Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986. 5 Fréttir Hailó-dagurinn nálgast óðfluga Halló-dagurinn verður haldinn há- tíðlegur í f]órtánda sinn 21. nóvember næstkomandi. Það eru bandarísku bræðumir Brian og Michael McCorm- ak sem eru upphafsmenn halló-dagsins og eru þeir studdir af 12 einstaklingum sem hlotið hafa friðarverðlaun Nóbels, 86 þjóðhöfðingjum og tugum alþjóða- stofnana. Þátttaka í hallódeginum er táknræn og felst í því að heilsa 10 manns með orðinu „halló“. Getur það bæði gerst munnlega, skriflega, símleiðis og svo fyrir atbeina útvarps og gervitungla. I bréfi er McCormak bræður hafa sent DV hvetja þeir íslendinga til að kasta kveðju á alla sem á vegi þeirra verða 21. nóvember og þátttaka er fúllgild þegar búið er að segja „halló" við tíu manns. Meðal stuðningsmanna halló-dags- ins má nefha Willy Brandt, Beach Boys, Edward Kennedy, Lech Walesa, Wojchiech Jaruzelski, Tutu biskup og ríkisútvarpið í Belgrad. Markmið halló-dagsins er að sýna fram á hversu mikilvæg persónuleg samskipti eru til lausnar á deilumálum og varðveislu friðar. Dagurinn er haldinn hátíðlegur í 130 þjóðlönd- um. -EIR Tryggingafélögin byrjuðu átakið með ráðstefnu. Þar ræddu meðal annars fjölmiðlamenn um tengsl fjölmiðla og umferðar. Þarna voru Ómar Ragnars- son, RÚV - sjónvarpi, Herbert Guðmundsson, DV, Magnús Finnsson, Morgunblaðinu, Kári Jónasson, RÚV - útvarpi, umræðustjóri og Einar Sig- urðsson, Bylgjunni. Jóhann Björnsson, forstjóri Ábyrgðar hf., var fundar- stjóri. DV-mynd Brynjar Gauti Tiyggingafélögin: Stórátak í umferðarmálum Islensku tryggingafélögin hafa sam- einast um stórátak í umferðarmálum á næsta ári. Þau munu leggja 12-13 milljónir króna í margvísleg verkefni, í nánu samráði við þá aðila sem nú starfa að þessum málum. Þetta er jafn- mikið og umferðarráði ríkisins er ætlað í starfsfé á árinu. Að sögn Bjarna Þórðarsonar, fram- kvæmdastjóra hjá íslenskri endur- tryggingu hf., munu félögin leggja í þetta 1% af bókfærðum iðgjöldum bif- reiðatrygginga. Fénu verður aðallega varið til ffæðslu og áróðurs en einnig til annarra þátta sem lúta að auknu umferðaröryggi. HERB Heraðsskolinn Reykjanesi við ísafjarðardjúp: Sígarettupakkinn á 600 kr. og reykskynjarar óvirkir sígarettupakkinn því 600 krónur allur. „Ég tel verð þetta ekki almennt en uppsprengt verð á ekki einvörðungu við um tóbak. Sælgæti er einnig selt á uppsprengdu verði og helgast þetta að sjálfsögðu af einangrun skólans," sagði Skarphéðinn Ólafsson skóla- stjóri. I Reykjanesskólanum er 41 nemandi i 7.-9. bekk og 6 kennarar. Aðeins fjórðungur nemendanna er úr ná- grannabyggðunum, hinir koma úr Reykjavík og annars staðar frá. „Ég vil taka það ffam að helmingur nemenda hér notar ekki tóbak en hin- ir reykja vissulega á göngum eftir vistalokun. Ég veit eiginlega ekki hvað er til ráða. Eldhættuna tel ég ekki verulega en ég veit að það eru foreldrar barnanna sem senda þeim sígarettur," sagði Skarphéðinn Ólafs- son skólastjóri. -EIR Foreldrar bama, er stunda nám í Héraðsskólanum Reykjanesi við ísa- Ijarðardjúp, hafa áhyggjur af sígarett- ureykingum nemenda, bæði verði tóbaksins og eldhættu: „Börnin hafa leyfi til að reykja í skólahúsinu og gera það hvar sem er þó svo búið sé að úthluta þeim sér- stakri skonsu til þeirra hluta,“ sagði faðir eins nemandans í samtali við DV. „Það versta er þó að börnin halda áfram að reykja cftir vistalokun og taka þá reykskynjara úr sambandi svo allt fari ekki að pípa að óþörfú. Þar af leiðir að skólahúsið er ein eld- gildra.“ Vegna einangrunar skólans, sem staðsettur er innst í ísafjarðardjúpi, er oft skortur á tóbaki meðal nemenda og ganga sígarettur því kaupum og sölum á svörtum markaði. Er ekki óalgengt að ein sígaretta sé seld á 30 krónur þegar verst lætur og kostar )bVí(3ð> M260. Tvískiptur, alsjálfvirkur. Verð aðeins kr. 16.650,- stgr. gr^fr i E 120 FM. 120 lítra frystiskápur. Verð aðeins kr. 12.990,- stgr. 280 DL. Hálfsjálfvirkur. Verð aðeins kr. 14.495,- stgr. Umboðsmenn um land allt. Kælitæki, Njarðvík Árvirkinn, Selfossi Mosfell, Hellu Kaupfélag Vestmannaeyinga Vestmannaeyjum Hátíðni, Höfn, Hornafirði Rafvirkinn, Eskifirði Myndbandaleigan, Reyðarfirði Kaupf. Héraðsbúa, Egilsstöðum Kaupf. Þingeyinga, Húsavík KEA, Akureyri Valberg, jólafsfirði Kaupf. Skagfirðinga, Sauðárkróki Oddur Sigurðsson, Hyammstanga Póllinn hf., ísafirði Kaupf. Stykkishólms, Stykkishólmi Verslunin Blómsturvellir, Hellissandi Húsprýði, Borgarnesi Skagaradíó, Akranesi JL-húsið, Hringbraut, Rvk. DL 150. Hálfsjálfvirkur. Verð aðeins kr. 9.985,-stgr. /jT~ v Það býður enginn betur. -- H L j R- OPIÐ LAUGARDAGA Skipholti 7, símar 20080 og 26800. Laugardagsmarkaður við Stórhöfða ur opinn $£ W m Látið ekki happ úr hendi sleppa Ejerinn verður norgun frá kl. 10-16. Þar eru til sölu með 1 i ríflegum afslætti ýmsar gerðir af gólfteppum, flísum, ^reinlætísta^^^nO|gpöðru^^j^gngavörum Látið ekki happ úr hendi sleppa 2 góðar byggingavöruverslanir Austast og vestast í borginni Stórhöfða, sími 671100-Hringbraut, sími 28600. OPIÐ KL. 8-18 VIRKA DAGA KL. 10 - 16 LAUGARDAGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.