Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1986. Fréttir AlþingS: Skorað á Matthías að fara til Moskvu „Ég veit að Sovétmenn bera meiri virðingu fyrir ráðherrum en Islend- ingum og því skora ég á viðskipta- ráðherra, Matthías Bjamason, að fara til Moskvu og hefja viðræður á ráðherraplani til að leysa síldar- samningamálin," sagði Guðmundur J. Guðmundsson alþingismaður í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær. Guðmundur hóf umræðuna og benti á þá erfiðleika sem blöstu við verkafólki og sjómönnum allt frá Austurlandi að Reykjanesi ef ekki tækist að leysa síldarsölumálin við Sovétmenn. Sagði Guðmundur að fyrst ástæða hefði þótt til að senda ráðherra til Bandaríkjanna vegna hvalamálsins, sem væri smámál mið- að við síldarmálið, þá væri full ástæða til þess að Matthías Bjama- son færi nú til Moskvu. Matthías Bjamason sagði eðlilegt að hreyfa þessu máli á Alþingi. Rakti hann síðan ástæður þess að Sovét- menn bjóða svo lágt verð sem raun ber vitni en það er undirboð Norð- manna og Kanadamanna. Síðan sagðist Matthías hafa sent orðsend- ingu til sovéska viðskiptaráðherrans í gegnum sendiráðið í Reykjavík en svar hefði enn ekki borist. Aftur á móti sagðist Matthías hafa sagt það áður að hann væri tilbúinn að fara til Moskvu ef það mætti verða til að leysa málið en sagðist ekki fara nema líkur væm á lausn. „Islensk samninganefhd er nú í Moskvu að semja um olíukaup en það verður ekki að svo stöddu skrif- að undir neina olíusamninga við Rússa,“ sagði Matthías Bjamason. Margir aíþingismenn tóku til máls og vom allir á einu máli um að leysa yrði þetta viðkvæma mál sem allra fyrst. -S.dór Ísland/Pólland: Síld fyrir skip Líkur em á að hægt verði að selja verkaða síld til Póllands í nokkrum mæli en í staðinn taki Pólveriar að sér bæði nýsmíði og breytingar á fiski- skipum fyrir íslendinga. Nú er í smíðum í Póllandi skip fyrir Gísla Jóhannsson sem hann fékk leyfi til að láta smíða í stað Jóns Finnssonar RE sem hann seldi til Chile fyrir tveimur árum. Halldór Asgrímsson sjávarútvegs- ráðherra sagði í samtali við DV að nokkrir aðilar hefðu leyfi til að láta smíða fyrir sig skip vegna reglna um úreldingu. Þessir aðilar hefðu sökkt skipunj sínum og fengið greitt úr úr- eldingarsjóði. Sömuleiðis stendur til að stækka og breyta japönsku togur- unum og ef samningar takast við Pólverja gætu þau verkefni farið fram i Póllandi. Pólverjar vilja kaupa af okkur síld en gjaldeyrissjóðir þeirra em tómir, þannig að síldarsala tií Póllands yrði að vera á þessum nótum. I september áttu sér stað viðskipta- viðræður milli íslendinga og Pólverja. Þá bar þessi mál á góma og var þeim vel tekið en ekkert hefur enn verið ákveðið í þessum efiium. -S.dór. Leitarmenn í Bláfjöllum: í erfiðleikum með að fá kaffi Björgunarsveitarmenn, sem tóku þátt í leitinni að rjúpnaskyttunm á Bláfjallasvæðinu í síðustu viku, þurftu að beita fortölum- til að fá kaffi sér til hressingar í þjónustumiðstöðinni í Bláfjöllum. En þangað fóm þeir í hvild snemma á fimmtudagsmorgun eftir erfiða leit um nóttina. Að sögn eins leitarmanna þurfti eft- irgang til að fá kaffi þar sem þeir vom ekki með pening til að borga sopann, en það tókst um síðir og var þeim þá sagt að þeir gætu fengið afgang frá vegagerðarmönnum frá deginum áður. Hann sagði að menn hefðu verið að furða sig á því að það hefði ekki verið neinn viðbúnaður í skálanum í tengsl- um við leitina. -SJ Fáskmðsfjörður: Sfld landað f grið og eig Ægix Kxistinsgan, DV, Fáskrúðsöröi: Snæfari RE landaði í gær um 80 tonn- um af síld hjá Pólarsíld hf. og hefur hann þá klárað kvóta sinn á þessari vertíð, alls um 700 tonn. Þorri SU fer á sfld næstkomandi föstudag. Skip- stjóri þar verður Friðrik Stefánsson. I gærmorgun kom Sólborg SU með um 45 tonn af sfld sem söltuð verða hjá Sólborgu hf. og er það fyrsta söltun á þessari vertíð þar. Sfldin fékkst í Mjóafirði. Nýtt hagsmunafélag: Lagnafélag íslands Stofhað hefur verið nýtt hags- munafélag sem nefnist Lagnafélag íslands. Tilgangur félagsins er að auka samskipti manna sem vinna að hvers konar lögnum í hús, allt frá holræsalögnum til nákvæmustu hitalagna. Þeir sem að stofnun fé- lagsins standa eru verkfræðingar, tæknifræðingar, blikksmiðir, pípu- lagningarmenn, seljendur efnis til lagna og rafmagnsfræðingar í stýri- búnaði. Að sögn Kristjáns Ottossonar, starfsmanns byggingardeildar borg- arverkfræðings, sem kjörinn var formaður félagsins, hefur undirbún- ingur að stofnun félagsins staðið yfir með hléum allt frá 1979. Hann sagð- ist svo hafa tekið um það ákvörðun sl. haust að hefjast handa um undir- búning að stofnun félagsins. Kristj- án hafði samband við 39 aðila úr fyrmefndum greinum og voru allir jákvæðir. Undirbúningsfúndur um stofnun félagsins var svo haldinn 15. maí sl. og mættu þar 19 aðilar. Á þeim fundi var rætt um hlutverk og tilgang félagsins og kosin undir- búningsnefhd. Þar var ákveðið að hlutverk félagsins yrði að stuðla að þróun lagnatækni og gagnkvæmum skilningi þeirra stétta sem að lagna- málum ynnu. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að skipuleggja fyrirlestra og námskeið ásamt útgáfu fræðslubæklinga, stuðla að rann- sóknum, stöðlun og tæknilegum umbótum í lagnatækni, stuðla að og fylgja eftir hæfhi og menntunarkröf- um þeirra er að lagnatækni vinna og að taka þátt í alþjóðasamstarfi á sviði lagnatækni. Stjóm Lagnafélags íslands, talið frá vinstri: Jonas Valdimarsson pipulm., Jón Sigurjónsson verkfr., Rafn Jensson verkfr., Guðmundur Halldórsson verkfr., Kristján Ottosson, formaður félagsins, Einar Þorsteinsson tæknifr. og Sæbjöm Kristjánsson tæknifr. Jólatrén hækka og byrðin þyngist um næstu jól. Tveir mánuðir til jóla: Jólatré hækka Gera má ráð fyrir að innflutt jólatré hækki um þriðjung um þessi jól en innlend eitthvað minna. Meðalverð fyrir rúmlega metra hátt tré verður um 2000 krónur. „Ætli við þurfum ekki 30 þúsund tré til að mæta þörfinni að þessu sinni,“ sagði Kristinn Skæringsson hjá Skóg- rækt ríkisins. „Þar af fellum við 10-12 þúsund tré hér innanlands en hitt verður innflutt, mest af jósku heiðun- um í Danmörku." um 30 prósent íslensku trén eru að mestum hluta rauðgreni en eitthvað er einnig um staffuru. Innfluttu trén eru hins vegar svokallað normansgreni sem ekki er hægt að rækta hér á landi svo nokkru nemi. „Jólatréssala hefst af fullum krafti strax um miðjan næsta mánuð. Þá byrja aðventuskreytingamar," sagði Kristinn Skæringsson. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.