Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1986. íþróttir_________________._____ Nottingham Forest á toppinn á ný - loks sigur hjá Manchester United - Robson lék með • Bryan Robson, fyrirliði Manchester United og enska landsliðsins spilaði sinn fyrsta leik fyrir United í haust og hafði góð áhrif á félaga sína er liðið sigraði Southampton, 5-1. Alls voru skoruð 37 mörk í ensku knattspymunni í rigningunni á laug- ardaginn. Nottingham Forestburstaði Aston Villa, 6-0, og komst í fyrsta sæti á stigatöflunni með 13 stig, jafh- mörg og Liverpool en betri markamun. Manchester United endurheimti fyrir- liða sinn Bryan Robson sem batt liðið saman í 5-1 sigri á Southampton. West Ham sigraði Q.P.R. á útivelli með þremur mörkum Tony Cottee og Chelsea vann sinn fyrsta leik og lagði Tottenham á heimavelli Tottenham, White Hart Lane, 3-1. Langþráður sigur Manchester United Endurkoma Bryan Robsons, fyrir- liða Manchester United, sem hefur verið frá vegna meiðsla í langan tíma, hafði greinilega góð áhrif á félaga hans í Manchesterliðinu í leiknum gegn Southampton. Daninn Jesper Olsen skoraði fyrsta mark leiksins úr vitaspymu á 21. mínútu eftir að Stap- leton hafði verið felldur í vítateignum. Colin Clarke jafnaði fyrir Southamp- ton 45 sekúndum síðar eftir að Kevin Moran hafði runnið þannig að Clarke komst inn fyrir vömina og skoraði sitt sjöunda mark í haust. En Peter Davenport skoraði mark skömmu síð- ar. Hann fékk stungusendingu inn fyrir vöm Southampton, lék á Tim Flowers markvörð, sem varði mark Southampton vegna veikinda Shilt- ons, og sendi boltann í markið. Staple- ton skoraði þriðja mark United á 36. mínútu. Hann henti sér fram og skall- aði boltann í netið eftir aukaspymu. í seinni hálfleik skoraði Norman Whiteside strax fjórða mark United og Stapleton skoraði fimmta markið og sitt annað undir lok leiksins. • Coventry, sem yfirleitt er við botn þeirra deilda sem liðið leikur í, er nú í fimmta sæti eftir góða sigra á heima- velli. Nú lá Newcastle sem ekki hefur enn unnið leik. Vamarmaðurinn Brian Kilcline skoraði snemma í fyrri hálfleik og framherjinn Dave Bennett bætti við öðm í seinni hálfleik. Mið- vallarspilarinn Nicky Adams bætti við þriðja markinu undir lok leiksins. • Liverpool er jafnt Nottingham Forest með 13 stig eftir sex leiki. Nú lágu nýliðamir Charlton, 2-0. Jafnt var í hálfleik, 0-0, en Jan Mölby skor- aði snemma í seinni hálfleik úr víta- spymu. Ian Rush skoraði svo seinna mark Liverpool og var þá gulltryggt að liðið tapaði ekki að minnsta kosti því Ian Rush hefur ekki skorað í leik fyrir Liverpool sem hefur tapast. • Lundúnaliðin Luton og Arsenal gerðu tilþrifalaust markalaust j afntefli á gervigrasleikvelli Luton. Arsenal seldi tvo af skæðustu framherjum sín- um, þá Tony Woodcock og Paul Mariner, áður en keppnistímabilið hófst og vantar illilega markaskorara. Luton náði ekki að sýna sitt rétta andlit í þessum leik, 0-0. Nottingham Forest í sóknar- stuði Nottingham Forest er nú efst með 13 stig, jafnt og Liverpool en betra markahlutfall. Sextán mörk hafa verið skomð í sex leikjum og hefúr Neil Webb skorað sjö þessara marka. Nottr ingham komst í 2-0 strax í fyrri hálfleik með mörkum Fr&nz Carr og Gary Birtles. í s.h. komu mörkin eins og á færibandi. Nigel Clough skoraði mark, Neil Webb tvö og Birtles sitt annað mark í þessum stórsigri. Aston Villa er nú búið að tapa fimm leikjum af sex og hefur fengið á sig sextán mörk. Nottingham Forest þykir líklegt til afreka í vetur eftir góða hyrjun. • Oxford og Manchester City gerðu markalaust jafhtefli á hinum litla velli Oxford, Manor Ground. Mikið var hlaupið og sparkað hátt sem lágt, langt og stutt en ekkert gekk samt. Bæði lið ánægð með hvert stig sem fæst því líklegt er að þessi lið eigi eft- ir að vera nálægt botni deildarinnar eins og í fyrra. • West Ham gerði góða ferð yfir til nágrannanna, Q.P.R., og sigraði 3-2. Tony Cottee, hinn smávaxni framheiji West Ham, skoraði mark strax á sjöttu mínútu og annað fimm mínútum síð- ar. Robbie gamli James svaraði með einu marki fyrir Q.P.R. í síðari hálf- leik, Tony Cottee skoraði sitt þriðja mark fyrir West Ham en John Byme skaut inn einu marki fyrir Q.P.R. Kærkominn sigur fyrir West Ham eft- ir tvö töp á heimavelli fyrir skömmu fyrir Liverpool og Nottingham Forest. • Nú er einungis eitt ósigrað lið í 1. deildinni eftir að Norwich lá fyrir Watford á heimavelli. Útlitið var samt sem áður bjart fyrir Norwich í fyrri hálfleik eftir að David Williams hafði skorað gott mark fyrir Norwich. Wor- rell Sterling jafnaði fyrir Watford snemma í seinni hálfleik og hinn nýi leikmaður Watford, Kevin Richards- son, keyptur frá Everton, skoraði sitt fyrsta mark fyrir Watford og kom lið- inu yfir. Hinn aldni markarefur Luther Blissett tryggði Watford sigur undir lokin og endaði leikurinn með sigri Watford, 3-1. Everton eitt ósigrað Aðalleikur helgarinnar var viður- eign nýliðanna Wimbledon og Ever- ton. Wimbledon hafði komið sér fyrir Urslit 1. deild: Coventry - Newcastle.........3-0 Liverpool - Charlton.........2-0 Luton - Arsenal..............0-0 Manchester Utd. - Southampton .5-1 Norwich-Watford..............1-3 NottinghamFor.-Aston Villa ....6-0 Oxford - Manchester C........0-0 Q.P.R. - West Ham............2-3 Sheff.Wed-Leicester..........2-2 Tottenham - Chelsea..........1-3 Wimbledon - Everton..........1-2 2. deild: Birmingham - Huddersfield....1-1 Crystal Palace - Sheff.Utd...1-2 Grimsby - Derby..............0-1 Leeds - Reading..............3-2 Millwall Bradford............1-2 Oldham-Stoke.................2-0 Plymouth - Brighton..........2-2 Portsmouth - Blackbum........1-0 Shrewsbury - Bamsley.........1-0 Sunderland-Hull..............1-0 W.B.A. - Ipswich.............3-4 3. deild: Bournemouth - Bolton.........2-1 Bristol Rov. - Mansfield.....0-0 Bury - Rotherham.............0-2 Carlisle-Walsall.............0-3 Chesterfield- Bristol City...0-3 Darlington - Notts County....2-1 Fulham-Brentford.............1-3 Gillingham - Middlesbrough...0-0 Port Vale- York .............2-3 Swindon - Chester............1-1 Wigan-Newport................1-2 4. deild: Aldershot-Lincoln............4-0 Bumley - Hartlepool..........1-1 Cambridge-Exeter.............2-2 Cardiff- Tranmere............0-2 Colchester-Torquay...........3-0 Crewe-Wolves...............,.1-1 Orient - Scuntorpe...........3-1 Preston - Hereford...........2-1 Southend - Swansea...........1-2 Stockport-Rochdale...........1-1 Wrexham - Halifax............3-1 á toppi fyrstu deildarinnar eftir að hafa unnið fjóra leiki i röð og Everton hafði ekki enn tapað leik. Leiknum var sjónvarpað beint víða um heim en nýtt aðsóknarmet var sett á völlinn er rétt rúmlega 11.700 manns komu að sjá leikinn. Kevin Sheedy skoraði mark fyrir Everton strax á fjórðu mín- útu. Trevor Stevens notfærði sér mistök í vöm Wimbledon, skaust upp að markinu með knöttinn og gaf fyrir markið á Sheedy sem kom aðvífandi og skoraði. Alan Cork jafriaði fyrir heimaliðið hálftíma síðar en Graham Sharp skoraði sigurmarkið snemma í síðari hálfleik fyrir Everton eftir auka- spymu frá Sheedy. Óverðskuldaður sigur því Wimbledon átti margar góð- ar tilraunir til að skora mark. Markvörður Wimbledon, Dave Beas- ant, hefur nú spilað fimm keppnistíma- bil með liðinu án þess að missa úr leik. Everton er nú eina liðið í 1. deild sem hefur ekki tapað leik. • Sheffield Wednesday stendur sig ekki sem skyldi um þessar mundir. Nú urðu úrslitin 2-2 gegn Leicester. Tvisvar kom Lee Chapman Wednes- day yfir en Leicester kvittaði jafn- harðan. Fvrst jafnaði Gary McAllister en síðara markið skoraði Steve Moran sem Leicester keypti fyrir örskömmu frá Southampton fyrir 300.000 pund. • Chelsea vann sinn fyrsta leik á White Hart Lane, heimavelli Totten- ham, gegn Tottenham auðvitað. í fyrra sigraði Chelsea í samsvarandi leik, 3-0, en nú náði Tottenham að skora mark þannig að leikurinn endaði 3-1. Strax á fimmtu mínútu varð Totten- ham fyrir áfalli er hinn snjalli vamar- spilari, Richard Gough, varð að yfirgefa völlinn eftir að hafa lent í samstuði við Chelsea-leikmann. Mikið blæddi úr Gough og var hann talinn vera með heilahristing. Fyrrum leik- maður Tottenham, Mike Hazard, skoraði tvö af mörkum Chelsea en Keriy Dixon hið þriðja. Clive Allen, sem kom inn á fyrir Gough, skoraði mark Tottenham úr vítaspymu. Oldham ekki fengið á sig mark Oldham er nú eina liðið í hinum fiór- um ensku deildum sem ekki hefur fengið á sig mark. Liðið hefur skorað níu mörk í sex leikjum. Liðið sigraði Stoke um helgina, 2-0, og er efst í 2. deildinni með 16 stig eftir sex leiki. Fimm leikir hafa unnist og einn end- aði sem 0-0 jafntefli. Nú vom það Ron Futcher og Tony Henry sem skomðu fyrir Oldham. • Portsmouth hefur ekki fengið á sig nema eitt mark og þokast upp töfl- una. Sigraði nú Blackbum sem hafði unnið alla leiki sína þrjá þangað til. Það var hinn harði miðvallarspilari, Mick Kennedy, sem skoraði eina mark Portsmouth sem er nú í öðm sæti. Birmingham klúðraði leik sínum gegn Huddersfield. Eftir að hafa tekið for- ystuna í fyrri hálfleik með marki • Kevin Sheedy skoraöi fyrra mark Everton gegn Wimbledon og átti sendingu á Graham Sharp sem skoraði síðara mark Everton í 2-1 sigrinum á Wimbledon. Wayne Clarke jafiiaði Huddersfield í síðari hálfleik. Birminghamliðið hefur áður gert sig sekt um sams konar mis- tök, að láta andstæðingana ganga á lagið og jafha. Grimsby tapaði sínum fyrsta leik í haust. Derby kom í heim- sókn og hirti öll stigin í 1-0 sigri þar sem Bobby Davison skoraði markið. Leeds tókst að sigra Reading eftir að hafa verið undir, 2-0, í hálfleik. Leeds- skoraði þrjú mörk í síðari hálfleik og Reading er nú án sigurs í 2. deild eftir að hafa komið upp úr 3. deild í vor. Bradford vann sinn fyrsta leik í haust. Fómarlambið var Millwall. Mark Bradford skoraði Chris Withe, bróðir hins fræga Peter Withe, sem spilaði meðal annars með Aston Villa og fjölda annarra liða og er nú hjá Sheffi- eld United í sömu deild og Bradford. W.B.A. kolféll á síðustu mínútunum W.B.A. virtist vera með unninn leik lengi vel allt fram í síðari hálfleik gegn Ipswich. Williams skoraði fyrsta markið fyrir W.B.A. Ball bætti við öðru en John Deehan skoraði eitt fyr- ir Ipswich. Ball skoraði svo þriðja mark W.B.A en John Deehan bætti við tveimur mörkum og félagi hans skoraði fjórða markið og Ipswich sigr- aði því. Þessi lið mega muna sinn fífil fegri því þau voru bæði í 1. deildinni í fyrra en féllu, greyin. Sunderland knúði ffarn nauman sigur gegn Hull, 1-0. Gray skoraði markið í fyrri hálf- leik og þar við sat. EJ Staðan 1. deild Notting. Forest 6 4 1 1 16- 5 13 Liverpool 6 4 1 1 12- 5 13 Everton 6 3 3 0 10- 5 12 Wimbledon 6 4 0 2 8-7 12 Coventry 6 3 2 1 7-3 11 West Ham 6312 10-11 10 QPR 6 3 1 2 9-10 10 Luton 6 2 3 1 7-5 9 Sheff. Wed. 6 2 3 1 10- 9 9 Arsenal 6 2 2 2 5-4 8 Norwich 5 2 2 1 9-9 8 Tottenham 6 2 2 2 6-6 8 Watford 5 2 1 2 9-6 7 Leicester 5 13 1 6-6 6 Manc. City 6 1 3 2 5-5 6 Southampton 6 2 0 4 13-15 6 Chelsea 6 1 3 2 5-7 6 Oxford 6 1 3 2 4-8 6 Manc. United 5 113 8-7 4 Charlton 6 114 3-10 4 Aston Villa 6 1 0 5 5-16 3 Newcastle 6 0 2 4 3-11 2 2. deild Oldham 6 5 1 0 9- 0 16 Chrystal Palace 6 4 0 2 8- 6 12 Portsmouth 5 3 2 0 6-1 11 Sheff. United 6 3 2 1 7-5 11 Leeds 6 3 1 2 8-7 10 Blackburn 4 3 0 1 9-3 9 Biimingham 6 2 3 1 7-6 9 Plymouth 4 2 2 0 8-4 8 Ipswich 5 2 2 1 7-6 8 West Bromwich 6 2 2 2 7-8 8 Derby 4 2 2 1 3-2 7 Sunderland 4 2 2 1 5-7 7 Hull 6 2 1 3 3-6 7 Brighton 5 13 15-4 6 Millwall 6 2 0 4 4-7 6 Grimsby 4 12 12-2 5 Bradford 6 1 2 3 6-10 5 Shrewsbury 4 112 2-3 4 Stoke 6 114 4-8 4 Huddersfield 5 0 2 3 2-6 2 Reading 4,0 1 3 3- 6 1 Barnsley 6 0 0 6 2-10 0 Dundee efst -í Skotiandi. Rangers komið í gang Dundee United heldur forystu sinni í skosku deildinni en um helgina gerði það jafntefli við Celtic, meistarana frá því í fyrra. Það leit þó illa út fyrir Dundee United í byijun því Celtic komst í 2-0 með mörkum Brian McClair og Paul McStay. Ian Ferguson minnkaði síðan muninn á 64. mín- útu og það var Kevin Gallaeher sem skoraði jöfhunarmarkið. Hearts, sem missti af titlinum á síðustu stundu í fyrra, er enn við toppinn en liðið sigraði Aberdeen, 1-0, um helgina og var það Sandy Clarke sem skoraði sigurmarkið á 34. mínútu. Glaisgow Rangers er nú loksins komið á skrið undir stjóm Greame Souness en það vann Clydebank, 4-0, um helgina. Robert Fleck skoraði „hat>trick“ í leiknum. Ran- gers-liðið er nú farið að spila mun betri knattspymu en í upphafi keppnistímabilsins. Önnur úrslit í skosku úrvalsdeildinni urðu sem hér segir: F alkirk - Hamilton........0-0 Hibemian - St. Mirren......0-1 Moterwell - Dundee.........0-0 Eins og áður segir er Dundee efst í Skotlandi með 12 stig að loknum 7 umferðum. Hearts er með 11 stig og Glasgow-risamir Celtic og Ran- gers með 10 stig. Aberdeen er síðan í 5. sæti með 8 stig. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.