Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986. Fréttir Forsætisráðherra tekur kerfið á beinið: Embættismenn stinga ákvörðunum undir „Þetta er alveg eins og lygasaga. Það þarf ekki annað en að horfa á röðina af útgerðarmönnum, sveitar- stjórnarmönnum og alls konar fólki sem er í sínum pílagrímsferðum til Reykjavikur og er þvælt á milli stofhana og banka, íram og til baka, ferð eftir ferð. Jafnvel þótt ríkis- stjómin hafi tekið tilteknar ákvarð- anir stinga embættismenn þeim undir stól,“ segir Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra. Forsætisráðherrann hefur tekið embættismannakerfið og ríkis- bankakerfið á beinið. „Það em fjölmörg mál, mörg sem virðast sára- einfóld, sem tekur mánuði og ár að fá framkvæmd, alveg sama þótt ákvarðanir liggi fyrir. Það em alls konar menn sem gera sig digra og setjast á málin. Allra verst er þetta þegar tvær, þtjár eða fjórar stofhan- ir þurfa að vinna saman. Þá stendur allt fast. Þetta er þó hvergi verra en hjá Fiskveiðasjóði. Það er alveg með ólíkindum hvað þar er hægt að draga málin á langinn. Ríkisbankamir em litlu betri.“ „Dæmið um skreiðarvextina er nýjast. Ríkisstjómin ákvað fyrir ári að fella niður vexti afurðalána á skreið. Seðlabankanum hafði ekki tekist það mörgum mánuðum síðar að fá þessu framgengt í viðskipta- bönkunum. Og þrátt fyrir bréfleg stól fyrirmæli Seðlabankans í ágúst um að bakfæra vextina frá 1. janúar 1985 er ekki ennþá búið að koma þessu í kring. Þetta er lygilegt en satt og algerlega óþolandi. Þótt það eigi kannski ekki við í þessu dæmi þá er Ijóst að þessi vinnubrögð í kerfinu valda gríðarlegum óþægind- um og milljónatjóni," segir forsætis- ráðherra. HERB Lottoið af stað innan skamms Nú styttist í það að lúð margum- rædda lotto fari af stað en það er útgáfa af happdrætti þar sem hver og einn velur sér sitt eða sín núm- er sjálfur. Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, framkvæmda- stjóra lottosins, er verið að prófa þau tól og tæki sem til þarf og sagðist hann ekki geta sagt til um það nákvæmlega hvenær byrjað yrði en búist er við að það verði á þessu ári. Það eru íþróttasamband íslands, Öryrkjabandalagið og Ungmenna- félag íslands sem standa fyrir lottoinu og er búist við að það muni styrkja ijárhag þessara sam- banda svo um munar. -S.dór. Sjónvarp: Þulurnar halda Þulurnar í sjónvarpinu hætta ekki störfum um næstu helgi eins og ráð var fyrir gert. Uppsagnir þeirra áttu að taka gildi 15. nóvember en nú er ljóst að nýtt fyrirkomulag á dagskrár- kynningum verður ekki tilbúið fyrir þann tíma. Yfirstjóm sjónvarpsins hefur farið þess á leit við þulumar að þær haldi áfram störfum á meðan nauðsyn kref- ur en þær em tregar til. Hluti þeirra hefur þegar ráðstafað tima sínum í önnur störf en ein mun enn vera á áfram lausum kili. „Ég get ekki sagt hver það er en við leysum þetta vandamál eins og önn- ur,“ sagði Maríanna Friðjónsdóttir sem hefur þulumar á sinni könnu þessa dagana. „Ætli við verðum ekki að biðja þulumar að hlaupa undir bagga með okkur fram yfir áramót." Tugir manna sóttu um hin nýju störf við dagskrárkynningar og er verið að vinna úr þeim umsólmum. Á meðan verður haldið áfram með gamla laginu. -EIR Þulurnar hjá sjónvarpinu hafa verið beðnar um að halda áfram en þær eru tregar til. Hjálparstofnunin á kiricjuþingi: „Framkvæmdastjórinn hefði átt að draga sig í hlóéé - sagði séra Siguijón Einarsson Fimm manna nefnd var kosin á kirkjuþingi í gær til að fjalla um og leggja fram tillögu til þingsályktunar varðandi Hjálparstofnun kirkjunnar. Nefndin á að skila tillögu á þinginu en því á að ljúka 20. nóvember. í nefhdinni eiga sæti Gunnlaugur Finnsson, Ingimar Einarsson, sr. Jón Bjarman, sr. Þórhallur Höskuldsson og sr. Lárus Þ. Guðmundsson. Miklar umræður urðu í kjölfar þess að tillagan, sem kom frá Kirkjuráði, var lögð fram. Framsögumaður henn- ar var Gunnlaugur Finnsson. Fram kom hjá öllum ræðumönnum að mikilvægast væri nú að endur- heimta trúnaðartraust almennings gagnvart Hjálparstofnuninni. „Framkvæmdastjórinn hefði átt að draga sig í hlé,“ sagði séra Sigurjón Einarsson í ræðu sinni og taldi ljóst vera að Hjálparstofhunina hefði skort aðhald. Séra Einar Þór Þorsteinsson sagði m.a. i ræðu sinni: „Trúnaðartraustið verður ekki endurheimt nema að hinir ágætu forsvarsmenn Hjálparstofnun- arinnar víkji. Þetta er ekki mín skoðun heldur almennings." Hann lagði einnig áherslu á það að kirkjan bæri ábyrgðina i augum almennings og því væri nauðsynlegt fyrir hana sem stofnun að endurvekja fyrra traust til Hjálparstofnunarinnar. Rætt var um leiðir út úr vandanum sem stofhunin ætti við að stríða og kom fram hjá dr. Gunnari Kristjáns- syni, séra Lárusi Þ. Guðmundssyni og séra Árna Sigurðssyni að þeir teldu að gera þyrfti róttækar breytingar á starfsemi Hjálparstofhunar. Enginn ræðumanna lagði til að Hjálparstofh- unin væri lögð niður en flestir töldu mikla þörf á breytingum og þá m.a. með tilliti til þess hverjir bæru í raun ábyrgð á starfsemi stofnunarinnar. Séra Lárus Þ. Guðmundsson sagði m.a. í ræðu sinni að svo virtist sem um væri að ræða frjálshyggjusmit í rekstri stofriunarinnar. Hann sagði að kirkjan réði í raun engu um stefhu Hjálparstofnunar en skellurinn lenti hins vegar á kirkjunni þegar illa færi. Hann vildi snúast til vamar og styrkja stofhunina með breytingum á rekstr- inum. í umræðunum í gær var mikið rætt um umfjöllun fjölmiðla um málið og töldu sumir hana hafa einkennst af neikvæðum skrifum í garð stofnunar- innar sem hefði komið mörgu góðu til leiðar á undanfomum árum. -SJ Séra Einar Þór Þorsteinsson, Eiðum, í ræðustól á kirkjuþingi, en hann minnti kirkjuþingsmenn á að í augum almennings bæri kirkjuþing ábyrgð á gerðum Hjálparstofnunar kirkjunnar og því bæri að gera allt sem í þess valdi stæði til að endurheimta traust fólksins i landinu. DV-mynd Brynjar Gauti Útvegsbankinn: Bankastjóramir skýra sitt mál Bankastjórar Útvegsbankans hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þeir skýra sín sjónarmið vegna útkomu Útvegsbanka/Hafckips- skýrslunnar. Þar er á það bent að Halldór Guðbjamason hóf störf sem bankastjóri í maí 1983, en Ólafur Helgason og Láms Jónsson hófu störf í júní 1984. Þá segja bankastjóramir að í skýrslunni komi fram að Hafekip hafi ekki átt fyrir skuldum í árslok 1983, svo að munaði 50 m.kr., en reikningamir hafi verið undirritaðir af löggiltum endurskoðanda og hafi þeir sýnt jákvæða eignarfjárstöðu um 13,4 m.kr. og rekstrarhagnað um 22,1 m.kr. Mikill taprekstur varð á árinu 1984 og var hann áætlaður 55 m.kr. Seint á árinu, efitir að sölutilraunir á félag- inu til Eimskips fóru út um þúfur, var fyrirgreiðsla bankans stöðvuð, nema til kæmi hlutafjáraukning. Hluthafafundur 7. febr. 1985 sam- þykkti að stefrit skyldi að 80 m.kr. hlutafjáraukningu, en hiutafé var sáralítið fyrir. Síðan segir að lang- mestan hluta þessa hlutafjár hafi stjómarmenn lagt fram en alls hafi safnast 77 m.kr. Ástæðuna fyrir því að stjómarmenn lögðu þetta fé fram segja bankastjóramir vera trú þeirra á að Atlantshafesiglingamar myndu heppnast. Þetta gerðist nokkrum mánuðum eftir að núverandi bankastjórar tóku við rekstri bankans, segja banka- stjóramir. Síðan segja þeir að í ljós hafi komið að raunverulegt tap á árinu 1984 hafi reynst miklu meira en áætlað hafi verið og gífurlegt tap á Atlantshafesiglingunum á árinu 1985. Þegar þetta hafi komið í ljós hafi bankastjóramir krafist sölu á fyrírtækinu. Sú sala hafi ekki tekist, vegna umfjöllunar fjölmiðla, fyrr en eftir að til gjaldþrots kom. Það gjald- þrot hafi verið tilfinnanlegra vegna þess að verðfall á heimsmarkaði hafi orðið á skipum sem voru í eigu félagsins. -S.dór. Rjúpnaskytta handtekin I gær var rjúpnaskytta handtekin i Heiðmörk. Við lögregluyfirheyrslu bar maðurinn að hann hefði skotið rjúpu fyrir utan girðingu en elt særðan fugl inn i Heiðmörk. Hann var rúman kíló- metra fyrir innan girðingu þegar hann var handtekinn. Að sögn Vignis Sigurðssonar, eftir- litsmanns friðlanda Reykjavíkur, er algerlega bannað að bera skotvopn, hvað þá beita þeim, innan girðingar í Heiðmörk. Hann sagði ennfremur að því miður væri það allt of algengt að menn væm á rjúpnaskyttiríi á svæð- inu á haustin. Mjög vel verður fylgst með því að þetta bann verði virt á næstu vikum, að sögn Vignis. -S.dór.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.