum fjölda fyrir í mannheldu tukthúsi. Satt að segja hélt Dagfari að úr því fjármálaráherra veit á annað borð um skattsvikarana í smáat- vinnurekendastétt og hversu miklu þeir hafi stolið að hagkvæmast væri að ganga að þessum skattsvikurum og mkka þá um skattinn. Ekki hætta menn að stela undan skatti ef þeir geta haldið þýfinu með því einu að skreppa í fangelsi við og við. Varla mun það teljast mann- orðshnekkir þegar það verður orðin landlæg hvíldarhressing hjá öðrum hveijum íslendingi að láta loka sig irrni. Miðað við umfang þessara afbrota og vinsældir þeirra sýnist geta borg- að sig fyrir ríkissjóð að flytja skatt- greiðendur úr landi í nokkra mánuði en lýsa yfir herlögum í staðinn þar sem eftir sætu skattsvikarar í einu íslensku allsheijarfangelsi á meðan. Ríkið yrði að vísu að borga farið undir skilvísa skattgreiðendur því skattunnn skilur ekki eftir afgang til utanferða fyrir þá sem telja fram. En þau fargjöld yrðu áreiðanlega ódýrari heldur en fangelsismúramir sem ella þarf að reisa. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.