Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 42
42 MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1986. Sviðsljós Ólyginn sagði . . . Michael J. Fox varð yfir sig reiður þegar tauga- strekktir lífverðir hans ýttu hóp af æpandi aðdáendum í burtu við sjónvarpsupptöku í New York. Leikarinn sagði lífvörðun- um að þetta skyldu þeir aldrei gera aftur því að án aðdáenda sinna hefði hann aldrei náð svo langt. Siðan kom Mikki sér þægilega fyrir og skrifaði eigin- handaráritanir og rabbaði við aðdáendurna í 20 mínútur, líf- vörðunum til mikillar armæðu. Þegar hann hélt í burtu hrópaði fólkið húrra eins og það ætti líf- ið að leysa. Timothy Dalton hinn nýi James Bond hefur lýst því yfir að lífsstíll hans sé gjöró- líkur þeirri persónu sem hann kemur til með að leika. Þegar talið berst að kvenfólki segir Tim að sér líki best við sterkar og sjálfstæðar konur en þoli ekki heimskar konur eða þær sem eru eins og bergmál. Reyndar kom val Shakespearehlutverka leikarans á óvart því menn höfðu þegar bókað Pierce Brosnan I starfið. Svo fór þó ekki og Tim hreppti hnossið sem tryggir honum milljónir í laun og' góða auglýsingu. Harry prins yngri sonur Karls prins af Wales og Díönu prinsessu af Wales er víst hinn hlýðnasti og hvers manns hugljúfi. Drengurinn hefur, eins og fleiri börn á sama reki, afskaplega gaman af dýr- um. Þegar fjölskyldan var á ferðinni um Spánarstrendur var bankað upp á hjá Juan Carlos Spánarkonungi og drottningu hans Sophiu, en þau eiga stóran og mikinn sjéfferhund sem ber nafnið „Arkie". Harry hafði af- skaplega gaman af því að leika við hundinn. Þegar ganga átti að snæðingi sagði Juan Carlos skyndilega „sittu" og aumingja Harry hlýddi og settist á góifið hinn lúpulegasti og sat þar uns kóngsi hafði hlæjandi sagt hon- um að standa upp. Hafði Spánarkonungur þá verið að ávarpa hund sinn en Harry hlýtt án þess að hugsa sig um tvisvar. Hin hliðin á tennisstjörnunum Tennis er íþrótt sem ekki hefur verið mikið iðkuð hérlendis en sækir á ef marka má ummæli fróðra manna. Þeir sem skara fram úr í þessari íþrótt eru þegar i stað orðnir at- vinnumenn og þekkt fólk í sínu heimalandi. Miklar fjárhæðir eru í veltunni í þessari íþrótt og almenn- ingur fylgist með hverju fótmáli tennisstjamanna. En hvernig verja þær frítíma sínum, hvernig eru þær án tennisspaðans ? Hjónabandið aðaláhugamálið Chris Evert Lloyd hefur að undan- fömu verið uppáhaldstennismann- eskja Bandaríkjamanna. Hún er nú talin vera sú næstbesta í heiminum og hefur nú talað um að hætta eftir 12 ára feril. áÁugamál hennar er hjónabandið en hún er gift fyrrum atvinnumanni í tennis, Bretanum John Lloyd. Hún segist njóta sín best í rólegheitum heima fyrir. Sam- Hjónabandið er aðaiáhugamál tenn- ishjónanna, Chris Evert Lloyd og John Lloyd. Martina Navratilova, sú besta í heimi, er hestamanneskja og „elsk- ar“ gamlar kvikmyndir. an hefur þeim Lloyd-hjónum tekist að gera hjónaband sitt, sem áður var í molum, traust sem bjarg. Þau segj- ast njóta þess og vilja allt gera til að halda því þannig. John McEnroe er nýgiftur og ný- orðinn pabbi. Hann tók sér hvíld frá tennis í hálft ár til að geta sinnt þess- um tveimur merkisatburðum í lífi sínu og hefur að mestu verið upptek- inn við bamauppeldi í sumar. Um þessar mundir notar McEnroe frí- stundir sínar til að komast í form því hann ætlar á toppinn að nýju. Ann- ars segist hann hafa gaman af Frisbee, ýmsum íþróttaleikjum og samkvæmum. Dáðasti drengur Þýskalands Boris Becker heitir 18 ára rauð- hærður tennisstrákur sem orðið hefur W imbledon-meistari undanfar- in 2 ár. Hann er feikivinsæll í heimalandi sínu, V-Þýskalandi, og fær vart stundlegan frið. Alls staðar, þar sem hann lætur sjá sig opin- berlega í heimalandinu, safnast unglingsstúlkur að honum og reyna hreinlega að slíta af honum fötin. Becker segist æfa sig 5 tíma á dag en þá sé vinnudagur hans búinn. Eftir það fer hann oft í golf og ekur þá um í sérhannaðri Rolls-Royce golfkerru. Best finnst þó Becker að vera í útlöndum og geta um frjálst höfuð strokið. Þá fer hann í búðir, á rokktónleika eða í skemmtigarð. Einnig hlustar hann mikið á tónlist og þá einkum á rokk. Ivan Lendl, sem er tékkneskættað- ur, fer í golf þegar hann á firí. Honum þykir indælt að fara í frí, slaka á og liggja í sólbaði. Einnig finnst honum gaman að stíga á hjólaskauta, trimma með séfferhundunum sínum eða horfa á teiknimyndir, einkum Tomma og Jenna. Eitt sinn glaumgosi ávallt glaumgosi Martina Navratilova er einnig tékkneskættuð og er talin vera besta tenniskona heims. Hún eyðir miklu af frítíma sínum við alls konar æfing- ar til að halda sér í formi. Þegar hún slappar af fer hún í golf eða á hest- bak. Að auki þekkir hún ekki betri leið til að eyða kvöldinu heldur en að sitja heima og horfa á gamlar kvikmyndir eða þá leika við pers- neska köttinn sinn, Lancelot. Guillermo Villas hefur lítið látið að sér kveða á tennisvellinum að undanfömu. Hann æfir þó vel og segist stefna að því að verða aftur í hópi þeirra 10 bestu. Villas er þó orðinn 32 ára og var eitt sinn fylgdar- sveinn Karólínu Mónakóprinsessu. Hann er enn sami glaumgosinn og slíkir menn eiga alltaf frítíma. Villas nýtur sín vel yfir huggulegum kvöld- verði, fer í kvikmyndahús og stundar yfirleitt danshúsin í Monte Carlo fram á rauða nótt. John McEnroe hefur einbeitt sér að föður- og eiginmannshlutverkinu að undanförnu. Boris Becker nýtur þess aö fara f golf og auðvitað er golfkerran Rolls Royce-týpa í Ijósaskiptunum geta hinir hversdagslegustu hlutir tekið á sig ýmsar myndlr. Ýmsum brá í brún sem sáu þessa sjón fyrir skömmu á afviknum stað í Bandaríkjunum. í smáþorpi einu fékk lögreglan upphringingu frá bónda í grenndinni sem sór og sárt við lagði að fljúgandi furðuhlutur væri á ferð og inni í honum væru litlar rauðleitar verur. Lögreglan og fifldjarfir áhugamenn mættu á vettvang og litu ógnina augum og sagðist lögregluþjóninum hafa brugðið við fyrstu sýn. Þegar nánar var að gáð sáu menn að fyrirbæri þetta var alls ekki frá öðrum heimi heldur var þetta einungis allsér- stæð skýjamyndun. Létti mörgum við þá uppgötvun en illa gekk að sefa bóndann sem sá rauðu verum- ar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.