Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1986. Fréttir Unninn þorskur Verft 60 kr. á USA markaði Skipting U Útgerð E3 Vinnulaun m Umboðslaun E3 Fragt □ Umbúðir-orka BS Frystihús 6ámaporskur Verð 54 krónur á UK markaði Samkvæmt SlS og SH Sð Fragt B Umboðslaun E3 Rýrnun □ Utgerð Samkvæmt LlO Skipting m □ □ □ Fraqt Umboðslaun Pyrnun Útgerð Þorskverðið á Bandaríkjamarkaði er um 60 krónur á kfló: Helmingur verðsins til útgerðarinnar - en 326-39 krónur á kfló ef selt er út í gámum Fyrir kílóið af þorski úr gámum fen- gust að meðaltali tæpar 54 krónur á mörkuðum í Bretlandi fyrstu sex mán- uði ársins. Ef þessi þorksur hefði verið unninn hér heima og seldur fiystur á Bandaríkjamarkað hefðu fengist fyrir kílóið að meðaltali tæpar 60 krónur á sama tímabili, samkvæmt niðurstöðu útreikninga DV sem birtir voru í blað- inu nýlega. En hvemig skiptist þetta verð upp, hvað kostar að flytja gámaþorskinn og hvað kostar að flytja unna fiskinn? Hve stór hluti verðsins á unna fiskin- um eru vinnulaun, hversu stór hluti hráefiiiskostnaður og hvaða annan kostnað þurfa frystihúsin að borga? Hversu mikið rýmar þorskurinn í gá- munum á leið á erlenda markaði? Blaðamaður leitaði svara við þessum spumingum hjá Sölusambandi hrað- frystihúsanna, Sjávarafurðadeild Sambandsins og Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna. Af þeim 60 krónum sem fæst fyrir unna þorskinn á markaði í Bandaríkj- unum má gera ráð fyrir að um 30 krónur fari í hráefniskostnað og þar með til útgerðarinnar, um 11 krónur í vinnulaun, um 8 krónur í umboðs- laun og vátryggingar, um 6 krónur í flutningskostnað og um 3 krónur í umbúðir og orku. Þá eru eftir 2 krón- ur sem frystihúsið heldur eftir. Af þeim 54 krónum sem fæst fyrir gámaþorskinn fara um 11 krónur í flutningskostnað og um 1 króna í umboðslaun. Hins vegar eru deilur uppi um það hversu mikið beri að draga frá verði þorsksins vegna rým- unar í gámunum. Samkvæmt upplýs- ingum firá Landssambandi íslenskra. útvegsmanna er rýmun ekki meiri að meðaltali en 5%. Fulltrúar sölusam- taka fiskvinnslunnar segja það hins vegar alveg fráleitt að gera ráð fyrir 5% rýmun. Raunhæft sé að gera ráð fyrir um 10% meðaltalsrýmun í minnsta lagi. Ef rýmunin er 5% þá fara um 3 krónur til viðbótar af meðalverði gámaþorsksins. Þá em eftir 39 krón- ur, sem útgerðin heldur eftir. Ef rýmunin er hins vegar 10% þá em 36 krónur eftir handa útgerðinni. -KB Peningamarkaöuj VEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur óbundnar S-9 Lfa Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 8.5-10 Ab.Lb.Vb 6 mán. uppsögn 9.5-12.5 Ab.Vb 12 mán. uppsögn 11-14 Ab Sparnaður - Lánsréttur Sparað í 3-5 mán. 8-13 Ab Sp. i6mán. ogm. 8-13 Ab Ávisanareikningar 3-7 Ab Hlaupareikningar 3-4 Lb.Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1 Allir 6mán. uppsögn 2.5-35 Lb Innlán með sérkjörum 8-16 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 8-7 Ab Sterlingspund 3-10.5 Ab.Vb Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab Danskar krónur 8-7.5 Ab.Lb. Bb.Sb Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 15.25 Allir Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kgeog19.5 Almenn skuldabréf(2) 15.5 Allir Viðskiptaskuldabréf (1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 7-9 Utlán verðtryggð Skuldabréf Að2.5árum 4 Allir Til lengri tíma 5 Allir títlán til framleiðslu Isl. krónur 15 SDR 7.75 Bandarikjadalur 7.75 Sterlingspund 11.25 Vestur-þýsk mörk 6 Spariskirteini 3ja ára 7 4ra ára 8.5 6ára 9 Með vaxtmiðum(4 ár) 8.16 Gengistryggð(5 ár) 8.5 Almenn verðbréf 12-16 Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5 Dráttarvextir 27 vIsitölur Lánskjaravísitala 1488 stig Byggingavísitala 274.53 stig Húsaleiguvísitala Hakkaði 5% 1. júlf HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnverðs: Eimskip 200 kr. Flugleiöir 140 kr. Iðnaðarbankinn 98 kr. Verslunarbankinn 97 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá flestum bönkum og stærri sparisjóðum. (2) Vaxtaálag á skuldabré/ til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. Skammstafanir: Ab=Alþýðubankinn, Bb = Búnaðar- bankinn, Ib = Iðnaðarbankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb=Útvegsbankinn, Vb = Verslunar- bankinn, Sp = Sparisjóðimir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast í DV á fimmtudög- um. Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum 300 laxa múrinn rofinn 22 punda lax í Svartá „Það veiddust í Svartá 390 laxar, 388 laxar á aðalsvæðinu og svo gaf silungasvæðið 2 laxa. Þetta er tölu- vert betra en í fyrra en þá veiddust 330 laxar í allt,“ sagði Grettir Gunn- laugsson, Svartárvinur og ámefnd- armaður. „Hann var 22 punda sá stærsti og það var Axel Magnússon, Neskaupstað, sem veiddi fiskinn í Hlíðarkvöm á maðk en Axel hefur veitt í Svartá í mörg ár.“ Veiðivon Gunnar Bender Vomð þið ekki að koma úr Svartá, Grettir? „Jú, við vorum að loka henni og veiddum 11 laxa og þar af voru 6 á flugu, það er lax víða í ánni. Við fórum svo annan túr fyrr í sumar og þá veiddum við vel, fengum 35 laxa.“ - Silungasvæðið? „Það veiddust 2 laxar og um 150 silungar, þeir stærstu 2 pund, og þetta er í fyrsta skipti sem haldin er veiðibók á því og það var gert vel.“ G. Bender. Veiðitíminn er farinn að styttast en samt hefur laxinn verið í töku- stuði víða í laxveiðiánum og mikið af honum sumstaðar. „Það hafa veiðst 133 laxar og þar af 28 á ílugu og þetta er mjög góð veiði," sagði Sigurður Kr. Jónsson er við leituðum frétta af Laxá í Refa- sveit. „Laxar em víða í ánni og mjög mikið sums staðar, Grófarhylurinn er sem dæmi fúllur af fiski.“ - Hvað er að frétta af Blöndu? „Allt fínt og það munu vera komn- ir 1840 laxar sem er mjög gott og eiginlega frábært." Við fréttum að aðeins hefðu veiðst 53 laxar í Hallá og þætti það ekki mikið, eitthvað er þó af laxi í ánni en hann tekur illa. „Það kom gott „skot“ fyrir helgina í Kálfa og það fór að rigna einn dag, veiddust 10 laxar á stuttum tíma og það em komnir 12 laxar á land,“ sagði Ámi Guðjónsson er við leituð- um frétta af Kálfá. „Það hefur verið reytings silungsveiði, en ekkert af- gerandi veiði.“ Við heyrðum að Hvolsá og Staðar- hólsá væm að sprengja 300 laxa múrinn, sem er frábær veiði. Hell- ingur hefur líka veiðst af bleikjum og þær vænar sumar. „Það var gam- an að fá bleikjumar til að taka fluguna og maður hefur sjaldan lent í öðm eins. Brjáluð taka hjá henni í stuttan tíma og svo leit hún ekki Laxveiðin hefur gengið vel i Laxá i Refasveit og eru komnir 133 laxar á land og hefur Sigurður Kr. Jónsson verið iðinn við laxinn í Laxá og fengið marga í sumar. DV-mynd G. Bender við neinni flugu í lengri tíma, sama hvað boðið var, bleikjan er skrítin, blessuð." Við fréttum að 76 laxar væm komnir á svæði 1 og 2 í Stóm Laxá í Hreppum og er það með eindæmum dræm veiði. Líklega em komnir úr ánm milli 150 og 160 laxar, frekar rólegt það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.