Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1986. 15 I gildrum ríkisafskiptanna Skilningarvitin fimm, sem við mennimir höfum, nægja okkur alls ekki til þess að skilja veruleikann, sem við búum í. Þegar við lítum út um gluggann, sýnist okkur til dæmis ekki betur en jörðin sé flöt. En vís- indamenn fræða okkur hins vegar á því, að hún sé hnöttótt. Svipað er að segja um mannlegt samlíf. Það, sem við sjáum af þvi, heyrum og skynjum með öðrum hætti, er ekki nema lítið brot af því, sem við hljót- um að reyna að skilja. Hagfræðileg- um skilningi má því líkja við áttavita, sem við verðum að nota til þess að ganga ekki beint í ýmsar gildrur. Hann opnar augu okkar, ef svo má að orði komast. Ég skal hér rekja þijú dæmi um slíkar gildrur, en greininguna sæki ég í nýja bók eftir hagfræðingana James M. Buc- hanan og Geoflrey Brennan, The Reason of Rules. Ofsköttunargildran Þeim, sem greiða skatta, venju- legu, heiðarlegu launafólki, finnst þeir auðvitað alltaf of háir. En hin- ir, sem þiggja þá, embættismenn, stjómmálamenn og styrkþegar ríkis- ins, fá sennilega aldrei nóg. Eða hvað? Bandaríski hagfræðingurinn Arther Laffer varð heimsfrægur fyrir nokkrum árum á því að benda á það, að skattar geta orðið svo háir, að fólk minnki mjög við sig skatt- skyldar tekjur (hætti að vinna eftir- vinnu, hörfi niður i neðanjarðarhag- kerfið og svo framvegis), en það hefúr síðan þær afleiðingar, að skatttekjur ríkisins lækka. Um það ættu líklega greiðendur og þiggjend- ur skatta að vera sammála, að skattar séu orðnir allt of háir, þegar svo er komið. Þeir, sem hirða mjólk- ina úr kúnni, verða alltaf að gæta þess að minnka nytina ekki með of- mjólkun. Leikreglur stjórnmálanna Þegar svo er komið, að skatttekjur ríkisins lækka því meira sem ríkið reynir að hækka skattana, vinna Frjálshyggjan er mannúöarstefna KjaUaiinn Stjómmálamenn hugsa miklu |kemmra en venjulegir einstaklingar, þar sem það umboð, sem þeir fá í kosningum, nær aðeins til nokkurra ára. Þeir hugsa i kjörtímabilum. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson þiggjendur skatta auðvitað gegn eig- in hagsmunum. Þeir tapa þá á ofsköttuninni eins og allir aðrir. Ekki er ósennilegt, að þessu öfskött- unarmarki hafi verið náð í ýmsum vestrænum lýðræðisríkjum, svo sem Svíþjóð. En hvemig í ósköpunum stendur á því, að þiggjendur skatta vinna gegn eigin hagsmunum? Varla eru þeir vitlausari en gengur og ger- ist. Svarið liggur í leikreglum stjóm- málanna í lýðræðisríkjum. Þegar stjómmálamenn leggja skatta á al- menning, hugsa þeir eðli málsins samkvæmt ekki lengra en nemur kjörtímabili þeirra. Þeir hugsa því aðeins um skammtímaáhrif nýrra skatta. En langtímaáhrif skatt- anna ráðast af viðbrögðum einstakl- inganna við þeim: smám saman lagar fólk sig að nýjum aðstæðum. Stjómmálamenn hugsa mikíu skemmra en venjulegir einstakling- ar, þar sem það umboð, sem þeir fá í kosningum, nær aðeins til nokk- „Þegar kostnaðurinn er tekinn út strax, en ávinningurinn kemur ekki í ljós fyrr en síðar, hljóta stjómmálamenn að bregð- ast.„ urra ára. Þeir hugsa í kjörtímabilum. Það borgar sig því fyrir þá að afla sem hæstra skatta á sem skemmstum tima og skeyta ekki um langtíma- áhrifin. Við sitjum öll föst í ofskött- unargildm, sem við komumst ekki út úr, því að það borgar sig ekki fyrir neinn að losa okkur úr henni. Verðbólgugildran Önnur gildran er svipuð hinni fyrstu. Vestrænar lýðræðisþjóðir hafa um nokkurt skeið búið við þrá- láta verðbólgu, þótt allir tapi á henni, þegar til langs tíma er litið, og þótt við vitum, hvemig hana megi stöðva. Ekki þarf annað en hætta um stund seðlaprentun ríkis- ins. Hvemig stendur á því, að þetta er ekki gert? Skýringin er enn sú, að stjómmálamenn verða starfs síns vegna að vera skammsýnni en annað fólk. Ef þeir stöðva verðbólguna. þá bitnar sársaukinn fyrst á kjósendum, en þeir njóta lækningarinnar miklu síðar. Þessir ágætu stjómmálamenn mega því eiga von á þvi að falla í kosningum og missa atvinnuna. Þegar kostnaðurinn er tekinn út strax, en ávinningurinn kemur ekki í ljós fyrr en síðar, hljóta stjóm- málamenn að bregðast. Það, sem er skynsamlegt fyrir heildina, þegar til langs tíma er litið, er við þær að- stæður óskynsamlegt fyrir þá sjálfa. Skuldasöfnunargildran Þriðja gildran er sama eðlis. Ríkið safiiar skuldum umfram það, sem skynsamlegt er. Það notar lánsféð ekki til framkvæmda, sem skila arði í framtíðinni, heldur til margvíslegr- ar neyslu. Allir tapa á þessu, þegar til langs tíma er litið, þar sem skatt- greiðendur erfa skuldir og ríkið glatar smám saman lánstrausti. Menn vinna með þessu gegn eigin hagsmunum. Hvers vegna í ósköp- unum gera þeir þetta, þrátt fyrir það að þeir séu sennilega ágætlega skynsamir sem einstaklingar? Vegna þess að það borgar sig, þegar þeir líta til skamms tíma, og þar sem þeir eru stjómmálamenn, hljóta þeir að líta til skamms tíma. Skuldimar, sem ríkið saíhar, falla ekki í gjald- daga, fyrr en þeir menn, sem bera ábyrgð á þeim, em hættir stjóm- málaafskiptum. Stjórnarskrárskorður nauð- synlegar Þessi greining á bersýnilega eins við á íslandi og annars staðar. En hvemig getum við komið því svo fyrir, að stjómmálamenn líti til langs tíma og taki skynsamlegar ákvarð- anir, en láti ekki skammtímaáhrifin af gerðum sínum ráða þeim? Buc- hanan og Brennan segja i bók sinni. að við verðum að setja valdi þeirra strangar stjómarskrárskorður. Við komumst ekki út úr þessum gildrum nema með því að breyta leikreglum stjómmálanna. Það væri hins vegar efin í aðra grein jafhlanga að leggja á ráðin um slíkar brevtingar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Samvinnufélag starfs- manna - nýr möguleiki KjaUariim í umræðu hérlendis um rekstrar- form á fyrirtækjum er yfirleitt talað um þrenns konar form, þ.e. ríkis- rekstur, einkarekstur og samvinnu- rekstur. Mismunurinn liggur í því hveijir eiga fyrirtækin, ríkið, einn eða fleiri einstaklingar eða fjölda- hreyfing. Fyrir nokkm sá ég þátt á myndbandi um enn eitt form en það er samvinnufélag starfsmanna. Éig- endur slíkra fyrirtækja em þeir sem vinna hjá fyrirtækjunum og aðeins þeir. Þátturinn lýsti þróun slíkra fyrirtækja sem hefur átt sér stað á Spáni frá miðri þessari öld. Upphafið Fyrsta fyrirtækið var framleiðslu- fyrirtæki í bæ í Baskahémðum Spánar sem nefnist Montragon. Upphaismenn þess höfðu kynnt sér upphaf samvinnuhreyfingarinnar í Bretlandi en þar hafði verið gerð tilraun með samvinnufyrirtæki í framleiðslu en sú tilraun mistókst vegna þess að aðilar sem unnu ekki í fyrirtækinu, en áttu hlut í því, náðu yfirhöndinni og var fyrirtækið því eftirleiðis rekið sem hvert annað einkafyrirtæki. Eftir það snerust ýmsir kunnir vinstrimenn gegn þess- ari hugmynd og varð það til að verkalýðshreyfingin gerði það líka. Samvinnuhreyfingin í Bretlandi hélt sig við verslun og þjónustu og ásamt samvinnuhreyfingum í öðrum lönd- um, m.a. hér á landi, þróaðist hún í samvinnuhreyfingu eins og þá sem við þekkjum hér á landi í dag. Frum- herjamir í Montragon létu þetta ekki á sig fá og notuðu þetta form í sínu framleiðslufyrirtæki en gættu þess að utanaðkomandi aðilar gætu ekki haft áhrif á reksturinn. Síðan þá hefur fyrirtækjum með þessu formi íjölgað í yfir 80 fyrirtæki víðs- Þegar maður hættir hjá fyrirtækinu er hann borgaður út hvort sem hon- um líkar betur eða verr og hefur upphæðin þá vaxið eitthvað því 70% af hagnaði fyrirtækisins bætist ofan. á höfuðstól starfsmanna og eru dæmi þess að menn sem hafa urrnið lengi hjá slíku fyrirtæki hafi tífaldað upprunalega höfuðstólinn. Stjóm fyrirtækisins er kosin á fundi allra starfsmanna þess og ræð- „Laun eru greidd eftir ábyrgð þeirri sem störfunum fylgir en þó er ein regla í því sambandi, hæstu laun eru aldrei meiri en þrefalt hærri en þau lægstu.“ vegar um Baskahémð Spánar og hjá þeim vinna yfir 18.000 starfsmenn. Skipulagið Þegar nýr maður hefur störf hjá slíku fyrirtæki kaupir hann hlut í því og getur fengið lánaða þá upp- hæð og látið draga reglulega frá kaupi sínu þar til hún er greidd. Það er algengt að þessi upphæð sé í kringum 120.000 íslenskar krónur. ur hún síðan framkvæmdastjóra. Stjómarmeðlimir halda síðan áfram sínum fyrri störfum hjá fyrirtækinu, fyrir utan að mæta á stjómarfundi i vinnutíma á morgnana. Lítið er um verkstjóm eða að það sé rekið á eft- ir fólki, starfsmennimir sjá sér hag í að sjá um slíkt sjálfir. Laun em greidd eftir ábyrgð þeirri sem störf- unum fylgir en þó er ein regla í því sambandi, hæstu laun em aldrei meiri en þrefalt hærri en þau lægstu. Þegar fyrsta fyrirtækið var orðið mjög stórt komu í ljós ýmis vand- kvæði á því að reka svo stórt fyrir- tæki með þessu formi því þá týndist einstaklingurinn og það kom til ríg- ur á milli starfsmanna og stjómar. Það var því samþykkt að ef fyrir- tæki færi yfir 500 starfsmenn yrði því skipt upp í minni sjálfetæðar ein- ingar og hefur sú ráðstöfun reynst vel. Sættir Þetta form býður upp á sættir á milli hugmynda vinstri og hægri manna um þessi mál, þ.e. hún virkj- ar einstaklingsfyamtakið og þann kraft sem knýr menn áfram þegar þeir em að vinna að eigin hag, jafii- framt því að stuðla að jöfnuði og að menn eigi framleiðslutækin sem þeir vinna við. Fyrirtækin á Spáni hafa sýnt að þau em vel samkeppnisfær við einkafyrirtæki og hafa talsvert meiri hagnað og meiri framleiðni heldur en flest þeirra. Það er ekkert skrítið þvi þau em laus við mikið af yfir- byggingunni sem fylgir hinum og þar finnur hver einasti starfemaður að hann er að vinna að eigin hag og leggur því meira á sig en þeir sem vinna hjá öðrum. Kjartan Jónsson verslunarmaður og félagi í Flokki mannsins Því ekki að reyna það? Einhveijir kynnu að vera með efa- semdir um að þetta eigi erindi hingað upp á skerið en við í Flokki mannsins höfum lagt til að gjald- þrota fyrirtækjum verði breytt í slík samvinnufélög og verði starfemönn- unum gefinn kostur á að spreyta sig á rekstrinum. Bendum við sérstak- lega á fiskvinnslufyrirtæki sem mörgum hverjum hefúr verið haldið gangandi á ölmusum frá hinu opin- bera. Þau væru kjörinn vettvangur fyrir slíka tilraun og gæti það, ef vel til tækist, komið mörgum lands- byggðarplássum til góða. Líklegt er að ríkið þyrfti að styðja slíka tilraun í upphafi en þar kemur á móti að gjaldþrota fyrirtæki kostar ríkið oft mikið fé, svo og styrkir til fisk- vinnslufyrirtækja. Þeir sem kenna sig við einkaframtak, jöfnuð eða samvinnu ættu allir að geta sætt sig við slíkt form. Því ekki að reyna það? Kjartan Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.