Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 12
12 Neytendur MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1986. Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:....91-31815/686915 AKUREYRI:.......96-21715/23515 BORGARNES:............93-7618 BLÖNDUÓS:........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:......95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:........96-71489 HÚSAVÍK:.......96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:..........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: .....97-8303 interRent STEINOLÍU- OFN Hagstæður hitagjafi, 2.11 kw. Brennir 6.4 itr. á 26-36 klst. Skeljungsbúðin w Síðumúla 33 símar 681722 og 38125 MATREIÐSLU NÁMSKEIÐ Þú fœrö nú matreiðslunámskeið aö láni, á VHS eöa Beta myndbandi, meö Husqvarna örbylgjuofni. (h) HUSQVARNA ÖRBYLGJUOFNINN Micronett örbylgjuofninn er þrisvar sinnum betri. • Helmingi rýmra ofnhólf (40 lítra). • Brúnar matinn. • Sjálfvirk hitamæling. Ath. Góð greiðslukjör HUSQVARNA ER HEIMILISPRÝÐI Gunnar Ásgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 Simi 9135200 DV Hundrað tonna kjúkl- ingafjall á útsölu Kjúklingamáltíð á 250 kr. fýrir „vísitöliifjölskylduna" Kjúklingafjall hefur nú bæst í hóp þeirra fjalla sem verið er að selja á útsöluverði, neytendum til mikilla hagsbóta. Nú er liðinn sá tími er kjúkl- ingar voru aðeins á borðum manna við allra hátíðlegustu tækifæri. Nú eru kjúklingar orðnir á hvers manns diski oft í viku. - Fjögurra manna fjölskylda getur hæglega fengið kjúklingamáltíð fyrir 250 kr., stóran holdakjúkling sem vegur 1200 g og kostar 209 kr. kg. Það er lægsta verðið sem við höfum heyrt um, getur meira að segja verið lægra einhvers staðar. Hundrað tonn á útsölu Alfreð Jóhannsson, framkvæmda- stjóri ísfugls í Mosfellssveit, sagði í samtali við DV að það væru um 100 tonn sem áætlað væri að selja á útsöl- vmni. fsfugl slátrar um helmingi alfra þeirra fugla sem hér eru á markaðin- um sem eru um milljón kg á árinu. Það eru aðallega þrír íjórir aðilar sem hafa alla þessa framleiðslu með hönd- um. Undarifarið hefur verið ofEram- leiðsla og því hefur verið gripið til þess ráðs að draga saman seglin og minnka framleiðsluna. ísfugl bíður nú eftir ákvörðun Norð- manna um kaup á kjúklingum og vonast fyrirtækið til þess að geta selt Norðmönnum umframframleiðsluna sem er um 2-300 tonn. Umræður hafa farið fram við yfir- menn á Keflavíkurflugvelli um hugsanlega sölu á kjúklingum í mötu- neyti hersins. Alfreð taldi ekki líklegt að af sölu þangað yrði því amerísku kjúklingamir sem þar fengjust væru svo ódýrir að ógemingur væri að keppa við þá í verði. Beint úr frysti í ofninn í kjötvinnslu sem Isfugl rekur í Mosfellssveit em framleiddir krydd- aðir kjúklingahlutar sem hægt er að matreiða beint úr fiysti. Til em þrjár mismunandi tegundir, helgarkjúkling- ur, veislukjúklingur og barbeque bitar. I hveijum bajfka em átta kjúkl- ingahlutar, nema í þeim síðasttalda em leggir og vængir. Svona bakkar em á útsölunni og kosta 260-270 kr. kg út úr búð og em nóg i matinn fyr- ir „vísitöluijölskylduna". í kjötvinnslunni heftir verið tekin upp ný vinnsluaðferð sem gerir fram- leiðsluna mun hagkvæmari en áður var. Einnig þykir kjötið enn betra en áður unnið með þessari nýju aðferð. Alfreð Jóhannsson, framkvæmda- stjóri ísfugls, i hlíöum kjúklingafjalls- ins en offramleiðslan er milli 2 og 300 tonn. Tekin hefur verið í notkun ný vélasamstæða í kjötvinnslunni. Vinnslutíminn er nú mun styttri en áður var og skilar þaö, ásamt breyttum vinnsluaðferðum, miklu betri vöru til neytendanna. DV-mynd GVA Hægt er að framleiða 3-4 torrn af kjúklingabökkum á dag. „Hag- kvæmninni fylgir að við getum lækkað verðið á framleiðslunni til hagsbóta fyrir neytendur, ekki bara núna á út- sölunni heldur til frambúðar. Ekki verður ráðið í störf þeirra 15-20 skólanema sem hætta störfum hjá okkur nú í haust,“ sagði Alfreð. Enn ein nýungin firá ísfugli er beinlaus biti, kallaður „nuggett" á ensku, en þetta er alþekkt á kjúklingastöðum vestan- hafs. Þetta er væntanlegt á skyndi- bitastaðina nú fljótlega. Þá eru einnig væntanlegir pottréttir sem búnir eru til úr unghænum og ýmsu góðgæti. -A.BJ. m4 J Beint úr frysti Sælkerar við „smakk-skyldustörf‘. í heitan ofninn Fyrir helgina prófuðum við að mat- reiða þrjár tegundimar af bakka- kjúklingum frá ísfugli. Átta manna sælkeranefrid bragðaði á réttunum og sagði sitt álit. Eldamennskan Eldamennskan er einföld. Bökunar- ofhinn er hitaður í 225° C og bakkinn látinn í ofninn beint úr frysti og bak- aður í ca 50 mín. Fylgist með til vonar og vara og athugið að vængstykkin bakist ekki einum of mikið. í bakkana kemur heilmikið soð sem nota má til sósugerðar ef vill. Af átta greiddum atkvæðum fengu barbequebitamir 5 bestu verðlaun og helgarkjúklingurinn fékk 3 bestu verðlaun. Annars em skoðanir sælker- anna mismunandi, sumum þykir of mikið kryddað það sem öðrum finnst nákvæmlega passlegt. En eins og einn sælkerinn sagði: „Þetta er allt ágætt en barbequebit- amir em bestir." Við leyfum okkur að stinga upp á íslenrkulegra nafni á þennan ágæta rétt. -A.BJ. UMSJON: ANNA BJARNASON OG RÓSA GUÐBJARTSDÓTTIR DV mynd BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.