Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1986. 43 Sviðsljós Draumarakarinn SENDLAR ÚSKAST STRAX Upplýsingar á afgreiðslu í sima 27022. í sífellt harðnandi samkeppni gera menn ýmislegt til að lokka kúnnann til sín. Boðið er upp á lægra verð eða ýmiss konar þjónustu sem ekki er hægt að fá annars staðar. í Kanada tók rakari nokkur upp á því, þegar harðná fór í ári, að þjónusta börn sérstaklega. Gerði hann rakarastof- una að draumaheimi bamanna. Fyrst í stað var aðeins eitt hom rakarastofunnar lagt í barnaklipp- ingar en þegar rakarinn varð ásóknarinnar var ákvað hann að hætta að klippa fullorðna og klippa einungis böm. Á skilti fyrir utan stofuna stendur „Aðeins fyrir smá- fólk“. Fyrir innan geta bömin valið rakarastóla að eigin vild. Þau geta verið í geimferðum, í þotu, á hest- baki, keyrt bíl og fleira á meðan þau eru klippt. Bömin eru því ánægð og stillt á meðan rakarinn klippir og þau hlakka til að fara aftur í klipp- ingu. Rakarinn segist aldrei áður hafa fengið jafnsnjalla hugdettu og börn, sem venjulega hafi verið ókyrr og erfitt að klippa, séu nú ljúf sem lömb. „Þau em svo glöð og ánægð að vinn- an er hin skemmtilegasta. Ég mundi ekki vilja fara að klippa fullorðna aftur,“ segir rakarinn. Og það þarf hann sjálfsagt ekki að gera, eftir- spumin að komast að er gífurleg og ef heldur fram sem horfir segist hann þurfa að stækka við sig og ráða fleiri aðstoðarmenn. Framtíðarfarartæki unga fólksins Einhverjar skemmtilegustu minningar, sem geymast í hug- skoti ýmissa landa nú, eru minningar frá suðrænni strönd og sól. Oft er eitt og annað reynt á framandi stöðum og þeir em sjálfsagt fjölmargir sem reynt hafa brimbrettin svokölluðu. Slík tilraunastarfsemi hefur sjálfsagt gengið misjafnlega brösulega en til að verða góður á slíku galdra- tæki þarf mikla æfingu og aftur æfingu. En sjór, strönd og sól þarf ekki endilega að vera til staðar til að brimbrettaæfingar geti farið fram. Hjólabrettið hefur i Amer- íku mikið verið notað til æfinga fyrir brimbrettanotkun og mælist vel fyrir. En þó fer fjarri því að þar með sé „nytsemisgildi" hjóla- brettisins búið. Þetta er hið skemmtilegasta leiktæki og æfir jafnvægisskynið. Síðast en ekki síst er þetta prýðisfarartæki fyrir þá sem náð hafa tilskilinni leikni í meðferð brettisins. Margir hafa náð fullkomnu valdi á brettinu og skunda út um borg og bý á brettinu sínu, sjálf- um sér til ánægju eða til að komast leiðar sinnar. Er þetta eflaust ágætis leið fyrir fólk sem ekki er komið með bílpróf að komast leiðar sinnar ef því finnst strætisvagnafargjöldin há, þó ekki sé mælt með þessu farartæki ef farið er í stórinnkaup þar sem bera þarf marga poka og pinkla með heim. Þessi hefur náð fullkomnu valdi á hjólabrettinu og stýrir þvf af llst fram hjá öllum hindrunum. Fátt stoppar leikna brettamenn. DV-mynd Óskar örn SÍÖumúla33 símar 681722 og 38125 SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKADSTORG TÆK1FÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa, Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eigs. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn nýkorrlnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. ÞaÖ er bara aö grípa pau. Þú hringir....27022 Vfd'birtutn... Það ber árangur! Smáauglýsingadéildin er í Þverholti 11. Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 o ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐIÐ r V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.